Ósáttir við tafirnar hjá Silicor Materials Haraldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Silicor Materials samdi við Faxaflóahafnir um lóð á Grundartanga í apríl 2015. Vísir/aðsend Óánægju gætir meðal íslenskra einkafjárfesta, sem tóku þátt í hlutafjársöfnun Silicor Materials, með hversu hægt fjármögnun sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga miðar. Þeir fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við segja það koma sér á óvart hversu langan tíma það hefur tekið að tryggja verkefninu aukið eigið fé, lánsfjármögnun og þá raforku sem til þarf. Eitt og hálft ár er liðið síðan þeir tóku þátt í hlutafjársöfnun upp á alls fjórtán milljarða króna og stóð þá til að fjármögnuninni lyki um mitt síðasta ár. Fjárfestarnir eiga alls 3,5 prósent í Silicor Materials Iceland Holding hf. í gegnum sex einkahlutafélög. Auðmennirnir Sigurður Sigurgeirsson, byggingaverktaki í Kópavogi, Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi hluthafi í spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma og skattakóngur Íslands árið 2012, og hjónin og fjárfestarnir Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir tilheyra þeim hópi. Það gera einnig þeir Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og viðskiptafélagi Jóns Árna í Invent Farma, Berglind Björk Jónsdóttir, fjárfestir og tónlistarkennari, og eigendur Málningar hf. í Kópavogi. Þeir fjárfestar sem blaðið ræddi við vildu ekki láta nafns síns getið en sögðust hafa talið að verkefnið yrði nú lengra á veg komið þegar þeir tóku þátt í hlutafjársöfnuninni í ágúst 2015. Þeir hafi samið um ákveðin tímamörk sem Silicor Materials þurfi að mæta svo þeir taki ekki fjárfestingu sína til baka. Forsvarsmaður eins einkahlutafélags úr hópnum segist aftur á móti lítið hafa velt framgangi verksmiðjunnar fyrir sér og að aðkoma hans að verkefninu hafi verið í gegnum Davíð Stefánsson, stjórnarmann í Silicor Materials og talsmann fyrirtækisins. Davíð svaraði ekki beiðni Fréttablaðsins um viðtal en hann hefur bent á að um viðamikla fjárfestingu sé að ræða sem hafi tafist af ýmsum ástæðum. Gildistöku samninga Silicor Materials við Faxaflóahafnir, um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga, var seinkað um miðjan desember eða til 20. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Óánægju gætir meðal íslenskra einkafjárfesta, sem tóku þátt í hlutafjársöfnun Silicor Materials, með hversu hægt fjármögnun sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga miðar. Þeir fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við segja það koma sér á óvart hversu langan tíma það hefur tekið að tryggja verkefninu aukið eigið fé, lánsfjármögnun og þá raforku sem til þarf. Eitt og hálft ár er liðið síðan þeir tóku þátt í hlutafjársöfnun upp á alls fjórtán milljarða króna og stóð þá til að fjármögnuninni lyki um mitt síðasta ár. Fjárfestarnir eiga alls 3,5 prósent í Silicor Materials Iceland Holding hf. í gegnum sex einkahlutafélög. Auðmennirnir Sigurður Sigurgeirsson, byggingaverktaki í Kópavogi, Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi hluthafi í spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma og skattakóngur Íslands árið 2012, og hjónin og fjárfestarnir Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir tilheyra þeim hópi. Það gera einnig þeir Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og viðskiptafélagi Jóns Árna í Invent Farma, Berglind Björk Jónsdóttir, fjárfestir og tónlistarkennari, og eigendur Málningar hf. í Kópavogi. Þeir fjárfestar sem blaðið ræddi við vildu ekki láta nafns síns getið en sögðust hafa talið að verkefnið yrði nú lengra á veg komið þegar þeir tóku þátt í hlutafjársöfnuninni í ágúst 2015. Þeir hafi samið um ákveðin tímamörk sem Silicor Materials þurfi að mæta svo þeir taki ekki fjárfestingu sína til baka. Forsvarsmaður eins einkahlutafélags úr hópnum segist aftur á móti lítið hafa velt framgangi verksmiðjunnar fyrir sér og að aðkoma hans að verkefninu hafi verið í gegnum Davíð Stefánsson, stjórnarmann í Silicor Materials og talsmann fyrirtækisins. Davíð svaraði ekki beiðni Fréttablaðsins um viðtal en hann hefur bent á að um viðamikla fjárfestingu sé að ræða sem hafi tafist af ýmsum ástæðum. Gildistöku samninga Silicor Materials við Faxaflóahafnir, um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga, var seinkað um miðjan desember eða til 20. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00
Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30
Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01