Klikkaði á síðasta sparkinu sínu og missti af 57 milljóna króna bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2017 21:30 Adam Vinatieri. Vísir/Samsett Adam Vinatieri er einn frægasti og besti sparkarinn í sögu ameríska fótboltans en þessi 44 ára gamli maður er enn að spila í NFL-deildinni þrátt fyrir að vera kominn langt inn á fimmtugsaldurinn. Vinatieri er frægur fyrir að klikka aldrei á úrslitastundu og hefur hann meðal annars tryggt tveimur liðum NFL-meistaratitilinn á sínum ferli með því að skora vallarmark í lokin á Super Bowl leik. Adam Vinatieri setti líka nýtt NFL-met á þessu tímabili með því að skora 44 vallarmörk í röð án þess að klikka. Hann átti mjög gott tímabil þrátt fyrir að liði hans hafi mistekist að komast í úrslitakeppnina. Vinatieri klikkaði aftur á móti á vallarmarki í síðasta leik tímabilsins hjá Indianapolis Colts en þetta var leikur sem skipti engu máli fyrir Colts-liðið. Þótt að þetta vallarmark hafi ekki skipt liðið miklu máli þá skipti það hann sjálfan mjög miklu máli. Indianapolis Colts ætlaði nefnilega að borga Adam Vinatieri 500 þúsund dollara bónus ef hann næði að nýta nítíu prósent sparka sinn á tímabilinu. 500 þúsund dollarar eru 57 milljónir íslenskra króna og því ágætis bónus þarna á ferðinni. ESPN segir frá. Adam Vinatieri kom inn í lokaleikinn með 89,6 prósent nýtingu og hefði hann nýtt öll spörkin sín í honum þá hefði hann tryggt sér bónusinn. Vinatieri klikkaði hinsvegar á 48 jarda sparki í öðrum leikhluta á móti Jacksonville Jaguars sem þýddi að hann nýtti „aðeins“ 87,1 prósent sparka sinna á leiktíðinni. Adam Vinatieri fékk 3,2 milljónir dollara fyrir allt tímabilið eða 370 milljónir og hefði því getað tryggt sér fimmtán prósenta launahækkun hefði hann skorað. Hann þarf svo sem ekkert að kvarta mikið yfir launum sínum og lifir þetta örugglega alveg af. NFL Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Adam Vinatieri er einn frægasti og besti sparkarinn í sögu ameríska fótboltans en þessi 44 ára gamli maður er enn að spila í NFL-deildinni þrátt fyrir að vera kominn langt inn á fimmtugsaldurinn. Vinatieri er frægur fyrir að klikka aldrei á úrslitastundu og hefur hann meðal annars tryggt tveimur liðum NFL-meistaratitilinn á sínum ferli með því að skora vallarmark í lokin á Super Bowl leik. Adam Vinatieri setti líka nýtt NFL-met á þessu tímabili með því að skora 44 vallarmörk í röð án þess að klikka. Hann átti mjög gott tímabil þrátt fyrir að liði hans hafi mistekist að komast í úrslitakeppnina. Vinatieri klikkaði aftur á móti á vallarmarki í síðasta leik tímabilsins hjá Indianapolis Colts en þetta var leikur sem skipti engu máli fyrir Colts-liðið. Þótt að þetta vallarmark hafi ekki skipt liðið miklu máli þá skipti það hann sjálfan mjög miklu máli. Indianapolis Colts ætlaði nefnilega að borga Adam Vinatieri 500 þúsund dollara bónus ef hann næði að nýta nítíu prósent sparka sinn á tímabilinu. 500 þúsund dollarar eru 57 milljónir íslenskra króna og því ágætis bónus þarna á ferðinni. ESPN segir frá. Adam Vinatieri kom inn í lokaleikinn með 89,6 prósent nýtingu og hefði hann nýtt öll spörkin sín í honum þá hefði hann tryggt sér bónusinn. Vinatieri klikkaði hinsvegar á 48 jarda sparki í öðrum leikhluta á móti Jacksonville Jaguars sem þýddi að hann nýtti „aðeins“ 87,1 prósent sparka sinna á leiktíðinni. Adam Vinatieri fékk 3,2 milljónir dollara fyrir allt tímabilið eða 370 milljónir og hefði því getað tryggt sér fimmtán prósenta launahækkun hefði hann skorað. Hann þarf svo sem ekkert að kvarta mikið yfir launum sínum og lifir þetta örugglega alveg af.
NFL Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira