ÍR-ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson setti nýtt Íslandsmet í 300 metra hlaupi í gærkveldi en metið setti hann á Hlaupamóti FRÍ.
Ívar Kristinn bætti fimm ára met Trausta Stefánssonar frá árinu 2012 þegar Ívar kom í mark á 34,38 sekúndum.
Ívar bætti met Trausta um 26 hundraðshluta úr sekúndu. Trausti hljóp á 34,64 sekúndum á MÍ í fjölþraut 14. janúar 2012.
Ívar Kristinn Jasonarson hafði besti hlaupið áður á 34,93 sekúndum 17. desember 2014 en það var á þeim tíma Íslandsmet pilta 22 ára og yngri. Kolbeinn Höður Gunnarsson tók það met af honum í desember 2015.
Ívar Kristinn var í stuði í gær því hann vann einnig 60 metra hlaup karla þegar hann kom í mark á 7,12 sekúndum.
Ívar Kristinn er 24 ára gamall og þessi glæsilegi árangur hjá Ívari lofar góðu fyrir komandi keppnistímabil.
Ívar með Íslandsmet í Höllinni í gær
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn






Fleiri fréttir
