Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju í skjóli nætur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2017 09:27 Það er ófögur sjón sem blasir við við Akureyrarkirkju nú. mynd/svavar alfreð jónsson Skemmdarverk voru unnin á Akureyrarkirkju, og þremur kirkjum til viðbótar í bænum, í nótt þegar ókvæðisorð voru spreyjuð á framhlið og suðurhlið kirkjunnar. Svavar Alfreð Jónsson, prestur í kirkjunni, segir þetta ekki í fyrsta skipti sem skemmdarverk séu unnin á kirkjunni en hann birti myndir á Facebook-síðu sinni af skemmdarverkunum í morgun. Það alvarlegasta var þegar reynt var að kveikja í henni en þá hefur einnig verið spreyjað á kirkjuna og kirkjuhurðina og skorið í hana. Svavar segir þó að aldrei hafi verið svo miklu spreyjað á kirkjuna. „Við prestararnir vorum bara látin vita af þessu í morgun þegar fólk sem var á leið til vinnu fór hérna um. Auðvitað verður manni illa við þegar fólk sýnir þessu svona mikla óvirðingu en maður veit auðvitað ekkert hvað býr þarna að baki,“ segir Svavar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Kveikt í hurðinni á Akureyrarkirkju Klukkan hálftvö í dag er útför frá kirkjunni og segir Svavar að kirkjuvörðurinn sé strax byrjaður að finna út hvernig hægt sé að þrífa spreyið af í tæka tíð. Búið er að tilkynna málið til lögreglu sem þarf þó líklegast að koma á staðinn fyrst og skoða vettvang sem og tryggingafélagið. Aðspurður segir Svavar að ekki séu eftirlitsmyndavélar alveg við kirkjuna. „Þær eru í raun og veru ekki alveg beint við kirkjuna en það eru víða eftirlitsmyndavélar þarna í nágrenninu,“ segir Svavar. Því er ekki útilokað að eitthvað verði hægt að kanna efni úr þeim til að komast að því hverjir voru þarna að verki.Frétt uppfærð klukkan 10:59 Tengdar fréttir Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37 Á erfitt með að setja sig í spor þeirra sem kveiktu í Sóknarprestur í Akureyrarkirkju segir að sennilega sé hurð kirkjunnar ónýt eftir íkveikju í nótt. 17. apríl 2014 13:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin á Akureyrarkirkju, og þremur kirkjum til viðbótar í bænum, í nótt þegar ókvæðisorð voru spreyjuð á framhlið og suðurhlið kirkjunnar. Svavar Alfreð Jónsson, prestur í kirkjunni, segir þetta ekki í fyrsta skipti sem skemmdarverk séu unnin á kirkjunni en hann birti myndir á Facebook-síðu sinni af skemmdarverkunum í morgun. Það alvarlegasta var þegar reynt var að kveikja í henni en þá hefur einnig verið spreyjað á kirkjuna og kirkjuhurðina og skorið í hana. Svavar segir þó að aldrei hafi verið svo miklu spreyjað á kirkjuna. „Við prestararnir vorum bara látin vita af þessu í morgun þegar fólk sem var á leið til vinnu fór hérna um. Auðvitað verður manni illa við þegar fólk sýnir þessu svona mikla óvirðingu en maður veit auðvitað ekkert hvað býr þarna að baki,“ segir Svavar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Kveikt í hurðinni á Akureyrarkirkju Klukkan hálftvö í dag er útför frá kirkjunni og segir Svavar að kirkjuvörðurinn sé strax byrjaður að finna út hvernig hægt sé að þrífa spreyið af í tæka tíð. Búið er að tilkynna málið til lögreglu sem þarf þó líklegast að koma á staðinn fyrst og skoða vettvang sem og tryggingafélagið. Aðspurður segir Svavar að ekki séu eftirlitsmyndavélar alveg við kirkjuna. „Þær eru í raun og veru ekki alveg beint við kirkjuna en það eru víða eftirlitsmyndavélar þarna í nágrenninu,“ segir Svavar. Því er ekki útilokað að eitthvað verði hægt að kanna efni úr þeim til að komast að því hverjir voru þarna að verki.Frétt uppfærð klukkan 10:59
Tengdar fréttir Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37 Á erfitt með að setja sig í spor þeirra sem kveiktu í Sóknarprestur í Akureyrarkirkju segir að sennilega sé hurð kirkjunnar ónýt eftir íkveikju í nótt. 17. apríl 2014 13:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37
Á erfitt með að setja sig í spor þeirra sem kveiktu í Sóknarprestur í Akureyrarkirkju segir að sennilega sé hurð kirkjunnar ónýt eftir íkveikju í nótt. 17. apríl 2014 13:19