Viðskipti innlent

HS Orka flytur höfuðstöðvarnar í Svartsengi

Haraldur Guðmundsson skrifar
HS Orka hefur rekið orkuverk í Svartsengi rétt hjá Bláa lóninu.
HS Orka hefur rekið orkuverk í Svartsengi rétt hjá Bláa lóninu. Mynd/HS Orka
Höfuðstöðvar HS Orku hafa verið fluttar í Eldborg, við hlið orkuvers fyrirtækisins, í Svartsengi við Bláa lónið. Þær voru áður við Brekkustíg í Reykjanesbæ þar sem fyrirtækið deildi húsnæði með HS Veitum. 

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku
„Nú eru flestir starfsmenn fyrirtækisins komnir á einn og sama staðinn, nær orkuverunum í Auðlindagarðinum – afleiddu starfseminni sem orðið hefur til í kringum orkuverin. Flutningur höfuðstöðvanna í Svartsengi mun ekki hafa áhrif á þjónustu okkar nema síður sé enda erum við nánast öll á sama blettinum nú,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, í fréttatilkynningu um nýju höfuðstöðvarnar.  

Eldborg í Svartsengi var upphaflega þjónustu- og kynningarhús Hitaveitu Suðurnesja en Bláa lónið hefur séð um rekstur hússins síðustu ár og leigt út fyrir veislur og fundi. Húsið teiknuðu þeir Gísli Sæmundsson og Ragnar Ólafsson og var það byggt árið 1998. Gísli og Ragnar hlutu meðal annars Menningarverðlaun DV í byggingarlist árið 1999 fyrir húsið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×