Innlent

Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“

Sveinn Arnarsson skrifar
"Við veitum ekki ívilnanir fyrir mengandi stóriðju, þeim kafla í Íslandssögunni er lokið,“ segir Björt.
"Við veitum ekki ívilnanir fyrir mengandi stóriðju, þeim kafla í Íslandssögunni er lokið,“ segir Björt. Fréttablaðið/Anton brink
Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust.

Thorsil hefur enn ekki fengið starfsleyfi fyrir kísilver í Helguvík en þar er fyrir kísilver United Silicon sem hefur verið gagnrýnt fyrir mengun.

Björt segir tíma mengandi stóriðju liðinn. „Ég er ekki hrifin af kísilverum þar sem þau menga mjög mikið. Ég skil ekki að þeim hafi á sínum tíma verið gefið grænt ljós í gegnum fjárfestingarsamninga af þáverandi stjórnvöldum. Ég verð hins vegar að virða stjórnskipan landsins,“ segir Björt.

„Ég mun aftur á móti ekki taka svona ákvarðanir og við í þessari ríkisstjórn, eins og kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Við veitum ekki ívilnanir fyrir mengandi stóriðju, þeim kafla í Íslandssögunni er lokið.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×