Norðurlönd = Mannsæmandi störf Formenn norrænna jafnaðarmannaflokka skrifar 19. janúar 2017 07:00 Á óvissutímum bregðumst við við með aukinni samheldni og styrkingu norræna líkansins. Þá þarf að grípa til aðgerða til að tryggja að vel skipulagt atvinnulíf sé hornsteinn samfélagsins. Norræna líkanið hefur með mikilli samheldni gagnast borgurum Norðurlanda áratugum saman. Við höfum náð fram góðri blöndu af skilvirkni, jafnræði, jafnrétti og trausti sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þrátt fyrir að okkar dönsku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku samfélagslíkön séu ólík, byggja þau öll á jafnaðarmannahugsjóninni og eru í raun öll tilbrigði við sama líkanið. Gildin eru þau sömu. Við byggjum öll á frelsi, jafnrétti og bræðralagi og lýðræði, tjáningarfrelsi og reglum réttarríkisins. Grunnstoðirnar þrjár í norræna líkaninu eigum við einnig sameiginlegar: Ábyrga efnahagsstefnu sem byggir á virkri atvinnuþátttöku, gott opinbert velferðarkerfi og, sérstaða Norðurlanda, góður, vel skipulagður og mannsæmandi atvinnumarkaður. Norræna samfélagslíkanið hefur lukkast eins vel og forfeður okkar gátu einungis leyft sér að dreyma um. En þetta vel heppnaða líkan mætir stöðugum ágangi og við þurfum að verja það öllum stundum. Alþjóðleg skipting starfa og alþjóðaviðskipti eru áfram lykilatriði þegar kemur að því að viðhalda atvinnuþátttöku og velferð.Markaðsöflin verði þjónar fólksins Hins vegar verður æ ljósara að alþjóðahnattvæðingin kallar á nýjar aðgerðir. Við viljum tryggja að allir geti nýtt sér þau tækifæri sem alþjóðahnattvæðing býður upp á. Það þarf einbeittan vilja til þess að deila gæðunum réttlátlega í hverju landi og fjárfesta í þekkingu og hæfni fólks. Markaðsöflin eiga að vera þjónar fólksins, ekki húsbændur þess. Þessa þörf sjáum við ekki síst þegar félagsleg undirboð breiðast út á vinnumarkaðnum og ungt fólk fær ekki fasta vinnu. Við ætlum að styrkja pólitíska stöðu okkar á alþjóðavettvangi. Við ætlum að vinna harðar að því að þróun mála í Evrópu og á alþjóðavísu verði friðsamleg, að jafnvægi komist á loftslag í heiminum, að lífsgæði verði jöfnuð og lýðræði tryggt. Hér á Norðurlöndum er aðkallandi að standa vörð um okkar góða vinnumarkað. Að öðrum kosti fer fyrir honum eins og gerst hefur í flestum öðrum löndum; verkalýðshreyfingin veikist, kjör vinnandi fólks rýrna og launamunur verður óásættanlegur. Þetta grefur undan norræna líkaninu eins og það leggur sig. Við viljum að vinnumarkaðurinn byggi á föstum, öruggum og mannsæmandi störfum. Við viljum auka færni fólks, ekki lækka laun þess. Að hluta snýst þetta um baráttuna gegn hægri öflunum í stjórnmálalífinu sem hafa önnur samfélagsleg leiðarljós. Við viljum einnig vinna að ákveðnum aðgerðum á breyttum vinnumarkaði. Þess vegna kynnum við nýtt sameiginlegt verkefni undir heitinu „Vinnumarkaður framtíðarinnar“. Þannig viljum við þróa stjórntæki morgundagsins fyrir vinnumarkað sem tekur æ meira mið af aukinni tækni. Að bæta tilveru fólks í gegnum öflugra norrænt samfélagslíkan er á sama tíma það mikilvægasta sem hægt er að gera til þess að sporna gegn auknu lýðskrumi og öfgastefnum. Jafnaðarmannaflokkarnir og verkalýðshreyfingin hafa krafta og getu til þess að bera ríki Norðurlanda fram á við. Það á að styrkja norræna líkanið, en ekki að útrýma því. Þess vegna verðum við að standa saman.Sameiginleg grein í tilefni ársfundar SAMAK 16. til 17. janúar 2017. Þar hittast jafnaðarmannaflokkar og landssamtök launafólks á Norðurlöndum, sjá samak.info.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ÍslandGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ÍslandMette Frederiksen, formaður Socialdemokratiet, DanmörkAntti Rinne, formaður Socialdemokraterna, FinnlandJonas Gahr Støre, formaður Arbeiderpartiet, NoregurStefan Löfven, formaður Socialdemokraterna, SvíþjóðLizette Risgaard, forseti LO, DanmörkJarkko Eloranta, forseti LO, FinnlandGerd Kristiansen, forseti LO, NoregurKarl-Petter Thorwaldsson, forseti LO, Svíþjóð Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Logi Einarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á óvissutímum bregðumst við við með aukinni samheldni og styrkingu norræna líkansins. Þá þarf að grípa til aðgerða til að tryggja að vel skipulagt atvinnulíf sé hornsteinn samfélagsins. Norræna líkanið hefur með mikilli samheldni gagnast borgurum Norðurlanda áratugum saman. Við höfum náð fram góðri blöndu af skilvirkni, jafnræði, jafnrétti og trausti sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þrátt fyrir að okkar dönsku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku samfélagslíkön séu ólík, byggja þau öll á jafnaðarmannahugsjóninni og eru í raun öll tilbrigði við sama líkanið. Gildin eru þau sömu. Við byggjum öll á frelsi, jafnrétti og bræðralagi og lýðræði, tjáningarfrelsi og reglum réttarríkisins. Grunnstoðirnar þrjár í norræna líkaninu eigum við einnig sameiginlegar: Ábyrga efnahagsstefnu sem byggir á virkri atvinnuþátttöku, gott opinbert velferðarkerfi og, sérstaða Norðurlanda, góður, vel skipulagður og mannsæmandi atvinnumarkaður. Norræna samfélagslíkanið hefur lukkast eins vel og forfeður okkar gátu einungis leyft sér að dreyma um. En þetta vel heppnaða líkan mætir stöðugum ágangi og við þurfum að verja það öllum stundum. Alþjóðleg skipting starfa og alþjóðaviðskipti eru áfram lykilatriði þegar kemur að því að viðhalda atvinnuþátttöku og velferð.Markaðsöflin verði þjónar fólksins Hins vegar verður æ ljósara að alþjóðahnattvæðingin kallar á nýjar aðgerðir. Við viljum tryggja að allir geti nýtt sér þau tækifæri sem alþjóðahnattvæðing býður upp á. Það þarf einbeittan vilja til þess að deila gæðunum réttlátlega í hverju landi og fjárfesta í þekkingu og hæfni fólks. Markaðsöflin eiga að vera þjónar fólksins, ekki húsbændur þess. Þessa þörf sjáum við ekki síst þegar félagsleg undirboð breiðast út á vinnumarkaðnum og ungt fólk fær ekki fasta vinnu. Við ætlum að styrkja pólitíska stöðu okkar á alþjóðavettvangi. Við ætlum að vinna harðar að því að þróun mála í Evrópu og á alþjóðavísu verði friðsamleg, að jafnvægi komist á loftslag í heiminum, að lífsgæði verði jöfnuð og lýðræði tryggt. Hér á Norðurlöndum er aðkallandi að standa vörð um okkar góða vinnumarkað. Að öðrum kosti fer fyrir honum eins og gerst hefur í flestum öðrum löndum; verkalýðshreyfingin veikist, kjör vinnandi fólks rýrna og launamunur verður óásættanlegur. Þetta grefur undan norræna líkaninu eins og það leggur sig. Við viljum að vinnumarkaðurinn byggi á föstum, öruggum og mannsæmandi störfum. Við viljum auka færni fólks, ekki lækka laun þess. Að hluta snýst þetta um baráttuna gegn hægri öflunum í stjórnmálalífinu sem hafa önnur samfélagsleg leiðarljós. Við viljum einnig vinna að ákveðnum aðgerðum á breyttum vinnumarkaði. Þess vegna kynnum við nýtt sameiginlegt verkefni undir heitinu „Vinnumarkaður framtíðarinnar“. Þannig viljum við þróa stjórntæki morgundagsins fyrir vinnumarkað sem tekur æ meira mið af aukinni tækni. Að bæta tilveru fólks í gegnum öflugra norrænt samfélagslíkan er á sama tíma það mikilvægasta sem hægt er að gera til þess að sporna gegn auknu lýðskrumi og öfgastefnum. Jafnaðarmannaflokkarnir og verkalýðshreyfingin hafa krafta og getu til þess að bera ríki Norðurlanda fram á við. Það á að styrkja norræna líkanið, en ekki að útrýma því. Þess vegna verðum við að standa saman.Sameiginleg grein í tilefni ársfundar SAMAK 16. til 17. janúar 2017. Þar hittast jafnaðarmannaflokkar og landssamtök launafólks á Norðurlöndum, sjá samak.info.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ÍslandGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ÍslandMette Frederiksen, formaður Socialdemokratiet, DanmörkAntti Rinne, formaður Socialdemokraterna, FinnlandJonas Gahr Støre, formaður Arbeiderpartiet, NoregurStefan Löfven, formaður Socialdemokraterna, SvíþjóðLizette Risgaard, forseti LO, DanmörkJarkko Eloranta, forseti LO, FinnlandGerd Kristiansen, forseti LO, NoregurKarl-Petter Thorwaldsson, forseti LO, Svíþjóð Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun