Nærmynd: Leikarar Skam hafa fengið að kenna á vinsældunum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. janúar 2017 12:30 Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. NRK Norska þáttaröðin Skam hefur heldur betur slegið í gegn, bæði á norðurlöndunum og um allan heim. Þættirnir þykja raunsannir og vegna þess að söguþráðurinn birtist áhorfendum í rauntíma virðist það mörgum erfitt að aðskilja persónurnar frá leikendum. Það er því ekki vitlaust að kynna sér betur leikarana á bakvið vinsældirnar. Vinsamlegast athugir að hér að neðan eru nefnd atriði sem gætu spillt þáttunum fyrir þeim sem ekki hafa séð þá.Isak er leikinn af hinum sautján ára gamla Tarjei Sandvik Moe.NRKIsak Isak, aðalpersóna þriðju þáttaraðar, er leikinn af Tarjei Sandvik Moe. Moe er sautján ára gamall og gengur í Hartvig Nissen menntaskólann í Osló, rétt eins og persónan sem hann leikur. Hann segir þó sjálfur að hann sé mjög ólíkur Isak að flestu leiti. Í viðtali í norska spjallþættinum Skavlan í september 2016 sagði hann að margir rugli þeim saman, og að meira að segja foreldrar hans haldi að þættirnir gefi hárrétta mynd af lífi hans og vina sinna. Isak er fyrsta hlutverk Moe og hefur hann sagt að hann vilji leggja leiklistina fyrir sig. Hann leikur nú í leikritinu What would Jesus do“ þar sem hann leikur kristinn ungling sem byrjar að efast um tilvist Guðs.Noora Josefine Frida Pettersen fer með hlutverk Nooru Amalie Sætre, sem var aðalpersóna annarrar þáttaraðar. Josefine, sem varð fyrst þekkt í Noregi eftir að hún lék í þáttunum Neste sommer, vinnur við símasölu samhliða leiklistinni. Josefine er 20 ára gömul, þremur árum eldri en Noora á að vera. Það eru þó ekki allir sem trúa því og lenti hún í klandri á bar í Noregi þar sem barþjónninn hélt að hún væri í raun Noora og trúði því ekki að hún hefði aldur til að versla áfengi. Áfengiskaupaaldur fyrir bjór og léttvín er 18 ár í Noregi. Þeir sem láta sig dreyma um að ferðast til Noregs og vinna ástir Josefine geta þó gleymt því, kærastinn hennar heitir Torstein Bakke og er hún dugleg að minna Instagram fylgjendur sína á sambandið.Eva Lisa Teige, sem leikur Evu Kviig Mohn, fór í áheyrendaprufur fyrir Skam til að æfa sig og öðlast reynslu og endaði með því að leika aðalhlutverkið í fyrstu þáttaröðinni. Lisa er dansari og segist vilja leggja dansinn fyrir sig og að leiklistin sé skemmtilegt áhugamál. Lisa segist hafa farið í prufur fyrir þættina vegna þess að kennarinn hennar ráðlagði henni það. „Við í dansinum förum gjarnan í áheyrendaprufur af því það er góð æfing, þannig að helmingurinn af hópnum fór,“ sagði hún. Lisa fer nú með hlutverk geðsjúklings í stuttmyndinni Forestillingen.Thomas Hayes leikur hinn dularfulla William.SkjáskotWilliam Thomas Hayes, sem fór með hlutverk hjartaknúsarans ráðvillta William, hefur nú sagt skilið við þættina. Hann fer nú með hlutverk í norsku glæpaþáttunum Elven. William var kannski bara hlutverk, en Hayes virðist þó eiga eitt og annað sameiginlegt með persónunni. Á Instagram síðu hans má nær eingöngu sjá myndir af skemmtanahaldi með stórum strákahópum. Í lokaþætti annarrar þáttaraðar var Marius Borg Høiby með gestahlutverk. Høiby er dóttir Mette-Marit, krónprinsessu Noregs, og eru þeir Hayes miklir félagar og voru meðal annars saman í russehóp. Hlutverkið hefur haft gríðarleg áhrif á líf Hayes. Meðal annars fékk hann handskrifað bréf frá 49 ára gamalli konu sem reyndi að vinna sér ástir hans og svo varð uppþot á russehátíð í Lillehammer og þurfti Thomas að vera með lífverði.Ulrikke Falch fer með hlutverk draumórans Vilde.NRKVilde Ulrikke Falch virðist ekki eiga margt sameiginlegt með hinni skrautlegu Vilde. Þó eiga þær eitt sameiginlegt, en Ulrikke þjáðist einnig af átröskun. Hún var þrettán ára þegar hún veiktist af anórexíu og þegar þrettán ára stúlka í Noregi lést af völdum átröskunar talaði Ulrikke opinberlega um sína reynslu af sjúkdómnum.Á Instagram síðu sinni talar hún mikið um sjálfsást og hvetur fylgjendur sína til að hugsa vel um sjálfa sig. Hún virðist oft eiga meira sameignlegt með hinni pólitísku Nooru, en sveimhuganum Vilde.Sana er leikin af Iman Meskini.NRKSana Töffarinn Sana er leikin af Iman Meskini. Þær eiga það sameignlegt að þær eru báðar múslimatrúar. Sana hefur orðið að fyrirmynd fyrir ungar múslimastúlkur og hefur Iman sagt að henni þyki það frábært. „Það er ástæðan fyrir því að ég tók hlutverkinu í Skam. Við Sana ólumst upp við sivpaðar aðstæður. Mér finnst Sana skemmtileg, en það er ekki ég! Hún er skálduð sögupersóna,“ segir hún. Iman nemur arabísku og mið-austurlandafræði við háskolann í Osló og æfir körfubolta. Tengdar fréttir Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Skam: Endurfæðing Isaks Lokaþáttur þriðju þáttaraðar Skam birtist í gær. Hér er litið yfir farinn veg í þroskasögu Isaks. 17. desember 2016 14:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Norska þáttaröðin Skam hefur heldur betur slegið í gegn, bæði á norðurlöndunum og um allan heim. Þættirnir þykja raunsannir og vegna þess að söguþráðurinn birtist áhorfendum í rauntíma virðist það mörgum erfitt að aðskilja persónurnar frá leikendum. Það er því ekki vitlaust að kynna sér betur leikarana á bakvið vinsældirnar. Vinsamlegast athugir að hér að neðan eru nefnd atriði sem gætu spillt þáttunum fyrir þeim sem ekki hafa séð þá.Isak er leikinn af hinum sautján ára gamla Tarjei Sandvik Moe.NRKIsak Isak, aðalpersóna þriðju þáttaraðar, er leikinn af Tarjei Sandvik Moe. Moe er sautján ára gamall og gengur í Hartvig Nissen menntaskólann í Osló, rétt eins og persónan sem hann leikur. Hann segir þó sjálfur að hann sé mjög ólíkur Isak að flestu leiti. Í viðtali í norska spjallþættinum Skavlan í september 2016 sagði hann að margir rugli þeim saman, og að meira að segja foreldrar hans haldi að þættirnir gefi hárrétta mynd af lífi hans og vina sinna. Isak er fyrsta hlutverk Moe og hefur hann sagt að hann vilji leggja leiklistina fyrir sig. Hann leikur nú í leikritinu What would Jesus do“ þar sem hann leikur kristinn ungling sem byrjar að efast um tilvist Guðs.Noora Josefine Frida Pettersen fer með hlutverk Nooru Amalie Sætre, sem var aðalpersóna annarrar þáttaraðar. Josefine, sem varð fyrst þekkt í Noregi eftir að hún lék í þáttunum Neste sommer, vinnur við símasölu samhliða leiklistinni. Josefine er 20 ára gömul, þremur árum eldri en Noora á að vera. Það eru þó ekki allir sem trúa því og lenti hún í klandri á bar í Noregi þar sem barþjónninn hélt að hún væri í raun Noora og trúði því ekki að hún hefði aldur til að versla áfengi. Áfengiskaupaaldur fyrir bjór og léttvín er 18 ár í Noregi. Þeir sem láta sig dreyma um að ferðast til Noregs og vinna ástir Josefine geta þó gleymt því, kærastinn hennar heitir Torstein Bakke og er hún dugleg að minna Instagram fylgjendur sína á sambandið.Eva Lisa Teige, sem leikur Evu Kviig Mohn, fór í áheyrendaprufur fyrir Skam til að æfa sig og öðlast reynslu og endaði með því að leika aðalhlutverkið í fyrstu þáttaröðinni. Lisa er dansari og segist vilja leggja dansinn fyrir sig og að leiklistin sé skemmtilegt áhugamál. Lisa segist hafa farið í prufur fyrir þættina vegna þess að kennarinn hennar ráðlagði henni það. „Við í dansinum förum gjarnan í áheyrendaprufur af því það er góð æfing, þannig að helmingurinn af hópnum fór,“ sagði hún. Lisa fer nú með hlutverk geðsjúklings í stuttmyndinni Forestillingen.Thomas Hayes leikur hinn dularfulla William.SkjáskotWilliam Thomas Hayes, sem fór með hlutverk hjartaknúsarans ráðvillta William, hefur nú sagt skilið við þættina. Hann fer nú með hlutverk í norsku glæpaþáttunum Elven. William var kannski bara hlutverk, en Hayes virðist þó eiga eitt og annað sameiginlegt með persónunni. Á Instagram síðu hans má nær eingöngu sjá myndir af skemmtanahaldi með stórum strákahópum. Í lokaþætti annarrar þáttaraðar var Marius Borg Høiby með gestahlutverk. Høiby er dóttir Mette-Marit, krónprinsessu Noregs, og eru þeir Hayes miklir félagar og voru meðal annars saman í russehóp. Hlutverkið hefur haft gríðarleg áhrif á líf Hayes. Meðal annars fékk hann handskrifað bréf frá 49 ára gamalli konu sem reyndi að vinna sér ástir hans og svo varð uppþot á russehátíð í Lillehammer og þurfti Thomas að vera með lífverði.Ulrikke Falch fer með hlutverk draumórans Vilde.NRKVilde Ulrikke Falch virðist ekki eiga margt sameiginlegt með hinni skrautlegu Vilde. Þó eiga þær eitt sameiginlegt, en Ulrikke þjáðist einnig af átröskun. Hún var þrettán ára þegar hún veiktist af anórexíu og þegar þrettán ára stúlka í Noregi lést af völdum átröskunar talaði Ulrikke opinberlega um sína reynslu af sjúkdómnum.Á Instagram síðu sinni talar hún mikið um sjálfsást og hvetur fylgjendur sína til að hugsa vel um sjálfa sig. Hún virðist oft eiga meira sameignlegt með hinni pólitísku Nooru, en sveimhuganum Vilde.Sana er leikin af Iman Meskini.NRKSana Töffarinn Sana er leikin af Iman Meskini. Þær eiga það sameignlegt að þær eru báðar múslimatrúar. Sana hefur orðið að fyrirmynd fyrir ungar múslimastúlkur og hefur Iman sagt að henni þyki það frábært. „Það er ástæðan fyrir því að ég tók hlutverkinu í Skam. Við Sana ólumst upp við sivpaðar aðstæður. Mér finnst Sana skemmtileg, en það er ekki ég! Hún er skálduð sögupersóna,“ segir hún. Iman nemur arabísku og mið-austurlandafræði við háskolann í Osló og æfir körfubolta.
Tengdar fréttir Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Skam: Endurfæðing Isaks Lokaþáttur þriðju þáttaraðar Skam birtist í gær. Hér er litið yfir farinn veg í þroskasögu Isaks. 17. desember 2016 14:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04
Skam: Endurfæðing Isaks Lokaþáttur þriðju þáttaraðar Skam birtist í gær. Hér er litið yfir farinn veg í þroskasögu Isaks. 17. desember 2016 14:00