Erlent

Tveir særðir eftir skotárás í mosku í Istanbúl

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Tyrkneskir lögregluþjónar á vettvangi árásarinnar sem gerð var á skemmtistað í Istanbúl í nótt.
Tyrkneskir lögregluþjónar á vettvangi árásarinnar sem gerð var á skemmtistað í Istanbúl í nótt. vísir/epa
Að minnsta kosti tveir eru særðir eftir skotárás í mosku í Istanbúl. Independent greinir frá þessu.

Moskan sem um ræðir heitir Hasan Pasha og er í norðurhluta borgarinnar.

Fjöldi fólks hafði safnast saman í moskunni þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Hann skaut á múginn með riffli og flúði svo af vettvangi.

Hinir særðu hafa verið fluttir á sjúkrahús, samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum.

Skotárásin átti sér stað skömmu eftir mannskæða árás í Istanbúl sem átti sér stað á skemmtistað þar í borg. Í þeirri árás féllu 39 manns og tugir særðust. Þar af eru fjórir mjög þungt haldnir.

Tyrkneska lögreglan leitar nú árásarmannsins sem tókst að forða sér eftir voðaverkið.

Sjá einnig: Þetta vitum við um árásina í Istanbúl


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×