„No comment” Stefán Máni skrifar 17. janúar 2017 07:00 Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum; fjölmiðilinn telur smellina og notar upplýsingarnar til að laða að sér auglýsendur; svona margir heimsækja okkur á dag, á viku, svona margir smella að meðaltali á fréttirnar okkar – þú ættir að auglýsa hjá okkur! Þetta þýðir að fréttaveiturnar eru í samkeppni um lesendur og því skiptir máli að koma reglulega með nýjar fréttir, og helst eitthvað sem við lesendur smellum á. Svona varð smellbeitan til (e. clickbait), þ.e. við erum ginnt til að smella á frétt með krassandi eða misvísandi fyrirsögn og/eða innihaldi sem stuðar, hneykslar eða fær okkur til að gráta, hlæja eða hoppa hæð okkar af reiði. Þetta veldur því að fjölmiðlar verða sífellt útþynntari, innihaldsrýrari og óábyrgari í fréttamati og umfjöllun. Það sem vekur mest viðbrögð er í forgangi. Það sem er skynsamlegt eða rétt er aukaatriði. Þeir sem rífa mest kjaft fá mesta umfjöllun, og enda svo kannski sem forsetar í mesta stórveldi á Vesturlöndum. Þessi smellubeitarmennska er skiljanleg en óþolandi, og hún skemmir þessa sömu vefi sem og alla umræðu og þar með þjóðfélagið. Þetta mun væntanlega ekkert breytast, því miður. Æsifréttamennskan er komin til að vera. Það sem við sem lesum getum gert er að hætta að smella á æsifréttir, og/eða taka frekar skjáskot og deila því heldur en að deila netslóðinni sjálfri. Fækkum smellunum! En svo eru það kommentakerfin við fréttirnar. Hvers vegna í ósköpunum er þetta fyrirbæri til? Hver er tilgangurinn með því að hafa opinn aðgang að jafnstórum vettvangi og þessir fréttamiðlar eru? Staðreyndin er sú að það er háværasta, frekasta, sjálfumglaðasta, þröngsýnasta og verst innrætta fólkið sem hefur ríkustu tjáningarþörfina og hefur sig mest í frammi. Á þessum blessuðu þráðum er lítið annað að finna en rógburð, alhæfingar, rangfærslur, ærumeiðingar, lygar, misskilning, hatur og heimsku. Og þó að allir séu ekki svona ömurlegir, hvaða tilgangi þjóna einhver komment frá Jóni og Gunnu um að viðkomandi sé sammála eða ósammála eða finnist að þetta sé „ekki frétt“? Ef Jón og Gunna vilja tjá sig þá geta þau bara deilt fréttinni á sinni Facebook-síðu og sagt eitthvað þar. Að loka kommentakerfinu væri ekki árás á tjáningarfrelsi. Það væri eins og að skrúfa fyrir krana sem dælir mengun og sora í annars þokkalega hreint stöðuvatn. Ég veit vel að ég þarf ekki að lesa þessi komment. En þau meiða og særa fólk á hverjum degi. Og fjölmiðlar birta þau og það finnst mér óábyrgt. Fjölmiðlar ættu að axla ábyrgð og loka fyrir hatrið og viðbjóðinn á sínum svæðum. Hvers vegna ættu þeir ekki að gera það? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum; fjölmiðilinn telur smellina og notar upplýsingarnar til að laða að sér auglýsendur; svona margir heimsækja okkur á dag, á viku, svona margir smella að meðaltali á fréttirnar okkar – þú ættir að auglýsa hjá okkur! Þetta þýðir að fréttaveiturnar eru í samkeppni um lesendur og því skiptir máli að koma reglulega með nýjar fréttir, og helst eitthvað sem við lesendur smellum á. Svona varð smellbeitan til (e. clickbait), þ.e. við erum ginnt til að smella á frétt með krassandi eða misvísandi fyrirsögn og/eða innihaldi sem stuðar, hneykslar eða fær okkur til að gráta, hlæja eða hoppa hæð okkar af reiði. Þetta veldur því að fjölmiðlar verða sífellt útþynntari, innihaldsrýrari og óábyrgari í fréttamati og umfjöllun. Það sem vekur mest viðbrögð er í forgangi. Það sem er skynsamlegt eða rétt er aukaatriði. Þeir sem rífa mest kjaft fá mesta umfjöllun, og enda svo kannski sem forsetar í mesta stórveldi á Vesturlöndum. Þessi smellubeitarmennska er skiljanleg en óþolandi, og hún skemmir þessa sömu vefi sem og alla umræðu og þar með þjóðfélagið. Þetta mun væntanlega ekkert breytast, því miður. Æsifréttamennskan er komin til að vera. Það sem við sem lesum getum gert er að hætta að smella á æsifréttir, og/eða taka frekar skjáskot og deila því heldur en að deila netslóðinni sjálfri. Fækkum smellunum! En svo eru það kommentakerfin við fréttirnar. Hvers vegna í ósköpunum er þetta fyrirbæri til? Hver er tilgangurinn með því að hafa opinn aðgang að jafnstórum vettvangi og þessir fréttamiðlar eru? Staðreyndin er sú að það er háværasta, frekasta, sjálfumglaðasta, þröngsýnasta og verst innrætta fólkið sem hefur ríkustu tjáningarþörfina og hefur sig mest í frammi. Á þessum blessuðu þráðum er lítið annað að finna en rógburð, alhæfingar, rangfærslur, ærumeiðingar, lygar, misskilning, hatur og heimsku. Og þó að allir séu ekki svona ömurlegir, hvaða tilgangi þjóna einhver komment frá Jóni og Gunnu um að viðkomandi sé sammála eða ósammála eða finnist að þetta sé „ekki frétt“? Ef Jón og Gunna vilja tjá sig þá geta þau bara deilt fréttinni á sinni Facebook-síðu og sagt eitthvað þar. Að loka kommentakerfinu væri ekki árás á tjáningarfrelsi. Það væri eins og að skrúfa fyrir krana sem dælir mengun og sora í annars þokkalega hreint stöðuvatn. Ég veit vel að ég þarf ekki að lesa þessi komment. En þau meiða og særa fólk á hverjum degi. Og fjölmiðlar birta þau og það finnst mér óábyrgt. Fjölmiðlar ættu að axla ábyrgð og loka fyrir hatrið og viðbjóðinn á sínum svæðum. Hvers vegna ættu þeir ekki að gera það? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun