Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2017 13:03 Skemmtistaðurinn Reina stendur við Bosporussund. Vísir/afp Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. Árásarmannsins er enn leitað.NRK hefur tekið saman það sem vitað er um árásina á þessari stundu.Lögreglumaður og vegfarandi voru skotnir til bana fyrir utan skemmtistaðinn Reina í Istanbúl klukkan 1:15 að staðartíma, eða 22:15 að íslenskum tíma, áður en hann hélt inn.Milli 500 og 600 manns voru saman komnir á skemmtistaðnum til að halda upp á áramótin.Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir að árásarmaðurinn hafi skilið skotvopn sitt eftir áður en hann lagði á flótta frá staðnum. Hann staðfesti einnig að hann hafi ekki klæðst jólasveinabúning líkt og margir fjölmiðlar höfðu greint frá.Árásarmaðurinn á að hafa notast við AK-47.Í myndbandsupptöku, sem ekki hefur fengist staðfest hvort að sé ósvikið, má sjá þegar árásarmaðurinn yfirgefur næturklúbbinn og skýtur á fólk. Hann er þá ekki klæddur jólasveinabúning.Búið er að greina frá því að vel á annan tug erlendra ríkisborgara hafi fallið. Staðfest er að á meðal fórnarlamba er fólk frá Ísrael, Sádi-Arabíu, Marokkó, Líbanon, Líbíu, auk Tyrkja. Reuters greinir frá þessu. Sjónvarpsstöðin 7sur7 greinir einnig frá því að Belgi hafi fallið í árásinni.Auk hinna föllnu eiga Frakkar og Búlgari að vera í hópi þeirra sem særðust. Frá þessu greia Le Figaro og Dnes.Skemmtistaðurinn er í hverfinu Ortaköy við sjávarsíðuna. Fjölmargir stukku út í Bosporus á flótta frá árásarmanninum.Tyrkneskir fjölmiðlar þurfa í fréttaflutningi sínum að fylgja ströngum fyrirmælum frá yfirvöldum. Þetta er oft gert í tilraun til að koma í veg fyrir frekari ringulreið í kjölfar hryðjuverkaárása.Viðbúnaður var mikill í Tyrklandi í gærkvöldi þar sem um 17 þúsund lögreglumenn voru á ferli í Istanbúl. Margir þeirra voru klæddir borgaralega.Árásarmannsins er enn leitað.Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti sagði í yfirlýsingu að Tyrkland myndi berjast gegn árásum hryðjuverkahópa og þeirra sem standa þeim að baki en einnig gegn efnahagslegum, pólitískum og félagslegum árásum.Forsetinn sagði að markmið hryðjuverkamannanna væri að skapa glundroða og draga kjarkinn úr Tyrkjum með viðbjóðslegum árásum sem beint væri gegn óbreyttum borgurum. Tyrkir myndu hins vegar standa sameinaðir gegn slíku og ekkert fengi samstöðu þeirra sundrað.Samkvæmt samantekt New York Times hafa 411 látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Uppfært 15:50: Búið er að bera kennsl á 35 af hinum 39 fórnarlömbum árásarinnar. 25 karlmenn og fjórtán konur fórust í árásinni – ellefu tyrkneskir ríkisborgarar og 24 erlendir. Leitin að árásarmanninum stendur enn yfir. Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. Árásarmannsins er enn leitað.NRK hefur tekið saman það sem vitað er um árásina á þessari stundu.Lögreglumaður og vegfarandi voru skotnir til bana fyrir utan skemmtistaðinn Reina í Istanbúl klukkan 1:15 að staðartíma, eða 22:15 að íslenskum tíma, áður en hann hélt inn.Milli 500 og 600 manns voru saman komnir á skemmtistaðnum til að halda upp á áramótin.Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir að árásarmaðurinn hafi skilið skotvopn sitt eftir áður en hann lagði á flótta frá staðnum. Hann staðfesti einnig að hann hafi ekki klæðst jólasveinabúning líkt og margir fjölmiðlar höfðu greint frá.Árásarmaðurinn á að hafa notast við AK-47.Í myndbandsupptöku, sem ekki hefur fengist staðfest hvort að sé ósvikið, má sjá þegar árásarmaðurinn yfirgefur næturklúbbinn og skýtur á fólk. Hann er þá ekki klæddur jólasveinabúning.Búið er að greina frá því að vel á annan tug erlendra ríkisborgara hafi fallið. Staðfest er að á meðal fórnarlamba er fólk frá Ísrael, Sádi-Arabíu, Marokkó, Líbanon, Líbíu, auk Tyrkja. Reuters greinir frá þessu. Sjónvarpsstöðin 7sur7 greinir einnig frá því að Belgi hafi fallið í árásinni.Auk hinna föllnu eiga Frakkar og Búlgari að vera í hópi þeirra sem særðust. Frá þessu greia Le Figaro og Dnes.Skemmtistaðurinn er í hverfinu Ortaköy við sjávarsíðuna. Fjölmargir stukku út í Bosporus á flótta frá árásarmanninum.Tyrkneskir fjölmiðlar þurfa í fréttaflutningi sínum að fylgja ströngum fyrirmælum frá yfirvöldum. Þetta er oft gert í tilraun til að koma í veg fyrir frekari ringulreið í kjölfar hryðjuverkaárása.Viðbúnaður var mikill í Tyrklandi í gærkvöldi þar sem um 17 þúsund lögreglumenn voru á ferli í Istanbúl. Margir þeirra voru klæddir borgaralega.Árásarmannsins er enn leitað.Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti sagði í yfirlýsingu að Tyrkland myndi berjast gegn árásum hryðjuverkahópa og þeirra sem standa þeim að baki en einnig gegn efnahagslegum, pólitískum og félagslegum árásum.Forsetinn sagði að markmið hryðjuverkamannanna væri að skapa glundroða og draga kjarkinn úr Tyrkjum með viðbjóðslegum árásum sem beint væri gegn óbreyttum borgurum. Tyrkir myndu hins vegar standa sameinaðir gegn slíku og ekkert fengi samstöðu þeirra sundrað.Samkvæmt samantekt New York Times hafa 411 látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Uppfært 15:50: Búið er að bera kennsl á 35 af hinum 39 fórnarlömbum árásarinnar. 25 karlmenn og fjórtán konur fórust í árásinni – ellefu tyrkneskir ríkisborgarar og 24 erlendir. Leitin að árásarmanninum stendur enn yfir.
Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29