Kæra 32 milljóna mat vindmylla við Búrfell Sveinn Arnarsson skrifar 18. janúar 2017 10:00 Landsvirkjun áætlar að byggja 125 vindmyllur við Búrfell. Vísir/Valli Forsvarsmenn Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru mjög ósáttir við hversu lágt fasteignamat hins opinbera er á vindmyllum Landsvirkjunar á Hafinu við Búrfell. Fasteignamat þeirra tilraunamyllna sem hafa framleitt rafmagn frá árinu 2014 er aðeins 32 milljónir. Hefur sveitarfélagið ákveðið að kæra fasteignamatið. „Já, okkur þykir nú þetta fasteignamat heldur lágt. Það skiptir máli fyrir sveitarfélögin í landinu að hafa fasteignamatið á þessum vindmyllum sem réttast. Hér er um miklar tekjur að ræða fyrir sveitarfélögin,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Þetta er í raun angi af stærra máli sem snýr að því hvað er raforkubúnaður og hvað er byggingin sjálf. Eins og í vatnsaflsvirkjunum er aðeins stöðvarhúsið sjálft metið en ekki aðrar byggingar til að mynda.“Landsvirkjun áformar að byggja upp vindmyllugarð á Hafinu við Búrfell, svokallaðan Búrfellslund. Reiknað er með að hámarkshæð þegar spaðar eru í efstu stöðu sé um 150 metrar. Áætlar Landsvirkjun að byggja 125 myllur á svæðinu á næstu árum. Verða 58 þeirra með 3,5 MW aflgetu og 67 þeirra með 3 MW aflgetu. Munu framkvæmdir eiga sér stað í landi Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ljóst er að miklar tekjur geta skapast fyrir sveitarfélagið og vilja Hreppamenn því láta reyna á hvort fasteignamatið, um 32 milljónir króna, sé rétt. Fasteignamat fyrir árið 2017 skal endurspegla staðgreiðsluverð fasteignar í febrúarmánuði árinu áður. Deilt er hins vegar um hvað sé mannvirki og hvað sé búnaður til raforkuframleiðslu. Verði hugmyndir Landsvirkjunar að veruleika gæti Búrfellslundur séð öllum íslenskum heimilum fyrir raforku. Nýtingarhlutfall vindmyllna á Íslandi er í kringum 40 prósent, samanborið við 28 prósent nýtingarhlutfall á heimsvísu. Því er talið ákjósanlegt að virkja vindorku á Íslandi. Búrfellslundur er nú í biðflokki rammaáætlunar en Skipulagsstofnun metur umhverfisáhrif lundarins neikvæðar. „Niðurstöður um mikil umhverfisáhrif gefa, að mati stofnunarinnar, tilefni til að skoða hvort önnur landsvæði henta betur fyrir uppbyggingu af þessu tagi og umfangi,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vindorkugarðurinn kostar þrjátíu og sex milljarða króna Verði hugmyndir Landsvirkjunar að vindorkugarði að veruleika mun kostnaður verkefnisins verða hærri en vatns- eða jarðvarmavirkjunar með sömu framleiðslu. 14. júlí 2014 12:00 Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. 7. október 2016 18:30 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Forsvarsmenn Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru mjög ósáttir við hversu lágt fasteignamat hins opinbera er á vindmyllum Landsvirkjunar á Hafinu við Búrfell. Fasteignamat þeirra tilraunamyllna sem hafa framleitt rafmagn frá árinu 2014 er aðeins 32 milljónir. Hefur sveitarfélagið ákveðið að kæra fasteignamatið. „Já, okkur þykir nú þetta fasteignamat heldur lágt. Það skiptir máli fyrir sveitarfélögin í landinu að hafa fasteignamatið á þessum vindmyllum sem réttast. Hér er um miklar tekjur að ræða fyrir sveitarfélögin,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Þetta er í raun angi af stærra máli sem snýr að því hvað er raforkubúnaður og hvað er byggingin sjálf. Eins og í vatnsaflsvirkjunum er aðeins stöðvarhúsið sjálft metið en ekki aðrar byggingar til að mynda.“Landsvirkjun áformar að byggja upp vindmyllugarð á Hafinu við Búrfell, svokallaðan Búrfellslund. Reiknað er með að hámarkshæð þegar spaðar eru í efstu stöðu sé um 150 metrar. Áætlar Landsvirkjun að byggja 125 myllur á svæðinu á næstu árum. Verða 58 þeirra með 3,5 MW aflgetu og 67 þeirra með 3 MW aflgetu. Munu framkvæmdir eiga sér stað í landi Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ljóst er að miklar tekjur geta skapast fyrir sveitarfélagið og vilja Hreppamenn því láta reyna á hvort fasteignamatið, um 32 milljónir króna, sé rétt. Fasteignamat fyrir árið 2017 skal endurspegla staðgreiðsluverð fasteignar í febrúarmánuði árinu áður. Deilt er hins vegar um hvað sé mannvirki og hvað sé búnaður til raforkuframleiðslu. Verði hugmyndir Landsvirkjunar að veruleika gæti Búrfellslundur séð öllum íslenskum heimilum fyrir raforku. Nýtingarhlutfall vindmyllna á Íslandi er í kringum 40 prósent, samanborið við 28 prósent nýtingarhlutfall á heimsvísu. Því er talið ákjósanlegt að virkja vindorku á Íslandi. Búrfellslundur er nú í biðflokki rammaáætlunar en Skipulagsstofnun metur umhverfisáhrif lundarins neikvæðar. „Niðurstöður um mikil umhverfisáhrif gefa, að mati stofnunarinnar, tilefni til að skoða hvort önnur landsvæði henta betur fyrir uppbyggingu af þessu tagi og umfangi,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vindorkugarðurinn kostar þrjátíu og sex milljarða króna Verði hugmyndir Landsvirkjunar að vindorkugarði að veruleika mun kostnaður verkefnisins verða hærri en vatns- eða jarðvarmavirkjunar með sömu framleiðslu. 14. júlí 2014 12:00 Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. 7. október 2016 18:30 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Vindorkugarðurinn kostar þrjátíu og sex milljarða króna Verði hugmyndir Landsvirkjunar að vindorkugarði að veruleika mun kostnaður verkefnisins verða hærri en vatns- eða jarðvarmavirkjunar með sömu framleiðslu. 14. júlí 2014 12:00
Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. 7. október 2016 18:30