Þakklát Kvennaathvarfinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 14. janúar 2017 09:00 Ég upplifi þetta hverfi sem öruggt hverfi. Hér er mikið af fjölskyldufólki og hér búa afar mörg börn. Því er alltaf slegið upp í fréttum þegar það kemur eitthvað fyrir í Breiðholtinu en á meðan er lítið fjallað um það góða og uppbyggilega sem gerist hér.“ VIsir/Stefán Anna Lára tekur á móti blaðamanni á heimili sínu í blokk í Fellahverfi í Breiðholti. Það er lykt af pönnukökum í loftinu og grábröndóttur köttur þvælist um fætur hennar. Íbúðin er björt og það er létt yfir henni. „Þær brunnu reyndar við, finnur þú enga brunalykt?“ spyr Anna Lára og segist hafa haft hugann við viðtalið. Hún hefur ekki rætt ítarlega um eigið líf þrátt fyrir að hafa verið í sviðsljósinu. Það skiptir hana máli að koma hreint fram. „Ég vil enga glansmynd,“ útskýrir hún. Í þessari íbúð hefur Anna Lára búið með móður sinni og systrum svo lengi sem hún man eftir sér. Hún man ekki eftir því þegar þær mæðgur flúðu heimilisofbeldi, frá Ísafirði og í skjól í Kvennaathvarfið í Reykjavík. Tímanum þar. Eða eftir því þegar þær fengu aðstoð við að koma sér fyrir á nýjum stað. Í nákvæmlega þessari íbúð. Hún var enda aðeins ársgömul. Anna Lára vakti athygli á aðstæðum sínum í æsku áður en hún hélt utan til þátttöku í keppninni Miss World, sem fór fram í Washington í Bandaríkjunum í desember síðastliðnum og áður en hún fór blés hún til söfnunar til styrktar Kvennaathvarfinu.Stoltar af mömmu Anna Lára á fjórar eldri systur. Tvær eru dætur föður hennar, Svava og Bryndís, og búa í Danmörku og tvær eru dætur móður hennar, Monika og Sandra, og búa á Íslandi. „Það er gott samband á milli mín og systra minna. Þrátt fyrir erfiðleikana þá erum við fjölskylda. Eldri systur mínar muna vel eftir dvölinni í Kvennaathvarfinu og hafa sagt mér sögur. Við erum stoltar af styrk mömmu. Mamma hefur alltaf lagt áherslu á það að við séum sterkar og að styrkurinn komi að innan. Við erum allar mótaðar af þessu. Á góðan hátt tel ég,“ segir hún frá. „Ég fæddist á Ísafirði. Mamma er pólsk og pabbi er íslenskur. Mamma kom til Íslands þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Það er stórt skref fyrir mig að ræða um þessi mál en á sama tíma hef ég þörf fyrir að vera skýr og heiðarleg. Mömmu finnst líka erfitt að opna á þetta. En vonandi hjálpar það einhverjum að ég geti rætt þetta. Ég vona að fólk taki þessu vel. Ég er fyrst núna farin að sætta mig við það hver pabbi er. Að hann sé alkóhólisti. Mamma hlífði mér í uppvextinum fyrir því sem gekk á á heimilinu áður en við fórum í Kvennaathvarfið,“ segir Anna Lára, sem segist samt hafa fundið á sér að ekki væri allt með felldu í sálarlífi föður síns. „Mamma vildi aldrei banna mér að umgangast föður minn og hann hefur aldrei gert mér neitt. En ég fann fyrir óróa nálægt honum, tilfinningu sem mér finnst erfitt að koma í orð. Ég var því ekki mikið með honum, líka af því hann býr á Ísafirði,“ segir Anna Lára.Þakklát Kvennaathvarfinu „Þegar mamma flúði þá hafði hún engan og ekkert hér á Íslandi. Það var enginn sem hjálpaði henni. Ekki einu sinni fjölskylda pabba. Kvennaathvarfið var því eina ráðið og það var heillaskref hjá mömmu að fara þangað. Þar fékk hún mjög mikla aðstoð. Þess vegna er ég þeim ævinlega þakklát og vil gefa til baka af mér til þeirra og samfélagsins,“ segir Anna Lára. Hún segir frá því að hún hafi fengið fjölmörg skilaboð frá konum sem hafa fengið aðstoð í Kvennaathvarfinu. „Ég fæ helst skilaboð frá konum sem eru þakklátar fyrir það að ég sé opinská með þetta. Þær hafa viljað deila því með mér að þær hafi dvalið þarna, en kannski ekki greint nákvæmlega frá reynslu sinni, enda er það mjög erfitt. Mér þykir vænt um þetta.“ Móðir Önnu Láru segir móður sína hafa haldið vel utan um fjölskylduna og líka gefið af sér til samfélagsins. Hún er hennar helsta fyrirmynd. „Mamma er kölluð frú Orlowska og nýtur mikillar virðingar á meðal Íslendinga af pólskum uppruna. Hún vann lengi á Vinnumálastofnun og aðstoðaði oft Pólverja sem voru í vandræðum eða að flytjast hingað. Hér heima var stöðugur gestagangur fólks sem leitaði ráða hjá henni. Líf okkar hefur breyst hægt og rólega,“ útskýrir Anna Lára. „Íbúðin hefur ekki alltaf verið svona,“ segir hún og horfir í kringum sig. „Það er mikið búið að breytast hér. Það komu tímabil þar sem við fundum fyrir skorti. Stundum var ekki til matur í ísskápnum eða peningar fyrir fötum eða tómstundum, en það var nú samt alltaf hægt að redda því. Það er mömmu að þakka. Hún hefur alltaf verið mjög skipulögð, það var hennar mótleikur gegn skortinum. Hún fór til dæmis alltaf á útsölurnar í janúar og skipulagði öll frí til Póllands með árs fyrirvara. Lagði fyrir í langan tíma áður,“ segir Anna Lára og segir ferðirnar til Póllands hafa verið mikilvægar. „Við fórum oft til Póllands á sumrin til að hitta fjölskylduna og þess vegna tala ég ágæta pólsku í dag. Mamma hefur viljað fara oftar seinni árin, hún þolir illa kuldann. það er heitara í Póllandi. Við eigum hús í Póllandi í dag.“Ísland er að breytast Anna Lára er sú fyrsta af erlendum uppruna sem er krýnd ungfrú Ísland og hún er stolt af því. „Fólki finnst það gaman. Að það sé ekki bara þessari dæmigerðu alíslensku fegurð sem er haldið á lofti. Að stúlka af erlendum uppruna sé landkynning. Við erum öll falleg og við erum svo mörg hér á landi af öðrum uppruna sem erum líka Íslendingar. Ég var að minnsta kosti stolt af því að fá að vera fulltrúi Íslands og vera af erlendum uppruna. Mér þykir líka vænt um ættarnafnið mitt og vil halda því á lofti,“ segir Anna Lára sem segir móður sína hafa spurt forráðamenn keppninnar á Íslandi um sigurinn. „Af hverju dóttir mín? spurði mamma og þá sögðu þau henni að það væri minn innri styrkur. Þá varð hún svo stolt því hún veit alveg hvaðan hann kemur,“ segir Anna Lára og brosir.Í Fellahverfi búa fjölmargar þjóðir og fjölmenningin orðin hversdagsleg. „Ísland er að breytast. Ég hef starfað í félagsmiðstöðinni Hundraðogellefu síðastliðin þrjú ár. Ég sótti þessa félagsmiðstöð sjálf sem unglingur. Það er töluvert breytt. Núna eru eiginlega engir alíslenskir krakkar hér. Fjölmenningin er mjög sýnileg.“Fellin fjölskylduhverfi Hún segir Fellahverfið fyrst og fremst fjölskylduhverfi. Það eigi ekki skilið það orðspor sem það hefur fengið á sig í gegnum tíðina. Þar sé ekki meira um afbrot og ofbeldi en í öðrum hverfum borgarinnar þótt margir íbúa séu af öðrum uppruna og hafi ekki jafnmikið á milli handanna og aðrir. „Ég upplifi þetta hverfi sem öruggt hverfi. Hér er mikið af fjölskyldufólki og hér búa afar mörg börn. Því er alltaf slegið upp í fréttum þegar það kemur eitthvað fyrir í Breiðholtinu en á meðan er lítið fjallað um það góða og uppbyggilega sem gerist hér,“ bendir hún á. „Hér í grenndinni er öll þjónusta til staðar, skólar, verslanir og stofnanir. Þetta er gott hverfi og það mætti oftar veita því góða athygli. Ég hef ekki alltaf verið stolt af bakgrunninum. Nökkvi kærastinn minn breytti miklu um það hvernig ég horfi á umhverfið. Hann hefur alltaf staðið mjög þétt við bakið á mér, byggt mig upp. Það skiptir miklu að finna það að einhver hefur svona sterka trú á þér og hann fékk mig til að skilja að það að alast upp hér er hluti af mér sem ég á að vera stolt af.“Vinnur í félagsmiðstöð Anna Lára starfar sem frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni. „Ég er til staðar fyrir unglingana. Mér finnst starfið gefandi og skemmtilegt og finnst alltaf gaman að mæta í vinnuna. Hlakka alltaf til. Ég hef verið með hópastarf fyrir stelpur á aldrinum 13-15 ára og langar að halda því áfram. Þróa það og bjóða upp á námskeið fyrir unga krakka. Ég er mikið að hugsa um það hvað ég vildi sjálf þegar ég var yngri. Þá leitaði ég helst að einhverju sem ég taldi að myndi styrkja mig. Ég held að ég þurfi liðsinni einhvers með þekkingu á sálfræði eða álíka, til að halda áfram að þróa hugmyndina. Mig langar til að ná til krakka sem mæta ekki í félagsmiðstöðvar og krakka utan Breiðholts líka. Ég er með alls konar hugmyndir sem mig langar að fá tækifæri til að útfæra.“ Anna Lára greindi frá því þegar hún tók þátt í Ungfrú Ísland að hún hefði fyrst veigrað sér við þátttöku vegna gagnrýni á keppnina. „Ég ákvað að láta þessa gagnrýni ekki hafa áhrif á mig. Ég ákvað að taka þátt í keppninni til að stíga út fyrir rammann. Mig langaði að ná meira til fólks, afla mér frekari tengsla. Stækka minn heim. Það var tilgangurinn, ég hélt að ég ætti kannski möguleika á að vinna titilinn vinsælasta stúlkan. Sigurinn kom mér mjög á óvart. Eftir keppnina þá er ég að gera eitthvað sem ég gat aldrei ímyndað mér að ég gæti gert. Það er auðveldara fyrir mig að gera hlutina en áður,“ segir Anna Lára. Hún fór til Washington að keppa í Miss World í desember. Fáir vita hversu mikið prógramm bíður keppenda. „Áður en ég fór út þá talaði ég við Örnu Ýr, fyrrverandi fegurðardrottningu Íslands, og hún sagði mér frá sinni upplifun. Keppnin er hins vegar breytt frá því árinu áður. Takturinn var allur hraðari í þetta sinn.Mikil vinna í Miss World Þegar ég kom út þá fékk ég sjokk. Þetta var svo skrýtið og yfirþyrmandi. Þarna voru 120 stórglæsilegar og eldklárar stelpur og fyrstu dagana var ég óörugg. Ég komst fljótlega að því að flestar þeirra voru í sömu sporum og ég og að hugsa það sama. Það er alltaf ákveðið óöryggi sem fylgir því að takast á við ný verkefni með ókunnugu fólki. Þetta er fyrst og fremst miklu meira og viðameira verkefni en ég held að fólk geri sér grein fyrir,“ segir Anna Lára. „Þetta er svo miklu meira en bara keppni í fegurð. Þetta er verkefni sem stendur yfir í nokkrar vikur og mestur tími okkar fer í að byggja upp verkefni og markmið sem hafa samfélagsleg gildi og koma heiminum til góða. Sumar unnu að því að byggja skóla, ég vann í verkefni mínu tengdu Kvennaathvarfinu. Undirbúningurinn var strangur en lærdómsríkur. Og keppniskvöldið var skemmtilegt. Ég var ekki stressuð en stolt af verkum mínum og frammistöðu. En sýningin, í mínum huga er hún aukaatriði.“Án tilstands Hún leyfði fólki að fylgjast með sér á samfélagsmiðlum á tímabilinu og gætti þess að sýna allar hliðar lífsins. „Ég set ekki upp glansmynd. Ég vildi sýna allt. Þegar ég var þreytt, pirruð eða sár eða nývöknuð. Mér finnst mikilvægt að fólk sé sátt við sig eins og það er. Án farða, án fegrunar og tilstands. Ég vildi sýna fólki það sjálf. Að svona er ég bara þótt ég eins og allir aðrir geti sett á mig farða og tekið þátt í sýningunni mér og öðrum til gamans.“ Anna Lára hefur fengið mörg skilaboð frá ungum konum vegna þessa. „Fólk vill þakka mér fyrir að vera heiðarleg og að búa ekki til einhverja ímynd. Þakkar mér fyrir að vera góð fyrirmynd. Þá finn ég til meiri ábyrgðar. Ég vil sýna fólki að útlitið skiptir ekki máli. Það eru hugsanir okkar og hegðun sem skiptir máli. Hver við erum og hvað við gerum. Mamma kenndi mér það. Og það að elska fólk og sýna því virðingu er það allra mikilvægasta. Það er algjör grundvöllur,“ bætir hún við. Hún ætlar bráðlega að fara í heimsókn í Kvennaathvarfið. „Ég ætla að halda aðeins áfram með verkefnið og hlusta á þær, hvað það er sem gagnast. Mig langar alla vega virkilega til þess að láta gott af mér leiða.“ Húsnæðismarkaðurinn harður fyrir konur sem flýja ofbeldiSigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.Vísir/Pjetur„Það veitir okkur mikla gleði þegar við sjáum að börn sem hafa dvalið hjá okkur láta drauma sína rætast. Verða flott og sterk. Að vita af þeim blómstra er ómetanlegt. Hver sigursaga skiptir máli,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Það að þær mæðgur komust í öruggt húsnæði eftir að hafa flúið heimilisofbeldi skipti miklu máli hvað varðar farsæld þeirra. Sigþrúður segir húsnæðismál eina helstu hindrun í vegi kvenna og barna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi að öðlast betra og öruggara líf. „Þessar konur ættu að vera í algjörum forgangi þegar kemur að velferð og húsnæðismálum. Húsnæðismarkaðurinn hefur harðnað. Framboðið er minna en fyrst og fremst er húsaleigan of há. Þær þurfa að sjá fyrir sér og börnum sínum á einum launum og ná ekki að greiða þessar háu greiðslur og tryggingu líka,“ segir Sigþrúður. Hún segir að vegna úrræðaleysis dvelji konur í lengri tíma með börn sín í Kvennaathvarfinu. „Á síðasta ári dvöldu 200 íbúar, konur og börn, í Kvennaathvarfinu. Sumir íbúa voru hér í meira en hálft ár. Draumur okkar er að það verði til úrræði fyrir þessar konur á húsnæðismarkaði. Millistigshúsnæði þar sem þær geta búið við öryggi, greitt lága húsaleigu í rúmt ár. Þá geta þær safnað krafti og fá tíma til þess að finna eða fá úthlutað húsnæði,“ segir Sigþrúður. Þá hafi há leiga og lítið framboð á húsnæði einnig þær afleiðingar að konur veigri sér við því að slíta ofbeldissambandi. Úrræði í boði gætu verið hvati fyrir konur að slíta slíkum samböndum. „Við höfum aldrei farið af stað með þetta verkefni en vitum af vilja og áhuga yfirvalda. Þetta verður vonandi það næsta sem verður gert í málum kvenna og barna sem verða fyrir heimilisofbeldi.“ Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Anna Lára tekur á móti blaðamanni á heimili sínu í blokk í Fellahverfi í Breiðholti. Það er lykt af pönnukökum í loftinu og grábröndóttur köttur þvælist um fætur hennar. Íbúðin er björt og það er létt yfir henni. „Þær brunnu reyndar við, finnur þú enga brunalykt?“ spyr Anna Lára og segist hafa haft hugann við viðtalið. Hún hefur ekki rætt ítarlega um eigið líf þrátt fyrir að hafa verið í sviðsljósinu. Það skiptir hana máli að koma hreint fram. „Ég vil enga glansmynd,“ útskýrir hún. Í þessari íbúð hefur Anna Lára búið með móður sinni og systrum svo lengi sem hún man eftir sér. Hún man ekki eftir því þegar þær mæðgur flúðu heimilisofbeldi, frá Ísafirði og í skjól í Kvennaathvarfið í Reykjavík. Tímanum þar. Eða eftir því þegar þær fengu aðstoð við að koma sér fyrir á nýjum stað. Í nákvæmlega þessari íbúð. Hún var enda aðeins ársgömul. Anna Lára vakti athygli á aðstæðum sínum í æsku áður en hún hélt utan til þátttöku í keppninni Miss World, sem fór fram í Washington í Bandaríkjunum í desember síðastliðnum og áður en hún fór blés hún til söfnunar til styrktar Kvennaathvarfinu.Stoltar af mömmu Anna Lára á fjórar eldri systur. Tvær eru dætur föður hennar, Svava og Bryndís, og búa í Danmörku og tvær eru dætur móður hennar, Monika og Sandra, og búa á Íslandi. „Það er gott samband á milli mín og systra minna. Þrátt fyrir erfiðleikana þá erum við fjölskylda. Eldri systur mínar muna vel eftir dvölinni í Kvennaathvarfinu og hafa sagt mér sögur. Við erum stoltar af styrk mömmu. Mamma hefur alltaf lagt áherslu á það að við séum sterkar og að styrkurinn komi að innan. Við erum allar mótaðar af þessu. Á góðan hátt tel ég,“ segir hún frá. „Ég fæddist á Ísafirði. Mamma er pólsk og pabbi er íslenskur. Mamma kom til Íslands þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Það er stórt skref fyrir mig að ræða um þessi mál en á sama tíma hef ég þörf fyrir að vera skýr og heiðarleg. Mömmu finnst líka erfitt að opna á þetta. En vonandi hjálpar það einhverjum að ég geti rætt þetta. Ég vona að fólk taki þessu vel. Ég er fyrst núna farin að sætta mig við það hver pabbi er. Að hann sé alkóhólisti. Mamma hlífði mér í uppvextinum fyrir því sem gekk á á heimilinu áður en við fórum í Kvennaathvarfið,“ segir Anna Lára, sem segist samt hafa fundið á sér að ekki væri allt með felldu í sálarlífi föður síns. „Mamma vildi aldrei banna mér að umgangast föður minn og hann hefur aldrei gert mér neitt. En ég fann fyrir óróa nálægt honum, tilfinningu sem mér finnst erfitt að koma í orð. Ég var því ekki mikið með honum, líka af því hann býr á Ísafirði,“ segir Anna Lára.Þakklát Kvennaathvarfinu „Þegar mamma flúði þá hafði hún engan og ekkert hér á Íslandi. Það var enginn sem hjálpaði henni. Ekki einu sinni fjölskylda pabba. Kvennaathvarfið var því eina ráðið og það var heillaskref hjá mömmu að fara þangað. Þar fékk hún mjög mikla aðstoð. Þess vegna er ég þeim ævinlega þakklát og vil gefa til baka af mér til þeirra og samfélagsins,“ segir Anna Lára. Hún segir frá því að hún hafi fengið fjölmörg skilaboð frá konum sem hafa fengið aðstoð í Kvennaathvarfinu. „Ég fæ helst skilaboð frá konum sem eru þakklátar fyrir það að ég sé opinská með þetta. Þær hafa viljað deila því með mér að þær hafi dvalið þarna, en kannski ekki greint nákvæmlega frá reynslu sinni, enda er það mjög erfitt. Mér þykir vænt um þetta.“ Móðir Önnu Láru segir móður sína hafa haldið vel utan um fjölskylduna og líka gefið af sér til samfélagsins. Hún er hennar helsta fyrirmynd. „Mamma er kölluð frú Orlowska og nýtur mikillar virðingar á meðal Íslendinga af pólskum uppruna. Hún vann lengi á Vinnumálastofnun og aðstoðaði oft Pólverja sem voru í vandræðum eða að flytjast hingað. Hér heima var stöðugur gestagangur fólks sem leitaði ráða hjá henni. Líf okkar hefur breyst hægt og rólega,“ útskýrir Anna Lára. „Íbúðin hefur ekki alltaf verið svona,“ segir hún og horfir í kringum sig. „Það er mikið búið að breytast hér. Það komu tímabil þar sem við fundum fyrir skorti. Stundum var ekki til matur í ísskápnum eða peningar fyrir fötum eða tómstundum, en það var nú samt alltaf hægt að redda því. Það er mömmu að þakka. Hún hefur alltaf verið mjög skipulögð, það var hennar mótleikur gegn skortinum. Hún fór til dæmis alltaf á útsölurnar í janúar og skipulagði öll frí til Póllands með árs fyrirvara. Lagði fyrir í langan tíma áður,“ segir Anna Lára og segir ferðirnar til Póllands hafa verið mikilvægar. „Við fórum oft til Póllands á sumrin til að hitta fjölskylduna og þess vegna tala ég ágæta pólsku í dag. Mamma hefur viljað fara oftar seinni árin, hún þolir illa kuldann. það er heitara í Póllandi. Við eigum hús í Póllandi í dag.“Ísland er að breytast Anna Lára er sú fyrsta af erlendum uppruna sem er krýnd ungfrú Ísland og hún er stolt af því. „Fólki finnst það gaman. Að það sé ekki bara þessari dæmigerðu alíslensku fegurð sem er haldið á lofti. Að stúlka af erlendum uppruna sé landkynning. Við erum öll falleg og við erum svo mörg hér á landi af öðrum uppruna sem erum líka Íslendingar. Ég var að minnsta kosti stolt af því að fá að vera fulltrúi Íslands og vera af erlendum uppruna. Mér þykir líka vænt um ættarnafnið mitt og vil halda því á lofti,“ segir Anna Lára sem segir móður sína hafa spurt forráðamenn keppninnar á Íslandi um sigurinn. „Af hverju dóttir mín? spurði mamma og þá sögðu þau henni að það væri minn innri styrkur. Þá varð hún svo stolt því hún veit alveg hvaðan hann kemur,“ segir Anna Lára og brosir.Í Fellahverfi búa fjölmargar þjóðir og fjölmenningin orðin hversdagsleg. „Ísland er að breytast. Ég hef starfað í félagsmiðstöðinni Hundraðogellefu síðastliðin þrjú ár. Ég sótti þessa félagsmiðstöð sjálf sem unglingur. Það er töluvert breytt. Núna eru eiginlega engir alíslenskir krakkar hér. Fjölmenningin er mjög sýnileg.“Fellin fjölskylduhverfi Hún segir Fellahverfið fyrst og fremst fjölskylduhverfi. Það eigi ekki skilið það orðspor sem það hefur fengið á sig í gegnum tíðina. Þar sé ekki meira um afbrot og ofbeldi en í öðrum hverfum borgarinnar þótt margir íbúa séu af öðrum uppruna og hafi ekki jafnmikið á milli handanna og aðrir. „Ég upplifi þetta hverfi sem öruggt hverfi. Hér er mikið af fjölskyldufólki og hér búa afar mörg börn. Því er alltaf slegið upp í fréttum þegar það kemur eitthvað fyrir í Breiðholtinu en á meðan er lítið fjallað um það góða og uppbyggilega sem gerist hér,“ bendir hún á. „Hér í grenndinni er öll þjónusta til staðar, skólar, verslanir og stofnanir. Þetta er gott hverfi og það mætti oftar veita því góða athygli. Ég hef ekki alltaf verið stolt af bakgrunninum. Nökkvi kærastinn minn breytti miklu um það hvernig ég horfi á umhverfið. Hann hefur alltaf staðið mjög þétt við bakið á mér, byggt mig upp. Það skiptir miklu að finna það að einhver hefur svona sterka trú á þér og hann fékk mig til að skilja að það að alast upp hér er hluti af mér sem ég á að vera stolt af.“Vinnur í félagsmiðstöð Anna Lára starfar sem frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni. „Ég er til staðar fyrir unglingana. Mér finnst starfið gefandi og skemmtilegt og finnst alltaf gaman að mæta í vinnuna. Hlakka alltaf til. Ég hef verið með hópastarf fyrir stelpur á aldrinum 13-15 ára og langar að halda því áfram. Þróa það og bjóða upp á námskeið fyrir unga krakka. Ég er mikið að hugsa um það hvað ég vildi sjálf þegar ég var yngri. Þá leitaði ég helst að einhverju sem ég taldi að myndi styrkja mig. Ég held að ég þurfi liðsinni einhvers með þekkingu á sálfræði eða álíka, til að halda áfram að þróa hugmyndina. Mig langar til að ná til krakka sem mæta ekki í félagsmiðstöðvar og krakka utan Breiðholts líka. Ég er með alls konar hugmyndir sem mig langar að fá tækifæri til að útfæra.“ Anna Lára greindi frá því þegar hún tók þátt í Ungfrú Ísland að hún hefði fyrst veigrað sér við þátttöku vegna gagnrýni á keppnina. „Ég ákvað að láta þessa gagnrýni ekki hafa áhrif á mig. Ég ákvað að taka þátt í keppninni til að stíga út fyrir rammann. Mig langaði að ná meira til fólks, afla mér frekari tengsla. Stækka minn heim. Það var tilgangurinn, ég hélt að ég ætti kannski möguleika á að vinna titilinn vinsælasta stúlkan. Sigurinn kom mér mjög á óvart. Eftir keppnina þá er ég að gera eitthvað sem ég gat aldrei ímyndað mér að ég gæti gert. Það er auðveldara fyrir mig að gera hlutina en áður,“ segir Anna Lára. Hún fór til Washington að keppa í Miss World í desember. Fáir vita hversu mikið prógramm bíður keppenda. „Áður en ég fór út þá talaði ég við Örnu Ýr, fyrrverandi fegurðardrottningu Íslands, og hún sagði mér frá sinni upplifun. Keppnin er hins vegar breytt frá því árinu áður. Takturinn var allur hraðari í þetta sinn.Mikil vinna í Miss World Þegar ég kom út þá fékk ég sjokk. Þetta var svo skrýtið og yfirþyrmandi. Þarna voru 120 stórglæsilegar og eldklárar stelpur og fyrstu dagana var ég óörugg. Ég komst fljótlega að því að flestar þeirra voru í sömu sporum og ég og að hugsa það sama. Það er alltaf ákveðið óöryggi sem fylgir því að takast á við ný verkefni með ókunnugu fólki. Þetta er fyrst og fremst miklu meira og viðameira verkefni en ég held að fólk geri sér grein fyrir,“ segir Anna Lára. „Þetta er svo miklu meira en bara keppni í fegurð. Þetta er verkefni sem stendur yfir í nokkrar vikur og mestur tími okkar fer í að byggja upp verkefni og markmið sem hafa samfélagsleg gildi og koma heiminum til góða. Sumar unnu að því að byggja skóla, ég vann í verkefni mínu tengdu Kvennaathvarfinu. Undirbúningurinn var strangur en lærdómsríkur. Og keppniskvöldið var skemmtilegt. Ég var ekki stressuð en stolt af verkum mínum og frammistöðu. En sýningin, í mínum huga er hún aukaatriði.“Án tilstands Hún leyfði fólki að fylgjast með sér á samfélagsmiðlum á tímabilinu og gætti þess að sýna allar hliðar lífsins. „Ég set ekki upp glansmynd. Ég vildi sýna allt. Þegar ég var þreytt, pirruð eða sár eða nývöknuð. Mér finnst mikilvægt að fólk sé sátt við sig eins og það er. Án farða, án fegrunar og tilstands. Ég vildi sýna fólki það sjálf. Að svona er ég bara þótt ég eins og allir aðrir geti sett á mig farða og tekið þátt í sýningunni mér og öðrum til gamans.“ Anna Lára hefur fengið mörg skilaboð frá ungum konum vegna þessa. „Fólk vill þakka mér fyrir að vera heiðarleg og að búa ekki til einhverja ímynd. Þakkar mér fyrir að vera góð fyrirmynd. Þá finn ég til meiri ábyrgðar. Ég vil sýna fólki að útlitið skiptir ekki máli. Það eru hugsanir okkar og hegðun sem skiptir máli. Hver við erum og hvað við gerum. Mamma kenndi mér það. Og það að elska fólk og sýna því virðingu er það allra mikilvægasta. Það er algjör grundvöllur,“ bætir hún við. Hún ætlar bráðlega að fara í heimsókn í Kvennaathvarfið. „Ég ætla að halda aðeins áfram með verkefnið og hlusta á þær, hvað það er sem gagnast. Mig langar alla vega virkilega til þess að láta gott af mér leiða.“ Húsnæðismarkaðurinn harður fyrir konur sem flýja ofbeldiSigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.Vísir/Pjetur„Það veitir okkur mikla gleði þegar við sjáum að börn sem hafa dvalið hjá okkur láta drauma sína rætast. Verða flott og sterk. Að vita af þeim blómstra er ómetanlegt. Hver sigursaga skiptir máli,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Það að þær mæðgur komust í öruggt húsnæði eftir að hafa flúið heimilisofbeldi skipti miklu máli hvað varðar farsæld þeirra. Sigþrúður segir húsnæðismál eina helstu hindrun í vegi kvenna og barna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi að öðlast betra og öruggara líf. „Þessar konur ættu að vera í algjörum forgangi þegar kemur að velferð og húsnæðismálum. Húsnæðismarkaðurinn hefur harðnað. Framboðið er minna en fyrst og fremst er húsaleigan of há. Þær þurfa að sjá fyrir sér og börnum sínum á einum launum og ná ekki að greiða þessar háu greiðslur og tryggingu líka,“ segir Sigþrúður. Hún segir að vegna úrræðaleysis dvelji konur í lengri tíma með börn sín í Kvennaathvarfinu. „Á síðasta ári dvöldu 200 íbúar, konur og börn, í Kvennaathvarfinu. Sumir íbúa voru hér í meira en hálft ár. Draumur okkar er að það verði til úrræði fyrir þessar konur á húsnæðismarkaði. Millistigshúsnæði þar sem þær geta búið við öryggi, greitt lága húsaleigu í rúmt ár. Þá geta þær safnað krafti og fá tíma til þess að finna eða fá úthlutað húsnæði,“ segir Sigþrúður. Þá hafi há leiga og lítið framboð á húsnæði einnig þær afleiðingar að konur veigri sér við því að slíta ofbeldissambandi. Úrræði í boði gætu verið hvati fyrir konur að slíta slíkum samböndum. „Við höfum aldrei farið af stað með þetta verkefni en vitum af vilja og áhuga yfirvalda. Þetta verður vonandi það næsta sem verður gert í málum kvenna og barna sem verða fyrir heimilisofbeldi.“
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira