Kúbverjar sem koma ólöglega til Bandaríkjanna verða sendir aftur heim Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2017 23:55 Barack Obama og Raúl Castro, forseti Kúbu, í Havana í mars í fyrra. vísir/epa Kúbverjar sem munu koma ólöglega til Bandaríkjanna í framtíðinni verða sendir aftur til Kúbu samkvæmt ákvörðun Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Um er ræða algjöra stefnubreytingu þar sem svokölluð „wet foot, dry foot“-stefna hefur verið við lýði í Bandaríkjunum í meira en 20 ár eða allt frá árinu 1995. Stefnubreytingin kemur í kjölfar margra mánaða samningaviðræðna á milli landanna sem miða að því að fá Kúbu til að taka aftur við fólki sem hefur flúið en frá lokum árs 2014 hafa Bandaríkin og Kúba tekið upp breytt og bætt diplómatísk samskipti í smáum skrefum. „Wet foot, dry foot“-stefnan fól það í sér að þeir Kúbverjar flúðu Kúbu, fóru yfir til Bandaríkjanna og komust ólöglega inn til Bandaríkjanna gátu sótt um dvalarleyfi í landinu ári eftir að þeir komu. Ef Kúbverjum á flótta var hins vegar bjargað úr sjónum á milli Kúbu og Bandaríkjanna var farið með þá aftur heim en fyrir 1995 hafði bandaríska strandgæslan bjargað miklum fjölda kúbverska flóttamanna úr sjónum og farið með þá á bandaríska grundu þar sem þeir fengu svo dvalarleyfi ári síðar. Yfirvöld á Kúbu hafa í gegnum tíðina harðlega gagnrýnt þessa frjálslyndu innflytjendastefnu Bandaríkjanna þegar kemur að kúbverskum flóttamönnum og hafa sagt að hún hafi meðal annars ýtt undir spekileka í landinu. Stefnan hefur þó að einhverju leyti einnig gagnast kúbverskum yfirvöldum því þeir sem hafa verið ósáttir við ríkisstjórn Kommúnistaflokksins hafa flúið til Bandaríkjanna og flestir sent peninga til fjölskyldna sinna á Kúbu. Fjallað er um stefnubreytinguna nú á vef Guardian og haft eftir heimildamanni að á seinustu árum hafi flestir flúið frá Kúbu yfir til Bandaríkjanna af efnahagsástæðum eða til að nýta sér þau réttindi sem þeir vita að bíða þeirra hinu megin við hafið. Síðan í október 2012 hafa meira en 118 þúsund Kúbverjar komið til hafnar í Bandaríkjunum. Þá hefur straumur Kúbverja yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó einnig aukist á seinustu árum og á árinu 2016 höfðu saldrei fleiri Kúbverjar komið til Bandaríkjanna yfir landamærin, eða hátt í 50 þúsund manns. Er talið að þessi mikla fjölgun hafi meðal annars ýtt undir stefnubreytinguna sem Obama boðar nú en þess skal getið að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, getur snúið þessari ákvörðun við þegar hann kemur í Hvíta húsið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Fleiri fréttir Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sjá meira
Kúbverjar sem munu koma ólöglega til Bandaríkjanna í framtíðinni verða sendir aftur til Kúbu samkvæmt ákvörðun Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Um er ræða algjöra stefnubreytingu þar sem svokölluð „wet foot, dry foot“-stefna hefur verið við lýði í Bandaríkjunum í meira en 20 ár eða allt frá árinu 1995. Stefnubreytingin kemur í kjölfar margra mánaða samningaviðræðna á milli landanna sem miða að því að fá Kúbu til að taka aftur við fólki sem hefur flúið en frá lokum árs 2014 hafa Bandaríkin og Kúba tekið upp breytt og bætt diplómatísk samskipti í smáum skrefum. „Wet foot, dry foot“-stefnan fól það í sér að þeir Kúbverjar flúðu Kúbu, fóru yfir til Bandaríkjanna og komust ólöglega inn til Bandaríkjanna gátu sótt um dvalarleyfi í landinu ári eftir að þeir komu. Ef Kúbverjum á flótta var hins vegar bjargað úr sjónum á milli Kúbu og Bandaríkjanna var farið með þá aftur heim en fyrir 1995 hafði bandaríska strandgæslan bjargað miklum fjölda kúbverska flóttamanna úr sjónum og farið með þá á bandaríska grundu þar sem þeir fengu svo dvalarleyfi ári síðar. Yfirvöld á Kúbu hafa í gegnum tíðina harðlega gagnrýnt þessa frjálslyndu innflytjendastefnu Bandaríkjanna þegar kemur að kúbverskum flóttamönnum og hafa sagt að hún hafi meðal annars ýtt undir spekileka í landinu. Stefnan hefur þó að einhverju leyti einnig gagnast kúbverskum yfirvöldum því þeir sem hafa verið ósáttir við ríkisstjórn Kommúnistaflokksins hafa flúið til Bandaríkjanna og flestir sent peninga til fjölskyldna sinna á Kúbu. Fjallað er um stefnubreytinguna nú á vef Guardian og haft eftir heimildamanni að á seinustu árum hafi flestir flúið frá Kúbu yfir til Bandaríkjanna af efnahagsástæðum eða til að nýta sér þau réttindi sem þeir vita að bíða þeirra hinu megin við hafið. Síðan í október 2012 hafa meira en 118 þúsund Kúbverjar komið til hafnar í Bandaríkjunum. Þá hefur straumur Kúbverja yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó einnig aukist á seinustu árum og á árinu 2016 höfðu saldrei fleiri Kúbverjar komið til Bandaríkjanna yfir landamærin, eða hátt í 50 þúsund manns. Er talið að þessi mikla fjölgun hafi meðal annars ýtt undir stefnubreytinguna sem Obama boðar nú en þess skal getið að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, getur snúið þessari ákvörðun við þegar hann kemur í Hvíta húsið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Fleiri fréttir Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sjá meira