Ósjálfráðar teikningar sem merki um tilvist Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. janúar 2017 10:00 Sigurður reynir að vinna teikningarnar sínar ósjálfrátt og óvart til að ná fram réttum áhrifum. Vísir/Anton Brink „Sýningin heitir Salon sem vísar bæði í uppihengistílinn þar sem myndirnar eru hengdar þétt saman og líka vegna þess að þetta gallerí er tengt kaffihúsi. Því ákvað ég að nýta það element í sýningunni og hafa langborð í sýningarsalnum af því að Salon vísar líka í franska merkingu orðsins, en orðið þýðir stofa – þannig að það er tenging þar við staðinn. Þetta eru verk sem ég sýndi á Seyðisfirði, í Skaftfelli, á síðasta ári á sýningu sem heitir Mynd af þér og þetta eru yfir hundrað verk sem eru unnin í silkiþrykk og teikningu með kúlupenna. Litirnir á myndunum ráðast af litnum í kúlupennanum, þessum standard-litum í þessum pennum,“ segir Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarmaður sem opnar í dag sýningu sína Salon í Galleríi Laugalæk. Sigurður Atli útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hélt þaðan í meistaranám í École Supérieure des Beaux-Arts de Marseille árið 2011. Þar rak hann sýningarrýmið Salon du salon og hefur hann síðan þá sýnt hér heima, í Frakklandi og Japan. Fyrir utan að vera að opna sýningu í Galleríi Laugalæk stundar hann kennslu við Listaháskóla Íslands og hefur þar umsjón með prentverkstæði skólans. „Ég er búinn að vera að vinna með ósjálfráða teikningu í nokkur ár – það er teikning sem er gerð í hagnýtum tilgangi frekar en með listrænum ásetningi. Þá er það annaðhvort að prófa pennann til að sjá hvernig blekið flæðir í honum eða prufur. Mínar teikningar eru unnar út frá því, þessum prufum. Ég takmarka mig við það og síðan eru þetta fletir sem eru í stöðluðum stærðum, til dæmis A6, sem er stærðin á blöðum í ritfangabúðum þar sem þú getur prófað pennana. Og síðan er þetta A4 og upp í A3, þessi staðlaða pappírsstærð.“Sigurður Atli hefur safnað prufusíðum úr ritfangabúðum í mörg ár og allsstaðar að úr heiminum.Vísir/Anton BrinkHvaðan kemur hugmyndin um að nota þetta pennakrot? „Það kom út frá bæði leit minni að einhverri hreinni teikningu, teikningu áður en ásetningurinn verður til og síðan líka vegna þess að ég fór að hugsa þetta sem ummerki, eitthvað sem maður skilur eftir sig og er ummerki tilvistar. Það er þessi lína, þegar maður fer að pæla í línunni sjálfri í frummynd sinni – þarna var einhver, þó að hann hafi ekki verið að skilja viljandi eftir sig ummerki þá eru þetta einhvers konar leifar, fótspor og eitthvað sem er ekki álitið gert af listrænum ásetningi. Það er listræn teikning og síðan önnur teikning – síðan er ég að reyna að setja fram þessa aðra teikningu sem listræna teikningu.“Hvernig hefur þú verið að vinna þetta krot ef það er ósjálfrátt? „Ég hef verið að safna þessum teikningum í mörg ár í ritfangabúðum úti um allan heim og það hefur verið einhvers konar rannsóknarvinna fyrir mig þegar ég er á ferðalögum. Það kemur alltaf fyrir þessi sama teikning, um allan heim, þetta er einhvers konar bylgja – þetta er ekki bein lína, heldur bylgjótt lína. Eftir að ég fór að pæla í þessu fór ég að vinna í þessu sjálfur – maður þarf að vera algjörlega óundirbúinn og þetta þarf að koma alveg ósjálfrátt, maður þarf að gera teikninguna án þess að hugsa. Þegar maður skapar list þá dettur maður í ákveðinn hugsunarhátt en þarna má maður alls ekki fara þangað,“ segir Sigurður Atli að lokum. Sýning hans verður opnuð í Galleríi Laugalæk í dag klukkan fimm. Galleríi Laugalækur er hluti af kaffihúsinu Kaffi Laugalæk. Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Sjá meira
„Sýningin heitir Salon sem vísar bæði í uppihengistílinn þar sem myndirnar eru hengdar þétt saman og líka vegna þess að þetta gallerí er tengt kaffihúsi. Því ákvað ég að nýta það element í sýningunni og hafa langborð í sýningarsalnum af því að Salon vísar líka í franska merkingu orðsins, en orðið þýðir stofa – þannig að það er tenging þar við staðinn. Þetta eru verk sem ég sýndi á Seyðisfirði, í Skaftfelli, á síðasta ári á sýningu sem heitir Mynd af þér og þetta eru yfir hundrað verk sem eru unnin í silkiþrykk og teikningu með kúlupenna. Litirnir á myndunum ráðast af litnum í kúlupennanum, þessum standard-litum í þessum pennum,“ segir Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarmaður sem opnar í dag sýningu sína Salon í Galleríi Laugalæk. Sigurður Atli útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hélt þaðan í meistaranám í École Supérieure des Beaux-Arts de Marseille árið 2011. Þar rak hann sýningarrýmið Salon du salon og hefur hann síðan þá sýnt hér heima, í Frakklandi og Japan. Fyrir utan að vera að opna sýningu í Galleríi Laugalæk stundar hann kennslu við Listaháskóla Íslands og hefur þar umsjón með prentverkstæði skólans. „Ég er búinn að vera að vinna með ósjálfráða teikningu í nokkur ár – það er teikning sem er gerð í hagnýtum tilgangi frekar en með listrænum ásetningi. Þá er það annaðhvort að prófa pennann til að sjá hvernig blekið flæðir í honum eða prufur. Mínar teikningar eru unnar út frá því, þessum prufum. Ég takmarka mig við það og síðan eru þetta fletir sem eru í stöðluðum stærðum, til dæmis A6, sem er stærðin á blöðum í ritfangabúðum þar sem þú getur prófað pennana. Og síðan er þetta A4 og upp í A3, þessi staðlaða pappírsstærð.“Sigurður Atli hefur safnað prufusíðum úr ritfangabúðum í mörg ár og allsstaðar að úr heiminum.Vísir/Anton BrinkHvaðan kemur hugmyndin um að nota þetta pennakrot? „Það kom út frá bæði leit minni að einhverri hreinni teikningu, teikningu áður en ásetningurinn verður til og síðan líka vegna þess að ég fór að hugsa þetta sem ummerki, eitthvað sem maður skilur eftir sig og er ummerki tilvistar. Það er þessi lína, þegar maður fer að pæla í línunni sjálfri í frummynd sinni – þarna var einhver, þó að hann hafi ekki verið að skilja viljandi eftir sig ummerki þá eru þetta einhvers konar leifar, fótspor og eitthvað sem er ekki álitið gert af listrænum ásetningi. Það er listræn teikning og síðan önnur teikning – síðan er ég að reyna að setja fram þessa aðra teikningu sem listræna teikningu.“Hvernig hefur þú verið að vinna þetta krot ef það er ósjálfrátt? „Ég hef verið að safna þessum teikningum í mörg ár í ritfangabúðum úti um allan heim og það hefur verið einhvers konar rannsóknarvinna fyrir mig þegar ég er á ferðalögum. Það kemur alltaf fyrir þessi sama teikning, um allan heim, þetta er einhvers konar bylgja – þetta er ekki bein lína, heldur bylgjótt lína. Eftir að ég fór að pæla í þessu fór ég að vinna í þessu sjálfur – maður þarf að vera algjörlega óundirbúinn og þetta þarf að koma alveg ósjálfrátt, maður þarf að gera teikninguna án þess að hugsa. Þegar maður skapar list þá dettur maður í ákveðinn hugsunarhátt en þarna má maður alls ekki fara þangað,“ segir Sigurður Atli að lokum. Sýning hans verður opnuð í Galleríi Laugalæk í dag klukkan fimm. Galleríi Laugalækur er hluti af kaffihúsinu Kaffi Laugalæk.
Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Sjá meira