Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. janúar 2017 10:47 Atburðarás gærdagsins. vísir/Loftmyndir ehf/Garðar Kjartans Skórnir sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi eru í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem leitað er að, notar. Þeir eru jafnframt af sömu tegund og í sama lit og skórnir sem hún var í þegar síðast sást til hennar, en þó er ekki búið að staðfesta að um hennar skó sé að ræða. Rannsókn lögreglu beinist fyrst og fremst að skónum, enda liggja fáar aðrar vísbendingar fyrir á þessum tímapunkti. Málið er skoðað frá öllum hliðum og nú er meðal annars reynt að finna út úr því hvort skónum hafi mögulega verið komið fyrir við höfnina, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er hvort tveggja til rannsóknar, hvort viðkomandi hafi farið úr skónum þarna, ef þetta eru skórnir hennar Birnu, eða hvort þeim hafi verið komið fyrir þarna. En engu að síður er þungamiðjan á þessu svæði núna. Þetta er staðurinn sem við erum að miða við og það verður farið um allt þetta svæði í leitinni, það liggur alveg fyrir,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Björgunarsveitir leita Birnu nú við Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórVonuðust til að einhverjir gæfu sig fram með birtingu myndbandsins Skóparið, sem er af tegundinni Dr. Martens, fannst skammt frá birgðastöð Atlantsolíu við Óseyrabraut, sem er ekki á hinu skilgreinda hafnarsvæði. Að sögn Gríms er nú unnið að því að nálgast myndbandsupptökur úr eftirlitvélum hjá Atlantsolíu, sem og hjá nærliggjandi fyrirtækjum. Aðspurður segir Grímur engan hafa verið yfirheyrðan í tengslum við málið, en að bundnar hafi verið vonir við að einhverjir gætu gefið upplýsingar um ferðir Birnu með birtingu myndbands af henni í gær. Enginn hafi gefið sig fram en að þó hafi fjöldi ábendinga borist. „Einn tilgangur með því að birta myndbandið í gær var að fólkið sem sæi sjálft sig á upptökunni, án þess að aðrir þekktu það, hefðu samband við okkur þannig að við gætum fengið upplýsingar hjá þeim. En við vonumst til þess að það komi í dag.“ Í forgangi að komast inn á Tinder-aðganginn Ökumaður rauðrar Kia Rio bifreiðar hefur heldur ekki gefið sig fram og segir Grímur lögregluna enn reyna að hafa uppi á þeim aðila. Verið sé að vinna úr gögnum frá bílaleigum þessa stundina. Þá segir hann að unnið sé að því að komast inn á samfélagsmiðla Birnu. Lögreglunni hefur þegar tekist að komast inn á Facebook aðgang hennar, en síðustu samskipti sem hún átti í gegnum Facebook voru á fimmtudag. Nú sé reynt að komast inn á stefnumótaforritið Tinder. „Við erum með það í forgangi að reyna að komast inn á það svæði [Tinder],“ segir hann. Forritið er hægt að tengja við Facebook, en að sögn Gríms er það ekki tengt Facebook í tilfelli Birnu. Því þurfi að leita annarra leiða við að komast inn á það. Skipulögð leit að Birnu er nýhafin. Haldið verður áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn og hafa allir viðbragðsaðilar verið kallaðir út; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Halda áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn Leit verður framhaldið um klukkan hálf ellefu. 17. janúar 2017 10:02 Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Fólk var beðið um að yfirgefa svæðið við Kaldársel í Hafnarfirði í kvöld en það taldi að skórinn hefði fundist þar. Svo er þó ekki. 17. janúar 2017 01:09 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Skórnir sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi eru í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem leitað er að, notar. Þeir eru jafnframt af sömu tegund og í sama lit og skórnir sem hún var í þegar síðast sást til hennar, en þó er ekki búið að staðfesta að um hennar skó sé að ræða. Rannsókn lögreglu beinist fyrst og fremst að skónum, enda liggja fáar aðrar vísbendingar fyrir á þessum tímapunkti. Málið er skoðað frá öllum hliðum og nú er meðal annars reynt að finna út úr því hvort skónum hafi mögulega verið komið fyrir við höfnina, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er hvort tveggja til rannsóknar, hvort viðkomandi hafi farið úr skónum þarna, ef þetta eru skórnir hennar Birnu, eða hvort þeim hafi verið komið fyrir þarna. En engu að síður er þungamiðjan á þessu svæði núna. Þetta er staðurinn sem við erum að miða við og það verður farið um allt þetta svæði í leitinni, það liggur alveg fyrir,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Björgunarsveitir leita Birnu nú við Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórVonuðust til að einhverjir gæfu sig fram með birtingu myndbandsins Skóparið, sem er af tegundinni Dr. Martens, fannst skammt frá birgðastöð Atlantsolíu við Óseyrabraut, sem er ekki á hinu skilgreinda hafnarsvæði. Að sögn Gríms er nú unnið að því að nálgast myndbandsupptökur úr eftirlitvélum hjá Atlantsolíu, sem og hjá nærliggjandi fyrirtækjum. Aðspurður segir Grímur engan hafa verið yfirheyrðan í tengslum við málið, en að bundnar hafi verið vonir við að einhverjir gætu gefið upplýsingar um ferðir Birnu með birtingu myndbands af henni í gær. Enginn hafi gefið sig fram en að þó hafi fjöldi ábendinga borist. „Einn tilgangur með því að birta myndbandið í gær var að fólkið sem sæi sjálft sig á upptökunni, án þess að aðrir þekktu það, hefðu samband við okkur þannig að við gætum fengið upplýsingar hjá þeim. En við vonumst til þess að það komi í dag.“ Í forgangi að komast inn á Tinder-aðganginn Ökumaður rauðrar Kia Rio bifreiðar hefur heldur ekki gefið sig fram og segir Grímur lögregluna enn reyna að hafa uppi á þeim aðila. Verið sé að vinna úr gögnum frá bílaleigum þessa stundina. Þá segir hann að unnið sé að því að komast inn á samfélagsmiðla Birnu. Lögreglunni hefur þegar tekist að komast inn á Facebook aðgang hennar, en síðustu samskipti sem hún átti í gegnum Facebook voru á fimmtudag. Nú sé reynt að komast inn á stefnumótaforritið Tinder. „Við erum með það í forgangi að reyna að komast inn á það svæði [Tinder],“ segir hann. Forritið er hægt að tengja við Facebook, en að sögn Gríms er það ekki tengt Facebook í tilfelli Birnu. Því þurfi að leita annarra leiða við að komast inn á það. Skipulögð leit að Birnu er nýhafin. Haldið verður áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn og hafa allir viðbragðsaðilar verið kallaðir út; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Halda áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn Leit verður framhaldið um klukkan hálf ellefu. 17. janúar 2017 10:02 Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Fólk var beðið um að yfirgefa svæðið við Kaldársel í Hafnarfirði í kvöld en það taldi að skórinn hefði fundist þar. Svo er þó ekki. 17. janúar 2017 01:09 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30
Halda áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn Leit verður framhaldið um klukkan hálf ellefu. 17. janúar 2017 10:02
Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Fólk var beðið um að yfirgefa svæðið við Kaldársel í Hafnarfirði í kvöld en það taldi að skórinn hefði fundist þar. Svo er þó ekki. 17. janúar 2017 01:09
Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30