Andvökunætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2017 07:00 Undanfarin misseri hefur mér gengið afleitlega að sofna á kvöldin. Þetta er kannski eðlilegur fylgifiskur hækkandi aldurs. Eða bein afleiðing þess að í skólanum er ekki skyldumæting og ég skrönglast þ.a.l. fram úr um hádegisbil flesta virka daga. Þessi lífsstíll er auðvitað á skjön við fúnkerandi samfélag manna og ef það er til guð eða gáfaður dvergur eða fjörlegt hýbríð manns og geithafurs, sem menn tilbiðja í nafni stundvísi og sjálfsaga, þá er sá að refsa mér. Andvökunæturnar fylgja flestar ákveðinni uppskrift. Fyrst gerir líkamleg óværð vart við sig. Ég bylti mér og verð óþægilega meðvituð um eigin hjartslátt. Og þá, eins og spretthlaupari í rásblokk, tekur heilinn við sér. Hann byrjar að blaða kerfisbundið í formsatriðunum, þessu sem liggur tiltölulega grunnt í skömmustuskúffunni. Að ég hafi skrópað í tannlæknatíma í þrjú ár. Að ég eigi enn eftir að taka bílpróf. Að ég sé enn ekki byrjuð á BA-ritgerð. Hjartslátturinn verður örari. Í takt við hann og þvert á vilja minn fletti ég í gegnum niðurbældustu minningarnar. Ég er 9 ára og stíg óvart í blauta steypu á leiðinni heim úr skólanum og múrararnir taka því sem aðför að öllum löggiltum iðngreinum. Ég renn niður stigann á Prikinu sumarið 2014 og finn hvernig mjöðmin flest út á hverri einustu tröppu og allir viðstaddir fylgjast með. Ég reyni að kyssa sætan strák og hann segir „nei, sorrí“. Þetta er lögmál. Þegar líkaminn þarfnast hvíldarinnar sárast tekur höfuðið upp á því að framleiða, leikstýra og sýna kvikmynd byggða á öllu sem maður þráir heitast að gleyma. Ég stend nú í örvæntingarfullri leit að úrræðum. Hugræn atferlismeðferð kemur til greina. Sem og skurðaðgerð. Eða kannski þarf ég bara að byrja að mæta í skólann.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Undanfarin misseri hefur mér gengið afleitlega að sofna á kvöldin. Þetta er kannski eðlilegur fylgifiskur hækkandi aldurs. Eða bein afleiðing þess að í skólanum er ekki skyldumæting og ég skrönglast þ.a.l. fram úr um hádegisbil flesta virka daga. Þessi lífsstíll er auðvitað á skjön við fúnkerandi samfélag manna og ef það er til guð eða gáfaður dvergur eða fjörlegt hýbríð manns og geithafurs, sem menn tilbiðja í nafni stundvísi og sjálfsaga, þá er sá að refsa mér. Andvökunæturnar fylgja flestar ákveðinni uppskrift. Fyrst gerir líkamleg óværð vart við sig. Ég bylti mér og verð óþægilega meðvituð um eigin hjartslátt. Og þá, eins og spretthlaupari í rásblokk, tekur heilinn við sér. Hann byrjar að blaða kerfisbundið í formsatriðunum, þessu sem liggur tiltölulega grunnt í skömmustuskúffunni. Að ég hafi skrópað í tannlæknatíma í þrjú ár. Að ég eigi enn eftir að taka bílpróf. Að ég sé enn ekki byrjuð á BA-ritgerð. Hjartslátturinn verður örari. Í takt við hann og þvert á vilja minn fletti ég í gegnum niðurbældustu minningarnar. Ég er 9 ára og stíg óvart í blauta steypu á leiðinni heim úr skólanum og múrararnir taka því sem aðför að öllum löggiltum iðngreinum. Ég renn niður stigann á Prikinu sumarið 2014 og finn hvernig mjöðmin flest út á hverri einustu tröppu og allir viðstaddir fylgjast með. Ég reyni að kyssa sætan strák og hann segir „nei, sorrí“. Þetta er lögmál. Þegar líkaminn þarfnast hvíldarinnar sárast tekur höfuðið upp á því að framleiða, leikstýra og sýna kvikmynd byggða á öllu sem maður þráir heitast að gleyma. Ég stend nú í örvæntingarfullri leit að úrræðum. Hugræn atferlismeðferð kemur til greina. Sem og skurðaðgerð. Eða kannski þarf ég bara að byrja að mæta í skólann.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun