Ég er á góðum stað í lífinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. janúar 2017 06:00 Guðjón Valur fagnar einu fimm marka sinna gegn Spáni. vísir/getty „Nei, ég er ekkert að verða þreyttur á þessu. Ég veit ekki hvernig 37 ára manni á að líða en mér líður mjög vel. Ég hef alltaf sagt að ég hef aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson, sem er að taka þátt á sínu 20. stórmóti sem er auðvitað met. Hann er líka langmarkahæsti leikmaðurinn á HM í Frakklandi. Fyrsta stórmótið var EM í Króatíu árið 2000 og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en Guðjón virðist ekki eldast. Hann er enn fljótastur á vellinum og raðar inn mörkum eins og hann hefur alltaf gert. Hann hreinlega virðist ekki eldast. „Meðan ég er í landsliðinu vil ég sýna ungu mönnunum að það er ekki sjálfsagt. Menn eiga að berjast fyrir sínu sæti. Ég er glaður að spila fyrir landsliðið og leiða liðið út á völlinn á meðan landsliðsþjálfarinn treystir mér fyrir því. Ég held því áfram að gefa kost á mér. Auðvitað hafa komið mót sem voru ekki nógu skemmtileg en það var samt reynsla. Ég er á góðum stað í lífinu. Hamingjusamur og líður vel. Ég er ofsalega glaður að vera hérna.“ Fyrirliðinn tekur sitt hlutverk í liðinu mjög alvarlega og gefur af sér til yngri leikmanna. Miðlar af mestu reynslu í sögu íslenska handboltalandsliðsins. „Það er gaman og gefandi að fá að taka þátt í þessu ferli hjá mörgum mönnum hérna. Að koma hlutverkum yfir á þá og kannski kenna þeim eitthvað í leiðinni. Maður reynir að vanda það sem maður segir við drengina og þeir eru opnir og móttækilegir fyrir því sem við höfum fram að færa. Það er held ég meiri arfleifð sem maður getur skilið eftir heldur en leikir og mörk,“ segir Guðjón en hann gæti nánast verið faðir þeirra yngstu í liðinu. „Ómar Ingi er tveimur árum eldri en elsta dóttir mín og þetta er því sérstakt og gaman. Þetta er gefandi og mér finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Guðjón er að kynnast fullt af nýjum strákum enda flestir sem hafa verið í liðinu síðustu árin hættir í því. Samfélagið hefur mikið breyst síðan Seltirningurinn byrjaði að spila fyrir Ísland og þrátt fyrir alla tæknina þá tala landsliðsstrákarnir enn saman. Það er ekki bara verið að hanga í símanum. „Þegar ég byrjaði í landsliðinu var maður að hringja heim úr hótelsímanum. Það er löngu búið. Ég var 20 ára á fyrsta mótinu og næstyngsti maðurinn var 26 ára. Þar var mikið bil á milli og ég var einn að koma inn. Það hefur ótrúlega mikið breyst á þessum tíma en það lifir alveg að menn tala mikið saman. Áður fyrr voru menn sektaðir fyrir að vera með símann á sér en nú er það alveg í lagi að menn hafi hann við höndina og kíki á hann. Samgangurinn er enn sá sami en við vitum að annað augað hjá mörgum er á símanum en það er ekki á kostnað þess að við tölum ekki saman.“ Það dylst engum hvað Guðjón Valur nýtur þess að spila fyrir landsliðið. Eftir að hafa skorað rúmlega 1.700 mörk fyrir liðið fagnar hann enn mörkum eins og fyrsta markinu. Í leiknum gegn Spánverjum fagnaði hann einu marki með góðu ljónsöskri og sneri í áttina að syni sínum, Jasoni, sem hoppaði hreinlega af kæti í stúkunni. Yndislegt augnablik. Guðjón var í fréttunum fyrir leik er hann ákvað að sýna réttindabaráttu hinsegin fólks stuðning með því að vera með regnbogafánann á skónum sínum. Hann reyndi að vera með regnbogafyrirliðaband ásamt Bjarte Myrhol, fyrirliða Noregs, á EM í Póllandi en þeim var meinað að bera böndin. „Það var smá uppreisnarseggur í mér eftir að hafa verið bannað að nota bandið í fyrra. Mér finnst að allir eigi að hafa sömu möguleika. Ég ákvað að fara þessa leið í því. Ég er samt ekki að leitast eftir því að vera talsmaður fyrir einhverja baráttu en mér finnst sjálfsagt að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Guðjón og neitar því að hann sé að leggja grunninn að frama í pólitík eða einhverju álíka. „Pólitík heillar mig alls ekki. Ég fylgist með henni eins og aðrir. Einhvern veginn veldur hún manni alltaf jafn miklum vonbrigðum. Ég held mig við handboltann. Það kann ég.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
„Nei, ég er ekkert að verða þreyttur á þessu. Ég veit ekki hvernig 37 ára manni á að líða en mér líður mjög vel. Ég hef alltaf sagt að ég hef aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson, sem er að taka þátt á sínu 20. stórmóti sem er auðvitað met. Hann er líka langmarkahæsti leikmaðurinn á HM í Frakklandi. Fyrsta stórmótið var EM í Króatíu árið 2000 og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en Guðjón virðist ekki eldast. Hann er enn fljótastur á vellinum og raðar inn mörkum eins og hann hefur alltaf gert. Hann hreinlega virðist ekki eldast. „Meðan ég er í landsliðinu vil ég sýna ungu mönnunum að það er ekki sjálfsagt. Menn eiga að berjast fyrir sínu sæti. Ég er glaður að spila fyrir landsliðið og leiða liðið út á völlinn á meðan landsliðsþjálfarinn treystir mér fyrir því. Ég held því áfram að gefa kost á mér. Auðvitað hafa komið mót sem voru ekki nógu skemmtileg en það var samt reynsla. Ég er á góðum stað í lífinu. Hamingjusamur og líður vel. Ég er ofsalega glaður að vera hérna.“ Fyrirliðinn tekur sitt hlutverk í liðinu mjög alvarlega og gefur af sér til yngri leikmanna. Miðlar af mestu reynslu í sögu íslenska handboltalandsliðsins. „Það er gaman og gefandi að fá að taka þátt í þessu ferli hjá mörgum mönnum hérna. Að koma hlutverkum yfir á þá og kannski kenna þeim eitthvað í leiðinni. Maður reynir að vanda það sem maður segir við drengina og þeir eru opnir og móttækilegir fyrir því sem við höfum fram að færa. Það er held ég meiri arfleifð sem maður getur skilið eftir heldur en leikir og mörk,“ segir Guðjón en hann gæti nánast verið faðir þeirra yngstu í liðinu. „Ómar Ingi er tveimur árum eldri en elsta dóttir mín og þetta er því sérstakt og gaman. Þetta er gefandi og mér finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Guðjón er að kynnast fullt af nýjum strákum enda flestir sem hafa verið í liðinu síðustu árin hættir í því. Samfélagið hefur mikið breyst síðan Seltirningurinn byrjaði að spila fyrir Ísland og þrátt fyrir alla tæknina þá tala landsliðsstrákarnir enn saman. Það er ekki bara verið að hanga í símanum. „Þegar ég byrjaði í landsliðinu var maður að hringja heim úr hótelsímanum. Það er löngu búið. Ég var 20 ára á fyrsta mótinu og næstyngsti maðurinn var 26 ára. Þar var mikið bil á milli og ég var einn að koma inn. Það hefur ótrúlega mikið breyst á þessum tíma en það lifir alveg að menn tala mikið saman. Áður fyrr voru menn sektaðir fyrir að vera með símann á sér en nú er það alveg í lagi að menn hafi hann við höndina og kíki á hann. Samgangurinn er enn sá sami en við vitum að annað augað hjá mörgum er á símanum en það er ekki á kostnað þess að við tölum ekki saman.“ Það dylst engum hvað Guðjón Valur nýtur þess að spila fyrir landsliðið. Eftir að hafa skorað rúmlega 1.700 mörk fyrir liðið fagnar hann enn mörkum eins og fyrsta markinu. Í leiknum gegn Spánverjum fagnaði hann einu marki með góðu ljónsöskri og sneri í áttina að syni sínum, Jasoni, sem hoppaði hreinlega af kæti í stúkunni. Yndislegt augnablik. Guðjón var í fréttunum fyrir leik er hann ákvað að sýna réttindabaráttu hinsegin fólks stuðning með því að vera með regnbogafánann á skónum sínum. Hann reyndi að vera með regnbogafyrirliðaband ásamt Bjarte Myrhol, fyrirliða Noregs, á EM í Póllandi en þeim var meinað að bera böndin. „Það var smá uppreisnarseggur í mér eftir að hafa verið bannað að nota bandið í fyrra. Mér finnst að allir eigi að hafa sömu möguleika. Ég ákvað að fara þessa leið í því. Ég er samt ekki að leitast eftir því að vera talsmaður fyrir einhverja baráttu en mér finnst sjálfsagt að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Guðjón og neitar því að hann sé að leggja grunninn að frama í pólitík eða einhverju álíka. „Pólitík heillar mig alls ekki. Ég fylgist með henni eins og aðrir. Einhvern veginn veldur hún manni alltaf jafn miklum vonbrigðum. Ég held mig við handboltann. Það kann ég.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða