Bretar myndu bregðast við með lækkun skatta Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. janúar 2017 07:00 Hammond segir efnahagslífið breytast ef innri markaðurinn lokast. vísir/epa Bretar myndu líða fyrir það ef þeir fengju engan aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins eftir útgöngu úr sambandinu og myndu ekki taka því þegjandi. Þetta segir Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta. Hammond viðurkenndi í samtali við þýskt tímarit að ef þetta yrði að veruleika myndi breskt efnahagslíf skaðast, að minnsta kosti til skamms tíma. Hann segir hins vegar að Bretar gætu lækkað skatta til þess að hvetja fyrirtæki til að flytja starfsemi sína til Bretlands ef Evrópusambandið myndi útiloka Breta frá viðskiptum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, brást við þessum ummælum með því að gefa í skyn að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, væri að undirbúa viðskiptastríð við Evrópusambandið ef hún hefði ekki sitt fram í samningum um útgöngu Breta úr sambandinu. Í viðtali við blaðið Welt am Sonntag sagði Hammond að ríkisstjórnin myndi gera það sem gera þyrfti til þess að tryggja að Bretar væru samkeppnishæfir ef þeir yrðu útilokaðir frá innri markaðnum eftir Brexit. „Við yrðum þá kannski neyddir til þess að breyta efnahagslíkani okkar og við myndum þá breyta því þannig að við myndum halda samkeppnishæfni okkar,“ sagði Hammond.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bretar myndu líða fyrir það ef þeir fengju engan aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins eftir útgöngu úr sambandinu og myndu ekki taka því þegjandi. Þetta segir Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta. Hammond viðurkenndi í samtali við þýskt tímarit að ef þetta yrði að veruleika myndi breskt efnahagslíf skaðast, að minnsta kosti til skamms tíma. Hann segir hins vegar að Bretar gætu lækkað skatta til þess að hvetja fyrirtæki til að flytja starfsemi sína til Bretlands ef Evrópusambandið myndi útiloka Breta frá viðskiptum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, brást við þessum ummælum með því að gefa í skyn að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, væri að undirbúa viðskiptastríð við Evrópusambandið ef hún hefði ekki sitt fram í samningum um útgöngu Breta úr sambandinu. Í viðtali við blaðið Welt am Sonntag sagði Hammond að ríkisstjórnin myndi gera það sem gera þyrfti til þess að tryggja að Bretar væru samkeppnishæfir ef þeir yrðu útilokaðir frá innri markaðnum eftir Brexit. „Við yrðum þá kannski neyddir til þess að breyta efnahagslíkani okkar og við myndum þá breyta því þannig að við myndum halda samkeppnishæfni okkar,“ sagði Hammond.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira