Soraya Lennie, fréttakona TRT, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að maðurinn sem um ræðir heiti Iakhe Mashrapov. Eiginkona hans er nú í haldi lögreglu.
Átta manns voru handteknir í tengslum við árásina í gær, en árásarmaðurinn sjálfur var ekki í þeirra hópi.
Búið er að birta fjölda ljósmynda af manninum, auk myndbands sem hann tók af sjálfum sér nokkru fyrir árásina.
AFP greinir frá því að hinn grunaði hafi barist með hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi, en samtökin höfðu áður lýst því yfir að einn af „hermönnum kalifatsins“ hafa framkvæmt árásina.
Trt World has obtained Passport copy of #Reina suspect. #Kyrgyz national Iakhe Mashrapov. Wife in custody. Entered Turkey nov20. #istanbul pic.twitter.com/z3gOTHFXkd
— Soraya Lennie (@soraya_lennie) January 3, 2017