Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. janúar 2017 20:56 Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið. Vísir/Skjáskot Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið. Um er að ræða ryk sem verður til við bruna á timbri sem notað er til að hitta upp fyrsta ofninn af fjórum sem verksmiðjan hyggst gangsetja á næstu árum. Stundin greinir frá.Vísir greindi frá því í lok nóvember að Umhverfisstofnun hafi borist tugir kvartana vegna lykt- og rykmengunar frá kísilverinu. Þá hafði að minnsta kosti einn einstaklingur greindist með efnabruna vegna reyksins. Í kjölfarið skrifuðu hundurðir manns undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Þá sagði Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur. Það vandamál átti að vera úr sögunni þegar ofninn yrði keyrður upp í fullt álag í lok nóvember. Kristleifur sagði jafnframt í samtali við fréttastofu þann 27. nóvember að fyrirtækið ætlaði að koma vinnustaðnum í sátt og samlyndi við samfélagið. Í umfjöllun Stundarinnar er fullyrt að United Silicon hafi aldrei tekist að halda kjörhitastigi á ofninum, en hann var fyrst gangsettur þann 13. nóvember. Þar af leiðandi hafi þurft að brenna mun meira af timbri en áætlað var. Þar sem timbrið sé blautt verða til hættuleg og krabbameinsvaldandi efni þegar það er brennt. Stundin hefur birt myndband þar sem starfsmenn United Silicon sjást hleypa eiturefnum út í andrúmloftið á vinnusvæði kísilversins. Myndbandið er tekið um miðjan desember og hefur þetta ítrekað verið gert og ávallt að næturlagi. „Ef fólk vissi bara hvað færi hér fram þá væri löngu búið að loka þessari verksmiðju, það er engin spurning,“ segir ónafngreindur starfsmaður í samtali við Stundina, sem jafnframt sagði ástandið í kísilverinu vera áfellisdóm yfir eftirlitsstofnunum. Ekki náðist í Umhverfisstofnun við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15 Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið. Um er að ræða ryk sem verður til við bruna á timbri sem notað er til að hitta upp fyrsta ofninn af fjórum sem verksmiðjan hyggst gangsetja á næstu árum. Stundin greinir frá.Vísir greindi frá því í lok nóvember að Umhverfisstofnun hafi borist tugir kvartana vegna lykt- og rykmengunar frá kísilverinu. Þá hafði að minnsta kosti einn einstaklingur greindist með efnabruna vegna reyksins. Í kjölfarið skrifuðu hundurðir manns undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Þá sagði Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur. Það vandamál átti að vera úr sögunni þegar ofninn yrði keyrður upp í fullt álag í lok nóvember. Kristleifur sagði jafnframt í samtali við fréttastofu þann 27. nóvember að fyrirtækið ætlaði að koma vinnustaðnum í sátt og samlyndi við samfélagið. Í umfjöllun Stundarinnar er fullyrt að United Silicon hafi aldrei tekist að halda kjörhitastigi á ofninum, en hann var fyrst gangsettur þann 13. nóvember. Þar af leiðandi hafi þurft að brenna mun meira af timbri en áætlað var. Þar sem timbrið sé blautt verða til hættuleg og krabbameinsvaldandi efni þegar það er brennt. Stundin hefur birt myndband þar sem starfsmenn United Silicon sjást hleypa eiturefnum út í andrúmloftið á vinnusvæði kísilversins. Myndbandið er tekið um miðjan desember og hefur þetta ítrekað verið gert og ávallt að næturlagi. „Ef fólk vissi bara hvað færi hér fram þá væri löngu búið að loka þessari verksmiðju, það er engin spurning,“ segir ónafngreindur starfsmaður í samtali við Stundina, sem jafnframt sagði ástandið í kísilverinu vera áfellisdóm yfir eftirlitsstofnunum. Ekki náðist í Umhverfisstofnun við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15 Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51
Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30
Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15
Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00
Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47