Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 13:29 Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur ekki getað skorið leikmannahóp íslenska liðsins niður úr 23 leikmönnum enn þá vegna óljósrar stöðu á sumum meiddum leikmönnum þess. Eins og fram hefur komið eru Ásgeir Örn Hallgrímsson og Aron Pálmarsson enn mikil spurningamerki en fjórir aðrir leikmenn; Arnór Atlason, Guðmundur Hólmar Helgason, Aron Rafn Eðvarðsson og Bjarki Már Elísson, komu meiddir inn í undirbúninginn fyrir HM. Þeir eru þó á batavegi.Sjá einnig:Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Geir ætlar bara að taka 18 leikmenn með sér til Danmerkur á æfingamót sem hefst á fimmtudaginn en finnst honum ekkert þreytandi að umræðan núna snýst bara um meiðslin? „Þetta hljómar mjög neikvætt og auðvitað vill maður losna við allt þetta neikvæða en við þurfum að segja frá því hvernig staðan er. Við ætlum bara að reyna að vinna jákvætt úr þessu og svo kemur í ljós hverjir verða með og hverjir ekki. Þetta er ekki ákjósanleg umræða en svona er þetta bara,“ sagði Geir við Vísi eftir blaðamannafund HSÍ í Valshöllinni í dag. Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn hafa ekkert æft að undanförnu og eru stór spurningamerki fyrir HM. En ekki bara HM heldur líka fyrir æfingamótið þar sem strákarnir okkar mæta Dönum, Ungverjum og Egyptum. Mikilvæg æfing í kvöld mun segja meira til um stöðuna á Aroni og Ásgeiri. „Því miður höfum við ekki fengið skýrari svör en það, að við þurfum að prófa þá á æfingu í kvöld og sjá hver staðan er. Mér finnst ekki ólíklegt [að þeir fari með til Danmerkur] ekki nema að það komi í ljós að þeir eigi of langt í land. Þá erum við kannski ekki bara að afskrifa þá með Danmörku heldur líka HM í Frakklandi,“ sagði Geir.Sjá einnig:Geir tekur 18 með til Danmerkur „Við höfum verið að æfa án Arons og setja aðra menn inn í hans stöðu. Menn vita að hann er meiddur og að það getur ýmislegt gert. Í framhaldinu verður það sama í gangi í Danmörku. Ef hann getur ekki spilað þar gefst okkur tækifæri til þess að keyra aðra menn í stað Arons.“ „Því miður þurfum við að taka þetta svona skref fyrir skref. Það er ekki eins og Aron sé nýliði í þessu og viti ekki út á hvað þetta allt gengur og því verður hann fljótur að aðlagast ef hann kemur inn. Það mun samt ráðast tólfta janúar [á leikdegi gegn Spáni á HM] hvort hann geti spilað eða ekki,“ sagði Geir Sveinsson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30 Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur ekki getað skorið leikmannahóp íslenska liðsins niður úr 23 leikmönnum enn þá vegna óljósrar stöðu á sumum meiddum leikmönnum þess. Eins og fram hefur komið eru Ásgeir Örn Hallgrímsson og Aron Pálmarsson enn mikil spurningamerki en fjórir aðrir leikmenn; Arnór Atlason, Guðmundur Hólmar Helgason, Aron Rafn Eðvarðsson og Bjarki Már Elísson, komu meiddir inn í undirbúninginn fyrir HM. Þeir eru þó á batavegi.Sjá einnig:Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Geir ætlar bara að taka 18 leikmenn með sér til Danmerkur á æfingamót sem hefst á fimmtudaginn en finnst honum ekkert þreytandi að umræðan núna snýst bara um meiðslin? „Þetta hljómar mjög neikvætt og auðvitað vill maður losna við allt þetta neikvæða en við þurfum að segja frá því hvernig staðan er. Við ætlum bara að reyna að vinna jákvætt úr þessu og svo kemur í ljós hverjir verða með og hverjir ekki. Þetta er ekki ákjósanleg umræða en svona er þetta bara,“ sagði Geir við Vísi eftir blaðamannafund HSÍ í Valshöllinni í dag. Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn hafa ekkert æft að undanförnu og eru stór spurningamerki fyrir HM. En ekki bara HM heldur líka fyrir æfingamótið þar sem strákarnir okkar mæta Dönum, Ungverjum og Egyptum. Mikilvæg æfing í kvöld mun segja meira til um stöðuna á Aroni og Ásgeiri. „Því miður höfum við ekki fengið skýrari svör en það, að við þurfum að prófa þá á æfingu í kvöld og sjá hver staðan er. Mér finnst ekki ólíklegt [að þeir fari með til Danmerkur] ekki nema að það komi í ljós að þeir eigi of langt í land. Þá erum við kannski ekki bara að afskrifa þá með Danmörku heldur líka HM í Frakklandi,“ sagði Geir.Sjá einnig:Geir tekur 18 með til Danmerkur „Við höfum verið að æfa án Arons og setja aðra menn inn í hans stöðu. Menn vita að hann er meiddur og að það getur ýmislegt gert. Í framhaldinu verður það sama í gangi í Danmörku. Ef hann getur ekki spilað þar gefst okkur tækifæri til þess að keyra aðra menn í stað Arons.“ „Því miður þurfum við að taka þetta svona skref fyrir skref. Það er ekki eins og Aron sé nýliði í þessu og viti ekki út á hvað þetta allt gengur og því verður hann fljótur að aðlagast ef hann kemur inn. Það mun samt ráðast tólfta janúar [á leikdegi gegn Spáni á HM] hvort hann geti spilað eða ekki,“ sagði Geir Sveinsson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30 Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07
Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27
Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30
Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti