Umfjöllun: Snæfell - Skallagrímur 67-80 | Borgnesingar upp fyrir meistarana Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 11. janúar 2017 22:30 Tavelyn Tillmann var stigahæst í liði Skallagríms. Vísir/Ernir Skallagrímur vann Snæfell 67-80 í baráttunni um Vesturlandið í Íþróttamiðstöð Stykkishólms í kvöld. Með sigrinum jöfnuðu Borgnesingar Keflavík, topplið deildarinnar, að stigum en Snæfell færðist niður um eitt sæti og er nú í þriðja sæti Domino's-deildarinnar. Leikurinn hófst af krafti af hálfu beggja liða. Eftir skamma stund tóku gestirnir þó völdin á vellinum og byrjuðu að byggja upp forskot sem átti eftir að endast meiri eða minna út allan leikinn. Heimastúlkum gekk afar illa að koma boltanum í körfuna og nýttu Skallagrímskonur sér það ásamt því að halda áfram að skapa sér góð færi. Borgnesingar lögðu grunnin að sigrinum því í upphafi leiks og sýndu á heildina litið töluvert skilvirkari frammistöðu en Snæfell. Þrátt fyrir stakar tilraunir Snæfells í seinni leikhlutum virtust þær aldrei geta komið Skallagrími úr jafnvægi. Borgnesingar áttu svör við öllum útspilum Snæfells sem fundu aldrei réttan takt í kvöld. Skallagrímur setti Snæfell í frekar óvenjulega stöðu með því að stjórna leiknum eins og raun bar vitni en heimamenn hafa ekki oft þurft að elta önnur lið með þeim hætti eins og þær þurftu að gera í kvöld. Um er að ræða mikilvægan sigur fyrir Skallagrím sem ætlar sér greinilega að keppa um deildarmeistaratitilinn í ár.Afhverju vann Skallagrímur? Óhætt er að fullyrða að sterkari aðilinn hafi unnið í kvöld. Í stuttu máli skóp liðsheild Skallagríms sigurinn en jafnframt má færa rök fyrir því að slæm skotnýting heimamanna í upphafi leiks hafi hjálpað Skallagrími töluvert. Borgnesingar voru með sjálfstraustið í lagi og skiluðu allir leikmenn sínu hlutverki með sóma. Spilamennskan einkenndist af skynsemi og settu Skallagrímskonur mikilvæg skot á háréttum tíma, þ.e.a.s. í hvert einasta skipti sem Snæfellskonur gerðu sig líklegar til að hrökkva í gang.Bestu menn vallarins: Tavelyn Tillmann átti fínan leik fyrir Skallagrím og endaði með að skora 26 stig, Hún var með 100% skotnýtingu frá vítalínuni og var á heildina litið fagmannleg í öllu því sem hún gerði. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sýndi og sannaði enn og aftur getu sína en hún steig upp á mikilvægum augnablikum til að stöðva áhlaup Snæfells. Sigrún endaði með að skora 18 stig og 16 fráköst. Hjá Snæfelli var Aaryn Ellenberg-Wiley stiga- og frákastahæst en framlag annara leikmanna var undir meðallagi.Tölfræði sem vakti athygli: Skotnýting Snæfells var óvenju slæm í upphafi leiks en eftir fyrsta leikhlutan voru heimamenn einungis búnir að skora úr u.þ.b. 21% af skotunum sínum. Skallagrímskonur voru aftur á móti með 75% þriggja stiga nýtingu í upphafi leiks. Vítaskotin voru einnig að rata rétta leið hjá Skallagrími en þær enduðu með að skora úr 82% af vítalínuni.Snæfell-Skallagrímur 67-80 (18-24, 10-17, 18-18, 21-21)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 24/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 0/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 26/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/16 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 11/6 fráköst, Fanney Lind Tomas 9, Ragnheiður Benónísdóttir 7/9 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Skallagrímur vann Snæfell 67-80 í baráttunni um Vesturlandið í Íþróttamiðstöð Stykkishólms í kvöld. Með sigrinum jöfnuðu Borgnesingar Keflavík, topplið deildarinnar, að stigum en Snæfell færðist niður um eitt sæti og er nú í þriðja sæti Domino's-deildarinnar. Leikurinn hófst af krafti af hálfu beggja liða. Eftir skamma stund tóku gestirnir þó völdin á vellinum og byrjuðu að byggja upp forskot sem átti eftir að endast meiri eða minna út allan leikinn. Heimastúlkum gekk afar illa að koma boltanum í körfuna og nýttu Skallagrímskonur sér það ásamt því að halda áfram að skapa sér góð færi. Borgnesingar lögðu grunnin að sigrinum því í upphafi leiks og sýndu á heildina litið töluvert skilvirkari frammistöðu en Snæfell. Þrátt fyrir stakar tilraunir Snæfells í seinni leikhlutum virtust þær aldrei geta komið Skallagrími úr jafnvægi. Borgnesingar áttu svör við öllum útspilum Snæfells sem fundu aldrei réttan takt í kvöld. Skallagrímur setti Snæfell í frekar óvenjulega stöðu með því að stjórna leiknum eins og raun bar vitni en heimamenn hafa ekki oft þurft að elta önnur lið með þeim hætti eins og þær þurftu að gera í kvöld. Um er að ræða mikilvægan sigur fyrir Skallagrím sem ætlar sér greinilega að keppa um deildarmeistaratitilinn í ár.Afhverju vann Skallagrímur? Óhætt er að fullyrða að sterkari aðilinn hafi unnið í kvöld. Í stuttu máli skóp liðsheild Skallagríms sigurinn en jafnframt má færa rök fyrir því að slæm skotnýting heimamanna í upphafi leiks hafi hjálpað Skallagrími töluvert. Borgnesingar voru með sjálfstraustið í lagi og skiluðu allir leikmenn sínu hlutverki með sóma. Spilamennskan einkenndist af skynsemi og settu Skallagrímskonur mikilvæg skot á háréttum tíma, þ.e.a.s. í hvert einasta skipti sem Snæfellskonur gerðu sig líklegar til að hrökkva í gang.Bestu menn vallarins: Tavelyn Tillmann átti fínan leik fyrir Skallagrím og endaði með að skora 26 stig, Hún var með 100% skotnýtingu frá vítalínuni og var á heildina litið fagmannleg í öllu því sem hún gerði. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sýndi og sannaði enn og aftur getu sína en hún steig upp á mikilvægum augnablikum til að stöðva áhlaup Snæfells. Sigrún endaði með að skora 18 stig og 16 fráköst. Hjá Snæfelli var Aaryn Ellenberg-Wiley stiga- og frákastahæst en framlag annara leikmanna var undir meðallagi.Tölfræði sem vakti athygli: Skotnýting Snæfells var óvenju slæm í upphafi leiks en eftir fyrsta leikhlutan voru heimamenn einungis búnir að skora úr u.þ.b. 21% af skotunum sínum. Skallagrímskonur voru aftur á móti með 75% þriggja stiga nýtingu í upphafi leiks. Vítaskotin voru einnig að rata rétta leið hjá Skallagrími en þær enduðu með að skora úr 82% af vítalínuni.Snæfell-Skallagrímur 67-80 (18-24, 10-17, 18-18, 21-21)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 24/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 0/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 26/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/16 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 11/6 fráköst, Fanney Lind Tomas 9, Ragnheiður Benónísdóttir 7/9 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti