„Við höfum búist við hryðjuverki“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. janúar 2017 19:00 Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt. Reina næturklúbburinn er við bakka Bosphorus sundsins í Istanbúl. Staðurinn er vinsæll meðal heimamanna og ferðamanna. Hann er reglulegur áningarstaður frægs fólks, listamanna og íþróttastjarna. Um það bil 600 manns eru taldir hafa verið á staðnum eftir miðnætti á gamlárskvöld þegar maður hóf þar skothríð í nótt klukkan korter í tvö að staðartíma. Byssumaðurinn komst inn á staðinn vopnaður eftir að hann skaut lögreglumann til bana við innganginn. Tyrkneska dagblaðið Hürriyet hefur eftir eiganda Reina næturklúbbsins að árásarmaðurinn hafi borið Kalashnikov hríðskotariffla í fleirtölu. Þetta styður frásagnir sjónarvotta að maðurinn hafi verið þungvopnaður þegar hann réðst inn á staðinn. Margir gestir leituðu sér skjóls með því að kata sér út í sjóinn, þ.e. Bosphorus sundið eftir að skothríðin hófst. 39 eru staðfest látnir eftir árásina. Búið væri að bera kennsl á 35 hinna látnu og af þeim eru 24 erlendir ríkisborgarar, að öllum líkindum ferðamenn. Þá eru 69 á spítala, þar af fjórir í lífshættu.Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum.Fólki sagt að forðast mannfjölda Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum. „Ég get ekki sagt að ég sé í áfalli, Þorbjörn. Þetta er viðurstyggilegt hryðjuverk en við höfum búist við hryðjuverki. Öryggisstigið hefur verið hækkað. Tilkynningar bárust frá sendiráðum erlendra ríkja í Istanbúl, t.d. frá sendiráði Bandaríkjanna. Þau tilkynntu sínum borgurum um yfirvofandi árás á gamlárskvöld. Auðvitað fengu sendiráðin þessar upplýsingar frá tyrkneskum yfirvöldum. En tyrknesk yfirvöld gáfu ekki út tilkynningar til tyrkneskra borgara. En sendiráðin gáfu út upplýsingar. Þeim var svo aðallega dreift á samfélagsmiðlum. Fólk hafði samband sín á milli um að forðast mannfjölda á gamlárskvöld,“ segir Güneş í samtali við fréttastofu. Allir hinna látnu eru með skotsár eftir Kalashiknov árásarriffil. Árásarmannsins er leitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og ekki liggur fyrir hverjir stóðu að baki henni eða í hvaða tilgangi hún var gerð. Alls hafa 415 manns látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Sex árásanna voru í Istanbúl þar sem 152 létust, fjórar í Ankara þar sem fórnarlömbin voru 166, ein í Gaziantep, ein í Suruc og þrjár í Diyarbakir. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt. Reina næturklúbburinn er við bakka Bosphorus sundsins í Istanbúl. Staðurinn er vinsæll meðal heimamanna og ferðamanna. Hann er reglulegur áningarstaður frægs fólks, listamanna og íþróttastjarna. Um það bil 600 manns eru taldir hafa verið á staðnum eftir miðnætti á gamlárskvöld þegar maður hóf þar skothríð í nótt klukkan korter í tvö að staðartíma. Byssumaðurinn komst inn á staðinn vopnaður eftir að hann skaut lögreglumann til bana við innganginn. Tyrkneska dagblaðið Hürriyet hefur eftir eiganda Reina næturklúbbsins að árásarmaðurinn hafi borið Kalashnikov hríðskotariffla í fleirtölu. Þetta styður frásagnir sjónarvotta að maðurinn hafi verið þungvopnaður þegar hann réðst inn á staðinn. Margir gestir leituðu sér skjóls með því að kata sér út í sjóinn, þ.e. Bosphorus sundið eftir að skothríðin hófst. 39 eru staðfest látnir eftir árásina. Búið væri að bera kennsl á 35 hinna látnu og af þeim eru 24 erlendir ríkisborgarar, að öllum líkindum ferðamenn. Þá eru 69 á spítala, þar af fjórir í lífshættu.Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum.Fólki sagt að forðast mannfjölda Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum. „Ég get ekki sagt að ég sé í áfalli, Þorbjörn. Þetta er viðurstyggilegt hryðjuverk en við höfum búist við hryðjuverki. Öryggisstigið hefur verið hækkað. Tilkynningar bárust frá sendiráðum erlendra ríkja í Istanbúl, t.d. frá sendiráði Bandaríkjanna. Þau tilkynntu sínum borgurum um yfirvofandi árás á gamlárskvöld. Auðvitað fengu sendiráðin þessar upplýsingar frá tyrkneskum yfirvöldum. En tyrknesk yfirvöld gáfu ekki út tilkynningar til tyrkneskra borgara. En sendiráðin gáfu út upplýsingar. Þeim var svo aðallega dreift á samfélagsmiðlum. Fólk hafði samband sín á milli um að forðast mannfjölda á gamlárskvöld,“ segir Güneş í samtali við fréttastofu. Allir hinna látnu eru með skotsár eftir Kalashiknov árásarriffil. Árásarmannsins er leitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og ekki liggur fyrir hverjir stóðu að baki henni eða í hvaða tilgangi hún var gerð. Alls hafa 415 manns látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Sex árásanna voru í Istanbúl þar sem 152 létust, fjórar í Ankara þar sem fórnarlömbin voru 166, ein í Gaziantep, ein í Suruc og þrjár í Diyarbakir.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira