Viðskipti innlent

Einkaneysla ekki aukist jafn mikið í áratug

Haraldur Guðmundsson skrifar
Verslun á Íslandi á í stóraukinni samkeppni við erlendar netverslanir eins og bent er á í Morgunkorninu.
Verslun á Íslandi á í stóraukinni samkeppni við erlendar netverslanir eins og bent er á í Morgunkorninu.
Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu á nýliðnu ári hafi verið sá mesti í að minnsta kosti áratug hér á landi. Tölur Seðlabankans um kortaveltu Íslendinga sýna að þróun hennar gefi nokkuð skýr merki um hvert einkaneyslan stefnir.

Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Er þar bent á að tölur desembermánaðar lágu fyrir síðasta föstudag og að þær hafi enn og aftur sýnt mikinn vöxt í kortaveltu, eða sem nemur um 8,9 prósentum að raunvirði. Vöxtur í kortaveltu í útlöndum var þá mun meiri en innanlands eða sem nemur 45 prósentum að raunvirði á milli ára.

„Þrátt fyrir talsverðan vöxt var hann þó í hóflegri kantinum m.v. árið í heild sinni. Þannig jókst kortavelta einstaklinga um 11,2% að raunvirði á árinu 2016 frá fyrra ári, en það er mesti vöxtur hennar á ársgrundvelli síðan 2005. Bendir þetta til þess að einkaneysla hafi vaxið verulega á síðastliðnu ári, sem rímar ágætlega við síðustu spá okkar um 8,1% einkaneysluvöxt, sem yrði þá mesti vöxtur hennar frá 2005,“ segir í Morgunkorninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×