Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2017 10:25 Grænlenska fiskitogarans Polar Nanoq er að vænta klukkan 23 í kvöld. Hann mun leggjast að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn, þaðan sem hann fór seint á laugardagskvöld. Þetta staðfestir hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar í samtali við Vísi. Togaranum var snúið við í gær að beiðni lögreglunnar hér á landi. Einn úr áhöfninni hafði tekið rauðan Kia Rio smábíl á leigu en lögreglan hafði lýst eftir ökumanni slíkrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag. Samskonar bíll sást á Laugavegi um það bil sem Birna hvarf og þá sást hann einnig á eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn um svipað leyti og slökkt var handvirkt á farsíma Birnu, en það á að hafa verið gert í Hafnarfirði. Lögregla lagði hald á rauðan Kia Rio við Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu í gær. Lögreglan fullyrðir að enginn um borð hafi réttarstöðu grunaðs manns. Polar Seafood, útgerð togarans, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að engin kæra hafi verið lögð fram gegn skipverjum, og sagðist heita því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. „Íslenska lögreglan hefur nú til rannsóknar hvort einn eða fleiri í áhöfn togarans Polar Nanoq geti veitt upplýsingar um unga konu sem er leitað. Þegar við komumst að því að íslenska lögreglan hefði greint mögulega tengingu milli hvarfs ungu konunnar og togarans Polar Nanoq, sendum við strax boð um að togaranum skyldi snúið aftur til Íslands og settum okkur þegar í samband við yfirvöld. Við komum til með að veita íslenskum yfirvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa þetta sorglega mál. Við áréttum að sem stendur eru engar sannanir fyrir nokkurs konar tengingu og þar af leiðandi hefur engin kæra verið lögð fram á hendur nokkrum í áhöfninni,“ segir í yfirlýsingunni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39 Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Grænlenska fiskitogarans Polar Nanoq er að vænta klukkan 23 í kvöld. Hann mun leggjast að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn, þaðan sem hann fór seint á laugardagskvöld. Þetta staðfestir hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar í samtali við Vísi. Togaranum var snúið við í gær að beiðni lögreglunnar hér á landi. Einn úr áhöfninni hafði tekið rauðan Kia Rio smábíl á leigu en lögreglan hafði lýst eftir ökumanni slíkrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag. Samskonar bíll sást á Laugavegi um það bil sem Birna hvarf og þá sást hann einnig á eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn um svipað leyti og slökkt var handvirkt á farsíma Birnu, en það á að hafa verið gert í Hafnarfirði. Lögregla lagði hald á rauðan Kia Rio við Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu í gær. Lögreglan fullyrðir að enginn um borð hafi réttarstöðu grunaðs manns. Polar Seafood, útgerð togarans, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að engin kæra hafi verið lögð fram gegn skipverjum, og sagðist heita því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. „Íslenska lögreglan hefur nú til rannsóknar hvort einn eða fleiri í áhöfn togarans Polar Nanoq geti veitt upplýsingar um unga konu sem er leitað. Þegar við komumst að því að íslenska lögreglan hefði greint mögulega tengingu milli hvarfs ungu konunnar og togarans Polar Nanoq, sendum við strax boð um að togaranum skyldi snúið aftur til Íslands og settum okkur þegar í samband við yfirvöld. Við komum til með að veita íslenskum yfirvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa þetta sorglega mál. Við áréttum að sem stendur eru engar sannanir fyrir nokkurs konar tengingu og þar af leiðandi hefur engin kæra verið lögð fram á hendur nokkrum í áhöfninni,“ segir í yfirlýsingunni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39 Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39
Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17