Viðskipti innlent

Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin

Birgir Olgeirsson skrifar
Dósin fæst nú á rúmar 3.000 krónur í verslunum Hagkaupa.
Dósin fæst nú á rúmar 3.000 krónur í verslunum Hagkaupa. Vísir/GVA
Íslensk neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin. Fæst nú íslensk neftóbaksdós á 3.058 krónur í verslunum Hagkaupa.

Þessi hækkun var ákveðin af Alþingi í fjárlagafrumvarpinu en Áfengis og tóbaksverslunin skaffar verslunum neftóbakið. Fyrir áramót seldi ÁTVR verslunum 20 neftóbaksdósir saman á 29.260 krónur  en 1. janúar fór verðið á þessum 20 dósum í 47.053 krónur. Hækkaði verðið því um 17.700 krónur á þessar 20 dósir, en rétt er að geta þess að um er að ræða heildsöluverð.

Dósin úr ÁTVR kostaði því 1.463 krónur fyrir hækkunina en 1. janúar fór hún í 2.352 krónur, sem er hækkun upp á 890 krónur.

Tóbaksgjaldið á sígarettum hækkaði einnig en ekki nánd því eins mikið, eða um 4,7 prósent í verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×