Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk þegar Þjóðverjar unnu Ungverja, 27-23, í C-riðli á HM í handbolta í dag.
Gensheimer missti föður sinn á sunnudaginn og kom ekki til Frakklands fyrr en í gær. Það virtist þó hafa lítil áhrif á frammistöðu hornamannsins sem skoraði 13 mörk úr 15 skotum í leiknum í dag.
Þjóðverjar voru með yfirhöndina allan leikinn en Ungverjar komu með kröfugt áhlaup í seinni hálfleik og voru nálægt því að krækja í stig.
Szabolcs Zubai minnkaði muninn í 22-21 þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Þjóðverjar kláruðu leikinn hins vegar með stæl og unnu á endanum fjögurra marka sigur, 27-23.
Næsti leikur strákanna hans Dags Sigurðssonar er gegn Síle á sunnudaginn.
Heiðraði minningu föður síns með 13 mörkum
Tengdar fréttir
Gensheimer kominn til Frakklands: Það hefði pabbi minn viljað
Fyrirliði þýska landsliðsins missti pabba sinn fyrir örfáum dögum síðan.
Fyrirliðinn missti föður sinn: Uwe kemur til baka þegar hann treystir sér
Dagur Sigurðsson segir að hugur hans og allra í þýska landsliðinu í handbolta sé með fyrirliðanum Uwe Gensheimer.