Einar: Vona að liðið sýni mikinn karakter Arnar Björnsson skrifar 12. janúar 2017 15:00 Það mæðir mikið á framkvæmdastjóra HSÍ, Einari Þorvarðarsyni. Hann er nú á enn einu stórmótinu og hefur reynt þetta allt - leikmaður, þjálfari og framkvæmdastjóri. Einar fór á sitt fyrsta heimsmeistaramót árið 1981. „Ég man vel eftir fyrsta mótinu sem var hérna í Frakklandi líka. Það var B-keppni en það gekk ekki nógu vel við lentum í 11. eða 12. sæti. Öll mót hafa sína sérstöðu,“ segir Einar en hvernig leggst þetta mót í hann? „Þetta leggst alveg þokkalega í mig. Við vissum það fyrir mót að þetta yrði svolítið brött brekka. Við erum að endurnýja liðið. Nýir og ferskir menn eru að koma inn núna og það er alltaf dálítið erfitt. En þeir sýndu nokkuð góða frammistöðu í þessum leikjum á æfingamótinu í Danmörku. Ég er bara nokkuð bjartsýnn. Ég vona að liðið sýni mikinn karakter og berjist fyrir þessu lífi sínu hérna í þessu móti. Það er það fyrsta sem ég vil fá að sjá.“ Nú hefur umfjöllun um landsliðið oft verið meiri og menn oftar en ekki að fara á límingunum á þessum tíma en umræðan virðist vera í rólegri kantinum núna. „Það má kannski segja það. Þetta er svolítið venjulegt því við erum á stórmóti á hverju einasta ári. Kannski eru ekki jafn miklar væntingar út af nýrri kynslóð sem er að koma inn í landsliðið. Þess vegna er það ekkert skrýtið. Menn þurfa alltaf að vinna sig inn aftur og við erum núna á þeirri leið.“ Heldurðu að þetta eigi eftir að vera erfið keppni fyrir strákana okkar og að við eigum eftir að lenda í basli? „Ég er viss um það að þetta verður erfitt. En ef þú sérð leikmennina standa vel saman og berjast í hverjum einasta leik þá getur þú í raun ekki farið fram á meira. Ef getan er ekki næg þá fá menn þroska hérna og verða betri í framtíðinni.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Skólakrakkar í meirihluta áhorfenda Það er oft erfitt að fá áhorfendur á völlinn á HM og sérstaklega í þeim leikjum sem fara fram um miðjan dag. 12. janúar 2017 14:30 HM-pistill: Hvaða lag mun drengjakór Geirs syngja? Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega. 12. janúar 2017 07:00 HM í dag: Arnari og Henry hent út af lestarstöðinni í Metz Það er leikdagur á HM í handbolta og þá fer líka í loftið fyrsti þáttur af HM í dag á Vísi. 12. janúar 2017 10:00 Ólafur: Mæti með kassann úti í þetta verkefni "Við ætlum að ná í úrslit of ná sem bestu út úr þessu móti. Það er spennandi leikur í kvöld við Spánverja og þar ætlum við að ná í tvö stig,“ segir Ólafur Guðmundsson sem verður í stóru hlutverki í kvöld í fjarveru Arons Pálmarssonar. 12. janúar 2017 12:00 Gef ungu drengjunum tækifæri Geir Sveinsson ætlar að nýta þetta tímamótamót hjá handboltalandsliðinu til þess að byggja upp til framtíðar. Kynslóðaskiptin verða nánast kláruð á HM í Frakklandi eftir ótrúleg ár hjá gullaldarlandsliði Íslands. 12. janúar 2017 06:00 Ég gef frá mér orku á vellinum Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hinn magnaða Janus Daða Smárason á HM en hann sýndi í æfingaleikjum fyrir mótið að hann hefur ansi margt fram að færa. Leikmaðurinn er yfirvegaður og ætlar að nýta sín tækifæri vel. 12. janúar 2017 06:30 Guðjón: Ekki slæmt að gera mistök ef menn læra af þeim Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson tekur nú þátt í sínu 20. stórmóti í handbolta. Guðjón Valur lék með Barcelona og hann segir þetta um mótherja kvöldsins. 12. janúar 2017 11:00 Gunnar Steinn: Þurfum að koma þeim á óvart í vörninni Gunnar Steinn Jónsson verður í stærra hlutverki nú þegar Aron Pálmarsson spilar ekki hér í Frakklandi. Hann segist til í slaginn. 12. janúar 2017 14:19 Arnór Þór: Erum að mæta heimsklassaleikmönnum Hornamaðurinn knái Arnór Þór Gunnarsson verður á sínum stað í horninu í kvöld en hvernig ætlar svona lágvaxinn maður að stríða stóru Spánverjunum? 12. janúar 2017 12:59 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Porto lagði Val í Portúgal Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Það mæðir mikið á framkvæmdastjóra HSÍ, Einari Þorvarðarsyni. Hann er nú á enn einu stórmótinu og hefur reynt þetta allt - leikmaður, þjálfari og framkvæmdastjóri. Einar fór á sitt fyrsta heimsmeistaramót árið 1981. „Ég man vel eftir fyrsta mótinu sem var hérna í Frakklandi líka. Það var B-keppni en það gekk ekki nógu vel við lentum í 11. eða 12. sæti. Öll mót hafa sína sérstöðu,“ segir Einar en hvernig leggst þetta mót í hann? „Þetta leggst alveg þokkalega í mig. Við vissum það fyrir mót að þetta yrði svolítið brött brekka. Við erum að endurnýja liðið. Nýir og ferskir menn eru að koma inn núna og það er alltaf dálítið erfitt. En þeir sýndu nokkuð góða frammistöðu í þessum leikjum á æfingamótinu í Danmörku. Ég er bara nokkuð bjartsýnn. Ég vona að liðið sýni mikinn karakter og berjist fyrir þessu lífi sínu hérna í þessu móti. Það er það fyrsta sem ég vil fá að sjá.“ Nú hefur umfjöllun um landsliðið oft verið meiri og menn oftar en ekki að fara á límingunum á þessum tíma en umræðan virðist vera í rólegri kantinum núna. „Það má kannski segja það. Þetta er svolítið venjulegt því við erum á stórmóti á hverju einasta ári. Kannski eru ekki jafn miklar væntingar út af nýrri kynslóð sem er að koma inn í landsliðið. Þess vegna er það ekkert skrýtið. Menn þurfa alltaf að vinna sig inn aftur og við erum núna á þeirri leið.“ Heldurðu að þetta eigi eftir að vera erfið keppni fyrir strákana okkar og að við eigum eftir að lenda í basli? „Ég er viss um það að þetta verður erfitt. En ef þú sérð leikmennina standa vel saman og berjast í hverjum einasta leik þá getur þú í raun ekki farið fram á meira. Ef getan er ekki næg þá fá menn þroska hérna og verða betri í framtíðinni.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Skólakrakkar í meirihluta áhorfenda Það er oft erfitt að fá áhorfendur á völlinn á HM og sérstaklega í þeim leikjum sem fara fram um miðjan dag. 12. janúar 2017 14:30 HM-pistill: Hvaða lag mun drengjakór Geirs syngja? Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega. 12. janúar 2017 07:00 HM í dag: Arnari og Henry hent út af lestarstöðinni í Metz Það er leikdagur á HM í handbolta og þá fer líka í loftið fyrsti þáttur af HM í dag á Vísi. 12. janúar 2017 10:00 Ólafur: Mæti með kassann úti í þetta verkefni "Við ætlum að ná í úrslit of ná sem bestu út úr þessu móti. Það er spennandi leikur í kvöld við Spánverja og þar ætlum við að ná í tvö stig,“ segir Ólafur Guðmundsson sem verður í stóru hlutverki í kvöld í fjarveru Arons Pálmarssonar. 12. janúar 2017 12:00 Gef ungu drengjunum tækifæri Geir Sveinsson ætlar að nýta þetta tímamótamót hjá handboltalandsliðinu til þess að byggja upp til framtíðar. Kynslóðaskiptin verða nánast kláruð á HM í Frakklandi eftir ótrúleg ár hjá gullaldarlandsliði Íslands. 12. janúar 2017 06:00 Ég gef frá mér orku á vellinum Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hinn magnaða Janus Daða Smárason á HM en hann sýndi í æfingaleikjum fyrir mótið að hann hefur ansi margt fram að færa. Leikmaðurinn er yfirvegaður og ætlar að nýta sín tækifæri vel. 12. janúar 2017 06:30 Guðjón: Ekki slæmt að gera mistök ef menn læra af þeim Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson tekur nú þátt í sínu 20. stórmóti í handbolta. Guðjón Valur lék með Barcelona og hann segir þetta um mótherja kvöldsins. 12. janúar 2017 11:00 Gunnar Steinn: Þurfum að koma þeim á óvart í vörninni Gunnar Steinn Jónsson verður í stærra hlutverki nú þegar Aron Pálmarsson spilar ekki hér í Frakklandi. Hann segist til í slaginn. 12. janúar 2017 14:19 Arnór Þór: Erum að mæta heimsklassaleikmönnum Hornamaðurinn knái Arnór Þór Gunnarsson verður á sínum stað í horninu í kvöld en hvernig ætlar svona lágvaxinn maður að stríða stóru Spánverjunum? 12. janúar 2017 12:59 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Porto lagði Val í Portúgal Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Skólakrakkar í meirihluta áhorfenda Það er oft erfitt að fá áhorfendur á völlinn á HM og sérstaklega í þeim leikjum sem fara fram um miðjan dag. 12. janúar 2017 14:30
HM-pistill: Hvaða lag mun drengjakór Geirs syngja? Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega. 12. janúar 2017 07:00
HM í dag: Arnari og Henry hent út af lestarstöðinni í Metz Það er leikdagur á HM í handbolta og þá fer líka í loftið fyrsti þáttur af HM í dag á Vísi. 12. janúar 2017 10:00
Ólafur: Mæti með kassann úti í þetta verkefni "Við ætlum að ná í úrslit of ná sem bestu út úr þessu móti. Það er spennandi leikur í kvöld við Spánverja og þar ætlum við að ná í tvö stig,“ segir Ólafur Guðmundsson sem verður í stóru hlutverki í kvöld í fjarveru Arons Pálmarssonar. 12. janúar 2017 12:00
Gef ungu drengjunum tækifæri Geir Sveinsson ætlar að nýta þetta tímamótamót hjá handboltalandsliðinu til þess að byggja upp til framtíðar. Kynslóðaskiptin verða nánast kláruð á HM í Frakklandi eftir ótrúleg ár hjá gullaldarlandsliði Íslands. 12. janúar 2017 06:00
Ég gef frá mér orku á vellinum Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hinn magnaða Janus Daða Smárason á HM en hann sýndi í æfingaleikjum fyrir mótið að hann hefur ansi margt fram að færa. Leikmaðurinn er yfirvegaður og ætlar að nýta sín tækifæri vel. 12. janúar 2017 06:30
Guðjón: Ekki slæmt að gera mistök ef menn læra af þeim Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson tekur nú þátt í sínu 20. stórmóti í handbolta. Guðjón Valur lék með Barcelona og hann segir þetta um mótherja kvöldsins. 12. janúar 2017 11:00
Gunnar Steinn: Þurfum að koma þeim á óvart í vörninni Gunnar Steinn Jónsson verður í stærra hlutverki nú þegar Aron Pálmarsson spilar ekki hér í Frakklandi. Hann segist til í slaginn. 12. janúar 2017 14:19
Arnór Þór: Erum að mæta heimsklassaleikmönnum Hornamaðurinn knái Arnór Þór Gunnarsson verður á sínum stað í horninu í kvöld en hvernig ætlar svona lágvaxinn maður að stríða stóru Spánverjunum? 12. janúar 2017 12:59