Bíó og sjónvarp

Yfir fjögur þúsund manns hafa séð Hjartastein: „Viðtökur hafa farið fram úr okkar björtustu vonum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Anton Máni Svansson framleiðandi og Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri og handritshöfundur þegar þeir tóku á móti verðlaunum á kvikmyndahátíð í Póllandi.
Anton Máni Svansson framleiðandi og Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri og handritshöfundur þegar þeir tóku á móti verðlaunum á kvikmyndahátíð í Póllandi.
„Við erum alveg í skýjunum yfir þeim einstöku viðtökum sem myndin hefur fengið. Ég bjóst alveg við  mjög jákvæðum viðbrögðum en þessar viðtökur hafa farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Anton Máni Svansson, einn af framleiðendum, Hjartasteins, eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem var frumsýnd fyrir helgi.

Hjartasteinn fékk mjög góða aðsókn um helgina. Alls sáu 3385 gestir myndina um helgina og með forsýningunni á þriðjudaginn síðastliðinn hafa 4305 séð Hjartastein.

Um er að ræða meiri helgaraðsókn en á opnunarhelgi Hrúta á vormánuðum 2015. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.