Stjarnan skiptir um Kana Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 14:45 Lið Stjörnunnar í Domino´s-deild karla í körfubolta mætir með nýjan bandarískan leikmann til leiks á nýju ári en það er búið að skipta Devon Austin út fyrir Anthony Odunsi. Devon skilaði 14,3 stigum og 7,7 fráköstum að meðaltali í leik en heillaði fáa sérfræðinga um deildina. Stjarnan er í öðru sæti eftir fyrri umferðina í deildarkeppninni með 18 stig. „Eftir meiðsli Marvins varð helsta staða Devon hjá okkur staða kraftframherja. Nú þegar styttist í að bæði Marvin og Sæmundur komi úr meiðslum og Tómas Þórður er kominn aftur frá Bandaríkjunum er ljóst að hans hlutverk yrði aftur mestmegnis sem bakvörður hjá okkur,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, um Austin og komu þess nýja. „Þegar það varð ljóst varð niðurstaðan að leita eftir leikmanni sem mögulega hefði til að bera annars konar eiginleika í þeirri stöðu en Devon hefur til að bera til að gera hóp okkar enn þéttari fyrir seinni hlutann.“ „Að mínu mati er Anthony slíkur leikmaður. Hann er bæði sterk skytta af færi og fær í að komast fram hjá varnarmönnum með boltann í höndunum sem voru eiginleikar sem ég var að leita eftir. Við kveðjum Devon með söknuði, enda topp atvinnumaður sem hefur heilt yfir skilað mjög góðu verki fyrir okkur,“ segir Hrafn. Odunsi er sagður líkamlega sterkur bakvörður sem getur leyst allar þrjár bakvarðastöður. Hann spilaði með Houston Baptist-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hann skoraði 17,5 stig að meðaltali í leik á síðasta ári auk þess sem hann tók 4,6 fráköst og gaf 3,7 stoðsendingar. „Það vakti mikla athygli síðasta tímabili að hann skipaði þriðja sæti yfir alla leikmenn efstu deildar háskólaboltans yfir hversu mörg vítaskot hann tók að meðaltali en hann tók að meðaltali 9.2 slík í hverjum leik,“ segir í fréttatilkynningu Stjörnumanna. Stjarnan hefur leik á nýju ári gegn nýliðum Þórs á heimavelli í Ásgarði á fimmtudaginn klukkan 19.15. Dominos-deild karla Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Sjá meira
Lið Stjörnunnar í Domino´s-deild karla í körfubolta mætir með nýjan bandarískan leikmann til leiks á nýju ári en það er búið að skipta Devon Austin út fyrir Anthony Odunsi. Devon skilaði 14,3 stigum og 7,7 fráköstum að meðaltali í leik en heillaði fáa sérfræðinga um deildina. Stjarnan er í öðru sæti eftir fyrri umferðina í deildarkeppninni með 18 stig. „Eftir meiðsli Marvins varð helsta staða Devon hjá okkur staða kraftframherja. Nú þegar styttist í að bæði Marvin og Sæmundur komi úr meiðslum og Tómas Þórður er kominn aftur frá Bandaríkjunum er ljóst að hans hlutverk yrði aftur mestmegnis sem bakvörður hjá okkur,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, um Austin og komu þess nýja. „Þegar það varð ljóst varð niðurstaðan að leita eftir leikmanni sem mögulega hefði til að bera annars konar eiginleika í þeirri stöðu en Devon hefur til að bera til að gera hóp okkar enn þéttari fyrir seinni hlutann.“ „Að mínu mati er Anthony slíkur leikmaður. Hann er bæði sterk skytta af færi og fær í að komast fram hjá varnarmönnum með boltann í höndunum sem voru eiginleikar sem ég var að leita eftir. Við kveðjum Devon með söknuði, enda topp atvinnumaður sem hefur heilt yfir skilað mjög góðu verki fyrir okkur,“ segir Hrafn. Odunsi er sagður líkamlega sterkur bakvörður sem getur leyst allar þrjár bakvarðastöður. Hann spilaði með Houston Baptist-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hann skoraði 17,5 stig að meðaltali í leik á síðasta ári auk þess sem hann tók 4,6 fráköst og gaf 3,7 stoðsendingar. „Það vakti mikla athygli síðasta tímabili að hann skipaði þriðja sæti yfir alla leikmenn efstu deildar háskólaboltans yfir hversu mörg vítaskot hann tók að meðaltali en hann tók að meðaltali 9.2 slík í hverjum leik,“ segir í fréttatilkynningu Stjörnumanna. Stjarnan hefur leik á nýju ári gegn nýliðum Þórs á heimavelli í Ásgarði á fimmtudaginn klukkan 19.15.
Dominos-deild karla Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Sjá meira