Erlent

Birtu fyrstu myndskeiðin af nýjasta ísbjarnarhúni dýragarðsins í Berlín

atli ísleifsson skrifar
Hvað á húnninn að heita? Er þetta annar Knútur? Guðni? Ómar? Almenningur hefur verið hvattur til að senda inn tillögur.
Hvað á húnninn að heita? Er þetta annar Knútur? Guðni? Ómar? Almenningur hefur verið hvattur til að senda inn tillögur. Vísir/AFP
Nýr ísbjarnarhúnn kom í heiminn í dýragarðinum í Berlín í desember. Húnninn hefur nú gengist undir sína fyrstu læknisrannsókn þar sem staðfest var að um karldýr sé að ræða. Þá ku heilsa hans vera góð.

Þýskir fjölmiðlar hafa nú sýnt fyrstu myndirnar af húninum sem hefur enn ekki fengið nafn. Almenningur hefur verið hvattur til að senda inn tillögur að nafni.

Móður húnsins, Tonja, var tímabundið haldið frá húninum á meðan dýragarðsstjórinn Andreas Knieriem framkvæmdi rannsóknina sem stóð yfir í um fimm mínútur.

Dýragarðsgestir geta hlakkað til að berja húninn augum frá og með í vor. Ísbirnirnir í dýragarðinum í Berlín hafa oft vakið athygli, enginn þó meira en Knútur sem kom í heiminn í desember 2006. Knútur drapst í mars 2011.

Að neðan má sjá myndskeið sem tekið var við rannsóknina á einu nýjasta dýri dýragarðsins í Berlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×