Hamill minnist Fisher: „Hún var ekkert lamb að leika sér við“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. janúar 2017 21:00 Hamill og Fisher voru góðir vinir. Vísir/Getty „Hún var ekkert lamb að leika sér við, en líf mitt hefði verið mun litlausara ef hún hefði ekki verið vinur minn.“ Svona minnist Mark Hamill vinkonu sinnar Carrie Fisher. Hamill er einn þeirra sem minnist Fisher í The Hollywood Reporter, en Fisher lést þann 27. desember síðastliðinn. Hamill fór með hlutverk Loga Geimgengils í Star Wars þar sem Fisher lék systur hans, Lilju prinsessu. Hamill segir þau hafa átt í einstöku sambandi og líkir því við að þau hafi verið saman í bílskúrshljómsveit sem hafi óvænt slegið í gegn og minnist þess þegar þau hittust fyrst, áður en tökur hófust af myndinni New Hope árið 1975. „Hún var 19 ára á þeim tíma. Ég var veraldarvanur, 24 ára. Ég hugsaði „guð minn góður, þetta verður eins og að vinna með menntaskólakrakka.“ En ég féll um koll. Hún var smjaðursöm og fyndin og opinská. Hún hafði einstakt lag á því að vera rosalega einlæg. Ég var nýbúin að kynnast henni en leið eins og við hefðum þekkst í tíu ár,“ skrifar Hamill.Gerði allt til að fá hana til að hlæja Hann segir að Fisher hafi verið glaðvær og lífsglöð og að hlátur hennar hafi verið eins konar heiðursmerki. „Það voru engin takmörk fyrir því hvað ég gerði til að fá hana til að hlæja. Ég elskaði hana og elskaði að koma henni til að hlæja. Hún gerði klikkaða hluti og fékk mig til að gera alls konar klikkaða hluti. Eftir á að hyggja voru þeir ekki svo klikkaðir. Á ákveðinn hátt voru þeir varnarhættir fyrir hana.“ Hamill segir Fisher hafa oft verið fyrirhafnarsama og að vináttan hafi oft á tíðum verið stormasöm, en að hún hafi gefið lífi hans lit. „Ég er þakklátur fyrir að við viðhéldum vinskap okkar og að við fengum annað tækifæri með nýju myndunum. Ég held það hafi verið hughreystandi fyrir hana að ég var þar, sama manneskjan, að hún gæti treyst mér, eins gagnrýnin og við vorum stundum á hvort annað. Í gegnum árin tókum við allan skalann, við elskuðum hvort annað og hötuðum við hvort annað. Við vorum eins og fjölskylda,“ skrifar Hamill. „Hún var ekkert lamb að leika sér við. Hún var fyrirhafnarsöm. En líf mitt hefði verið mun litlausara og óáhugaverðara ef hún hefði ekki verið sá vinur sem hún var.“ Tengdar fréttir Carrie Fisher er dáin Leikkonan fékk hjartaáfall á föstudaginn. 27. desember 2016 17:59 Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
„Hún var ekkert lamb að leika sér við, en líf mitt hefði verið mun litlausara ef hún hefði ekki verið vinur minn.“ Svona minnist Mark Hamill vinkonu sinnar Carrie Fisher. Hamill er einn þeirra sem minnist Fisher í The Hollywood Reporter, en Fisher lést þann 27. desember síðastliðinn. Hamill fór með hlutverk Loga Geimgengils í Star Wars þar sem Fisher lék systur hans, Lilju prinsessu. Hamill segir þau hafa átt í einstöku sambandi og líkir því við að þau hafi verið saman í bílskúrshljómsveit sem hafi óvænt slegið í gegn og minnist þess þegar þau hittust fyrst, áður en tökur hófust af myndinni New Hope árið 1975. „Hún var 19 ára á þeim tíma. Ég var veraldarvanur, 24 ára. Ég hugsaði „guð minn góður, þetta verður eins og að vinna með menntaskólakrakka.“ En ég féll um koll. Hún var smjaðursöm og fyndin og opinská. Hún hafði einstakt lag á því að vera rosalega einlæg. Ég var nýbúin að kynnast henni en leið eins og við hefðum þekkst í tíu ár,“ skrifar Hamill.Gerði allt til að fá hana til að hlæja Hann segir að Fisher hafi verið glaðvær og lífsglöð og að hlátur hennar hafi verið eins konar heiðursmerki. „Það voru engin takmörk fyrir því hvað ég gerði til að fá hana til að hlæja. Ég elskaði hana og elskaði að koma henni til að hlæja. Hún gerði klikkaða hluti og fékk mig til að gera alls konar klikkaða hluti. Eftir á að hyggja voru þeir ekki svo klikkaðir. Á ákveðinn hátt voru þeir varnarhættir fyrir hana.“ Hamill segir Fisher hafa oft verið fyrirhafnarsama og að vináttan hafi oft á tíðum verið stormasöm, en að hún hafi gefið lífi hans lit. „Ég er þakklátur fyrir að við viðhéldum vinskap okkar og að við fengum annað tækifæri með nýju myndunum. Ég held það hafi verið hughreystandi fyrir hana að ég var þar, sama manneskjan, að hún gæti treyst mér, eins gagnrýnin og við vorum stundum á hvort annað. Í gegnum árin tókum við allan skalann, við elskuðum hvort annað og hötuðum við hvort annað. Við vorum eins og fjölskylda,“ skrifar Hamill. „Hún var ekkert lamb að leika sér við. Hún var fyrirhafnarsöm. En líf mitt hefði verið mun litlausara og óáhugaverðara ef hún hefði ekki verið sá vinur sem hún var.“
Tengdar fréttir Carrie Fisher er dáin Leikkonan fékk hjartaáfall á föstudaginn. 27. desember 2016 17:59 Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00