Innlent

Viðskiptaráð Íslands gagnrýnir eign borgarinnar á malbikunarstöð

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Reykjavíkurborg á malbikunarstöðina Höfða.
Reykjavíkurborg á malbikunarstöðina Höfða. vísir/vilhelm
Malbikunarstöðin Höfði er að fullu í eigu Reykjavíkurborgar og er stjórn fyrirtækisins pólitískt skipuð.

Viðskiptaráð Íslands hefur birt samantekt á markaðshlutdeild fyrirtækisins. Þar kemur fram að markaðshlutdeild Höfða nam 24% í útboðum Vegagerðarinnar sem er í eigu ríkisins en 73% í útboðum Reykjavíkurborgar. Markaðshlutdeild fyrirtækisins er því þreföld samanborið við önnur verkefni þegar kemur að verkefnum fyrir borgina, eiganda sinn.

Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir að almennt sé æskilegt að hið opinbera sé ekki starfandi á samkeppnismörkuðum nema brýna þörf krefur og að í þessu tilfelli telji ráðið að svo sé ekki enda séu nokkur önnur fyrirtæki sem veita sömu þjónustu.

„Við bendum jafnframt á að ansi mikill munur sé á markaðsstöðu fyrirtækja eftir útboðum Vegagerðarinnar og útboðum Reykjavíkurborgar sem bendir til þess að þátttaka borgarinnar á markaðnum sé að skekkja samkeppnisstöðu og draga úr samkeppni frekar en að virkja hana, sem hefur verið röksemdarfærsla borgarinnar fyrir eignarhaldinuk," segir Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×