Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. janúar 2017 19:00 Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. Stúlkan sem lést hét Alma Þöll Ólafsdóttir og var átján ára gömul. Slysið átti sér stað norðan við afleggjarann að Bláa lóninu þegar stúlkan var á leið í skólann frá Grindavík. Tveir bílar lentu saman en í hinum bílnum voru tveir kínverskir ferðamenn, karl og kona á þrítugsaldri, á leið í Bláa lónið. Konan var flutt alvarlega slösuð á gjörgæslu en ekki fengust upplýsingar um líðan hennar í dag. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum en að sögn Sveinbjörns Halldórssonar, lögreglufulltrúa, er rannsókn málsins í forgangi hjá lögreglu. Að svo stöddu er talið að stúlkan hafi misst stjórn á bílnum. Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að bærinn hafi margoft og ítrekað óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. „Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að gera eitthvað. Við munum áfram af fullum þunga þrýsta á að úr verði bætt,“ segir Kristín María og bætur við að það sé mikill umferðaþungi á veginum og um hann fari gríðarlegur fjöldi ferðamanna á degi hverjum. „Ég er mjög óhress með viðbrögð Vegagerðarinnar í Fréttablaðinu í morgun. Mér finnst ekki eðlilegt að þessi vegur sé borin saman við annan veg sem hefur líka tekið fjölda mannslífa. Það er ömurlegt að þurfa að búa við þessa hræðslu og ótta að þurfa að fara þennan veg því óhjákvæmilega komumst við ekki hjá þér,“ segir Kristín María. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og íbúi í Grindavík, segir að vegurinn sé einn hættulegasti vegur landsins og vísar í úttekt Eurorap, evrópskrar öryggisúttektar á vegum, frá árinu 2016. Samkvæmt henni er vegurinn bæði á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. „Þá þurfum við að hugsa hvað það er sem orsakar það? Er það það að hann liggur í hrauni og hér er mikill raki í kring þannig að hann er hálli en aðrir vegir, og hann er í hrauni og er hann þá í ójafnvægi og þolir frostið verra? Niðurstaðan er bara sú að það verður að aðskilja akstursstefnur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur útskýrir að umferðin sem fer um veginn sé flókin. Hún saman standi af íbúum, mis vönum ferðamönnum, fólksflutningum, fiskflutningum og gangandi og hjólandi vegfarendum á leið í fjölmennasta ferðamannastað landsins. Þá hafi umferð um veginn aukist um 53 prósent á síðastliðnum fimm árum. Flaggað er í hálfa stöng víða í Grindavík í dag og er mikil sorg í bænum að sögn Kristínar og Vilhjálms. Þau segja að hugur bæjarbúa sé hjá nánustu aðstandendum stúlkunnar. Bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld vegna andláts hennar. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. Stúlkan sem lést hét Alma Þöll Ólafsdóttir og var átján ára gömul. Slysið átti sér stað norðan við afleggjarann að Bláa lóninu þegar stúlkan var á leið í skólann frá Grindavík. Tveir bílar lentu saman en í hinum bílnum voru tveir kínverskir ferðamenn, karl og kona á þrítugsaldri, á leið í Bláa lónið. Konan var flutt alvarlega slösuð á gjörgæslu en ekki fengust upplýsingar um líðan hennar í dag. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum en að sögn Sveinbjörns Halldórssonar, lögreglufulltrúa, er rannsókn málsins í forgangi hjá lögreglu. Að svo stöddu er talið að stúlkan hafi misst stjórn á bílnum. Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að bærinn hafi margoft og ítrekað óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. „Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að gera eitthvað. Við munum áfram af fullum þunga þrýsta á að úr verði bætt,“ segir Kristín María og bætur við að það sé mikill umferðaþungi á veginum og um hann fari gríðarlegur fjöldi ferðamanna á degi hverjum. „Ég er mjög óhress með viðbrögð Vegagerðarinnar í Fréttablaðinu í morgun. Mér finnst ekki eðlilegt að þessi vegur sé borin saman við annan veg sem hefur líka tekið fjölda mannslífa. Það er ömurlegt að þurfa að búa við þessa hræðslu og ótta að þurfa að fara þennan veg því óhjákvæmilega komumst við ekki hjá þér,“ segir Kristín María. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og íbúi í Grindavík, segir að vegurinn sé einn hættulegasti vegur landsins og vísar í úttekt Eurorap, evrópskrar öryggisúttektar á vegum, frá árinu 2016. Samkvæmt henni er vegurinn bæði á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. „Þá þurfum við að hugsa hvað það er sem orsakar það? Er það það að hann liggur í hrauni og hér er mikill raki í kring þannig að hann er hálli en aðrir vegir, og hann er í hrauni og er hann þá í ójafnvægi og þolir frostið verra? Niðurstaðan er bara sú að það verður að aðskilja akstursstefnur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur útskýrir að umferðin sem fer um veginn sé flókin. Hún saman standi af íbúum, mis vönum ferðamönnum, fólksflutningum, fiskflutningum og gangandi og hjólandi vegfarendum á leið í fjölmennasta ferðamannastað landsins. Þá hafi umferð um veginn aukist um 53 prósent á síðastliðnum fimm árum. Flaggað er í hálfa stöng víða í Grindavík í dag og er mikil sorg í bænum að sögn Kristínar og Vilhjálms. Þau segja að hugur bæjarbúa sé hjá nánustu aðstandendum stúlkunnar. Bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld vegna andláts hennar.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira