Af snjóflóðum og sinnuleysi í Bláfjöllum Árni Alfreðsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Ein eftirminnilegasta stund lífs míns varð 26. febrúar 2015. Var á leið niður gamalgróna skíðaleið á Eldborgar/Framsvæðinu þegar snjórinn undir vélsleðanum fór skyndilega á hreyfingu. Það má segja að hálft fjallið hafi komið á eftir mér úr öllum áttum. Líklega kringum 1000 tonn af snjó. Þrátt fyrir að vera í botngjöf á ca. 100 km. hraða niður brekkuna þá var snjóflóðatungan sem kom frá hlið nánast búin að komast í veg fyrir mig. Af því að dæma hefur aðaltunga flóðsins verið nokkrum metrum aftan við mig. Þarna var ég sekúndur frá dauðanum enda flóðið margra metra djúpt. Að fylgjast með flekanum rifna í sundur eins og rennilás og byrja að brotna upp og verða að snjóflóðatungu var óraunveruleg og einstök sjón. Á sama tíma þurfti ég að einbeita mér að akstri sleðans í kappakstri lífs eða dauða. Upplifunin var ógnvekjandi en ákveðinni aðdáun á náttúröflunum skaut líka upp í hugann. Þessar sekúndur voru eins og í „slow motion“. Vélsleðanum var lagt í hinsta sinn í kjölfarið enda hafði beltið slitnað að hluta. Það var reyndar löngu vitað að beltið á helsta öryggis- og sjúkrasleða svæðisins væri ónýtt. Kannski táknrænt fyrir hvar í forgangsröðinni öryggismál eru í Bláfjöllum. Fyrr um morguninn hafði ég lagt til að engin vinna færi fram á Suðursvæðinu, þar sem snjóflóðahætta er hvað mest. A.m.k. meðan hættan væri könnuð. Ekki vildu stjórnendur hlusta og því byrjuðu starfmenn að undirbúa opnun á Suðursvæði líkt og annars staðar á svæðinu í algjöru skyggnisleysi og óvissu eins og svo oft áður. Sjálfur gerðist ég meðvirkur og tók snjóflóðaholu eða próf beint undir helstu hættunni. Brot á grunnreglu snjóathugunarmanna. Og óvirðing við eigið líf. Niðurstöðurnar sendi ég svo Veðurstofunni. Þær voru að talsverð snjóflóðahætta væri. Snjóflóðamat er samt flókið fyrirbæri. Blanda af mælingum og huglægu mati. Þegar skyggni batnaði fór ég um svæðið til að sjá hvort snjóflóð höfðu fallið. Það var þá sem ég lenti í eða kom af stað flóðinu. Þessi atburður breytti svo sem ekki miklu fyrir mig eða skoðun mína á snjóflóðahættu nema sannfæra mig um að þögnin og skilningsleysið á snjóflóðahættu í Bláfjöllum væri eitthvað mjög afbrigðilegt fyrirbæri. En þetta er ekki eina flóðið. Að morgni fyrsta opnunardags 6. des. 2012 féll mjög stórt, þurrt flekaflóð á Suðursvæði Bláfjalla. Seint daginn áður hafði ég lýst áhyggjum af hættunni vegna mikillar snjókomu og vinds. Við litlar sem engar undirtektir yfirmanna. Morguninn eftir í algjöru skyggnisleysi var ljóst að allt fjallið ofan við Suðursvæði, frá Kónginum alveg að Suðurgili hafði farið langt niður í skíðabrekkur. Hér var mjög stórt flóð á ferðinni enda náði hluti þess að stólalyftunni í Suðurgili. Miklu fargi var af mér létt í orðins fyllstu merkingu. Mér leið samt hörmulega þennan dag vitandi að þetta flóð hefði getað farið af stað á öðrum tíma t.d. eftir opnun. Ég reyndi að uppfræða yfirmennina um hvaða ógnar atburður hafði átt sér stað en áhugi var lítill. Spenningurinn var þeim mun meiri að ná að opna skíðasvæðið í fyrsta skipti á vetrinum og baða sig í ljósi fjölmiðla. Lítið skyggni, vont veður og ýtingar troðara eyddu að mestu ummerkjum flóðsins. Og það varð aldrei umræðuefni. Á starfstíma mínum þarna var ég í þeirri undarlegu stöðu að eiga að leggja mat á snjóflóðahættu án þess að hafa mikið meira um hlutina að segja. Yfirmenn í afneitun og ráðþrota undirmaður er ekki heilbrigður félagsskapur. Og enn falla flóðin. Að morgni 27. mars 2014 var ljóst að mjög stórt blautt flekaflóð hafði fallið á Suðursvæðinu. Brotstálið var nokkurra metra þykkt á 4-500 metra kafla. Hugsanlega voru þarna á ferðinni 10 þúsund tonn af blautum snjó sem fóru niður allar brekkur, alveg niður á bílastæði. Fyrsta verk yfirmanna var að fá mat troðaramanna hvað langan tíma tæki að ýta þessu burt svo hægt væri að koma öllum skíðabrekkum í fulla starfsemi aftur. Bláfjöllin eru þekkt óveðursbæli og þar getur úrkoma og vindur verið með ólíkindum. Gríðarleg snjósöfnun getur því átt sér stað ofan við skíðabrekkur og lyftur á stuttum tíma. Þetta er uppskrift að mikilli snjóflóðahættu. Þessu varaði Sigurjón Rist, vatnamælingamaður Veðurstofunnar, við í Þjóðviljanum 1972. Rétt áður en skíðasvæðið tók til starfa. En það þarf ekki einu sinni mikinn snjó til að skapa hættu. Snjóleysisveturinn 2010 var opið í 5 daga. Snjóinn setti niður á stuttum tíma og skafrenningur var alla dagana. Ég hafði áhyggjur. Að tileggjan minni hafði verið reynt að koma af stað snjóflóði með troðara en ekkert gerðist. Yfirmenn töldu reyndar fásinnu að vera almennt að tala um snjóflóðahættu í svona litlum snjó. Það kom þó að því að brettafólk kom óvart af stað snjóflóði rétt sunnan við Kónginn. Á vinsælu utanbrautarsvæði. Flóðið var 130 metra langt, 30 metra breitt og 1,5- 2,5 metri á dýpt. Ekker mál að kafna í slíku. Mikill fjöldi fólks hafði skíðað þarna niður rétt áður en þetta gerðist. Sem sýnir að snjóflóðahætta er lúmskt fyrirbæri. Ætlaði að nota þetta atvik til að koma hreyfingu á snjóflóðamálin og hafði í kjölfarið samband við stofnanir og aðila sem svona mál snýr að. Lýsti ófullnægjandi ástandi öryggismála. Fékk í kjölfarið líka ekkert smá tiltal hjá stjórnendum að dirfast að tala við utanaðkomandi aðila. Slíkt hefði ég ekkert leyfi til að gera. Held eftir á að hyggja að þarna hafi endanlega allur trúnaður fokið burt milli manna og þar með einhver eðlileg þróun í öryggismálum. Skíðasvæði í hinum siðmenntaða hluta heims, þar sem minnsta hætta er á snjóflóðum, hafa venjulega öflugt snjóflóðaeftirlit samhliða aðgerðum. Sprengingar, oftast með dýnamíti eru mikið notaðar bæði til að kanna hættuna, og losna við hana um um leið sé hún fyrir hendi. Þeir sem sjá um snjóflóðamatið halda fund með yfirmönnum sem hlýta undantekningalaust niðurstöðu athugunarmanna um opnun eða lokun svæða. 2010 fékk ég sprengjusveit Landhelgisgæslunnar til að koma og gera tilraunir sem hluti af því að byrja reglubundnar sprengingar á skíðasvæðinu. Sökum andstöðu ákveðinna yfirmanna var sprengjusveitinni snúið við komin hálfa leið í Bláfjöll í sína fyrstu sprengingu. Fullyrt var að sprengingar virkuðu ekkert á „íslenskan“ snjó. Þetta verkefni komst aldrei í gang aftur. Veðurstofa Íslands er m.a. eftirlitsstofnun varðandi snjóflóð og sér um áhættumat fyrir skíðasvæði. Ákveður hvar óhætt telst að hafa skíðasvæði, lyftur, skála og svo framvegis. Stofnunin virðist ekki hafa teljandi áhyggjur af lang stærsta og fjölmennasta skíðasvæði landsins, þrátt fyrir mikla snjóflóðahrinu undanfarin ár. Í þessu skjóli skákaði framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í viðtali í fréttum eftir stóra flóðið í mars 2014. Sagði flóðið hafa komið „alveg á óvart“ því Veðurstofan teldi Bláfjöl „ekki sérstakt snjóflóðahættusvæði“. Skíðasvæðum höfuðborgarinnar hefur fækkað úr þremur í eitt á síðastliðnum árum. Hengilsvæðið horfið, Skálafell opið örfáa daga og grotnar hratt niður. Í raun Bláfjöllin ein eftir í fullri starfsemi. Þar eru þrjú megin skíðasvæði. Þeim er reyndar verið að loka hægt og rólega. Eldborgarsvæðið (Framsvæðið) hefur verið lokað vegna sparnaðar í nokkur ár. Þar eru stór snjóflóð innan sem utan skíðaleiða vel þekkt. Suðursvæðið er opið síðla dags aðallega fyrir æfinga- og keppnisfólk. Stólalyftan þar (Gosinn) hefur aðeins verið opin örfáa daga síðastliðin ár. Á Suðursvæðinu er snjóflóðahættan sennilega mest og mest óútreiknanleg. Þar falla stöðugt snjóflóð rétt ofan við skíðaleiðirnar þar sem mikil utanbrautarskíðun á sér stað. Mörg síðastliðin ár hafa fallið mjög stór flóð langt niður í skíðabrekkurnar. Ekki bætir úr skák gríðarlega efnismikil hengja beint yfir svæðinu. 400 metra samfelld sprunga sem stundum myndast innan við hengjubrún hefur líka vakið upp spurningar. Vel mætti réttlæta lokun þessa svæðis meðan ákveðin óvissa ríkir um það. Þá er bara eftir Kóngsgilið sem segja má mjög öruggt. Gallinn er sá að helsta stólalyfta svæðisins, Kóngurinn, veitir aðgang að öllu Suðursvæðinu sem er eftirsótt til utanbrautarskíðunar. Einu aðgerðirnar til að losna við snjóflóðahættu hafa verið að fara með troðara og ýta í hluta af hengjubrúninni á Suðursvæðinu, ef tími gefst til. En troðarar komast bara að á mjög takmörkuðu svæði. Og til þess þarf líka veður og skyggni. Ýtingar hafa því takmarkað gildi. Þær vekja jafnframt upp spurningar. Örfáum dögum fyrir stóra snjóflóðið 2014 hafði verið ýtt í brúnina á Suðursvæðinu með troðara. Ekkert gerðist. Hvort þetta ýti hreinlega undir stærri flóð mætti alveg velta fyrir sér. Snjóflóðin stór og smá á og við skíðasvæðið á 10 ára starfstíma mínum þarna má telja í hundruðum. Ég er furðu lostinn yfir þeim losarabrag sem einkennir allt kringum þetta mikilvæga öryggismál. Áhugaleysi Veðurstofu Íslands gegnum árin hefur einnig komið á óvart. Þetta líkist rússneskri rúllettu í mínum augum. Ég lít svo á að öryggi skíðafólks gagnvart snjóflóðum sé langt frá því að vera tryggt í Bláfjöllum. Þó skíðasvæðið sé lokað t.d. vegna veðurs er oft á tíðum mikill fjöldi skólakrakka í gistingu á svæðinu (skíðaferðalög). Þau valsa um brekkurnar oft í vondum veðrum einmitt þegar hættan er hvað mest. Ég hef ekki orðið var við nein viðvörunarorð né eftirlit með þessum hópum. Skíðasvæðið sjálft og nágrenni þess er líklega eitt fjölsóttasta útivistarsvæði landsins. Öflugt snjóflóðaeftirlit og upplýsingagjöf alla daga ætti að vera eðlilegur hlutur. Og snjóflóðamálin eru ekki eina öryggismálið þar sem pottur er brotinn. Það er engin óskastaða að þurfa að skrifa grein sem þessa. Það er hins vegar ábyrgðarhluti að þegja yfir ástandi sem er algjörlega óviðundandi. Til að setja hlutina í samhengi birti ég myndir af nokkrum snjóflóðum í Bláfjöllum á facebook síðu minni undir myndasöfn/snjóflóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Ein eftirminnilegasta stund lífs míns varð 26. febrúar 2015. Var á leið niður gamalgróna skíðaleið á Eldborgar/Framsvæðinu þegar snjórinn undir vélsleðanum fór skyndilega á hreyfingu. Það má segja að hálft fjallið hafi komið á eftir mér úr öllum áttum. Líklega kringum 1000 tonn af snjó. Þrátt fyrir að vera í botngjöf á ca. 100 km. hraða niður brekkuna þá var snjóflóðatungan sem kom frá hlið nánast búin að komast í veg fyrir mig. Af því að dæma hefur aðaltunga flóðsins verið nokkrum metrum aftan við mig. Þarna var ég sekúndur frá dauðanum enda flóðið margra metra djúpt. Að fylgjast með flekanum rifna í sundur eins og rennilás og byrja að brotna upp og verða að snjóflóðatungu var óraunveruleg og einstök sjón. Á sama tíma þurfti ég að einbeita mér að akstri sleðans í kappakstri lífs eða dauða. Upplifunin var ógnvekjandi en ákveðinni aðdáun á náttúröflunum skaut líka upp í hugann. Þessar sekúndur voru eins og í „slow motion“. Vélsleðanum var lagt í hinsta sinn í kjölfarið enda hafði beltið slitnað að hluta. Það var reyndar löngu vitað að beltið á helsta öryggis- og sjúkrasleða svæðisins væri ónýtt. Kannski táknrænt fyrir hvar í forgangsröðinni öryggismál eru í Bláfjöllum. Fyrr um morguninn hafði ég lagt til að engin vinna færi fram á Suðursvæðinu, þar sem snjóflóðahætta er hvað mest. A.m.k. meðan hættan væri könnuð. Ekki vildu stjórnendur hlusta og því byrjuðu starfmenn að undirbúa opnun á Suðursvæði líkt og annars staðar á svæðinu í algjöru skyggnisleysi og óvissu eins og svo oft áður. Sjálfur gerðist ég meðvirkur og tók snjóflóðaholu eða próf beint undir helstu hættunni. Brot á grunnreglu snjóathugunarmanna. Og óvirðing við eigið líf. Niðurstöðurnar sendi ég svo Veðurstofunni. Þær voru að talsverð snjóflóðahætta væri. Snjóflóðamat er samt flókið fyrirbæri. Blanda af mælingum og huglægu mati. Þegar skyggni batnaði fór ég um svæðið til að sjá hvort snjóflóð höfðu fallið. Það var þá sem ég lenti í eða kom af stað flóðinu. Þessi atburður breytti svo sem ekki miklu fyrir mig eða skoðun mína á snjóflóðahættu nema sannfæra mig um að þögnin og skilningsleysið á snjóflóðahættu í Bláfjöllum væri eitthvað mjög afbrigðilegt fyrirbæri. En þetta er ekki eina flóðið. Að morgni fyrsta opnunardags 6. des. 2012 féll mjög stórt, þurrt flekaflóð á Suðursvæði Bláfjalla. Seint daginn áður hafði ég lýst áhyggjum af hættunni vegna mikillar snjókomu og vinds. Við litlar sem engar undirtektir yfirmanna. Morguninn eftir í algjöru skyggnisleysi var ljóst að allt fjallið ofan við Suðursvæði, frá Kónginum alveg að Suðurgili hafði farið langt niður í skíðabrekkur. Hér var mjög stórt flóð á ferðinni enda náði hluti þess að stólalyftunni í Suðurgili. Miklu fargi var af mér létt í orðins fyllstu merkingu. Mér leið samt hörmulega þennan dag vitandi að þetta flóð hefði getað farið af stað á öðrum tíma t.d. eftir opnun. Ég reyndi að uppfræða yfirmennina um hvaða ógnar atburður hafði átt sér stað en áhugi var lítill. Spenningurinn var þeim mun meiri að ná að opna skíðasvæðið í fyrsta skipti á vetrinum og baða sig í ljósi fjölmiðla. Lítið skyggni, vont veður og ýtingar troðara eyddu að mestu ummerkjum flóðsins. Og það varð aldrei umræðuefni. Á starfstíma mínum þarna var ég í þeirri undarlegu stöðu að eiga að leggja mat á snjóflóðahættu án þess að hafa mikið meira um hlutina að segja. Yfirmenn í afneitun og ráðþrota undirmaður er ekki heilbrigður félagsskapur. Og enn falla flóðin. Að morgni 27. mars 2014 var ljóst að mjög stórt blautt flekaflóð hafði fallið á Suðursvæðinu. Brotstálið var nokkurra metra þykkt á 4-500 metra kafla. Hugsanlega voru þarna á ferðinni 10 þúsund tonn af blautum snjó sem fóru niður allar brekkur, alveg niður á bílastæði. Fyrsta verk yfirmanna var að fá mat troðaramanna hvað langan tíma tæki að ýta þessu burt svo hægt væri að koma öllum skíðabrekkum í fulla starfsemi aftur. Bláfjöllin eru þekkt óveðursbæli og þar getur úrkoma og vindur verið með ólíkindum. Gríðarleg snjósöfnun getur því átt sér stað ofan við skíðabrekkur og lyftur á stuttum tíma. Þetta er uppskrift að mikilli snjóflóðahættu. Þessu varaði Sigurjón Rist, vatnamælingamaður Veðurstofunnar, við í Þjóðviljanum 1972. Rétt áður en skíðasvæðið tók til starfa. En það þarf ekki einu sinni mikinn snjó til að skapa hættu. Snjóleysisveturinn 2010 var opið í 5 daga. Snjóinn setti niður á stuttum tíma og skafrenningur var alla dagana. Ég hafði áhyggjur. Að tileggjan minni hafði verið reynt að koma af stað snjóflóði með troðara en ekkert gerðist. Yfirmenn töldu reyndar fásinnu að vera almennt að tala um snjóflóðahættu í svona litlum snjó. Það kom þó að því að brettafólk kom óvart af stað snjóflóði rétt sunnan við Kónginn. Á vinsælu utanbrautarsvæði. Flóðið var 130 metra langt, 30 metra breitt og 1,5- 2,5 metri á dýpt. Ekker mál að kafna í slíku. Mikill fjöldi fólks hafði skíðað þarna niður rétt áður en þetta gerðist. Sem sýnir að snjóflóðahætta er lúmskt fyrirbæri. Ætlaði að nota þetta atvik til að koma hreyfingu á snjóflóðamálin og hafði í kjölfarið samband við stofnanir og aðila sem svona mál snýr að. Lýsti ófullnægjandi ástandi öryggismála. Fékk í kjölfarið líka ekkert smá tiltal hjá stjórnendum að dirfast að tala við utanaðkomandi aðila. Slíkt hefði ég ekkert leyfi til að gera. Held eftir á að hyggja að þarna hafi endanlega allur trúnaður fokið burt milli manna og þar með einhver eðlileg þróun í öryggismálum. Skíðasvæði í hinum siðmenntaða hluta heims, þar sem minnsta hætta er á snjóflóðum, hafa venjulega öflugt snjóflóðaeftirlit samhliða aðgerðum. Sprengingar, oftast með dýnamíti eru mikið notaðar bæði til að kanna hættuna, og losna við hana um um leið sé hún fyrir hendi. Þeir sem sjá um snjóflóðamatið halda fund með yfirmönnum sem hlýta undantekningalaust niðurstöðu athugunarmanna um opnun eða lokun svæða. 2010 fékk ég sprengjusveit Landhelgisgæslunnar til að koma og gera tilraunir sem hluti af því að byrja reglubundnar sprengingar á skíðasvæðinu. Sökum andstöðu ákveðinna yfirmanna var sprengjusveitinni snúið við komin hálfa leið í Bláfjöll í sína fyrstu sprengingu. Fullyrt var að sprengingar virkuðu ekkert á „íslenskan“ snjó. Þetta verkefni komst aldrei í gang aftur. Veðurstofa Íslands er m.a. eftirlitsstofnun varðandi snjóflóð og sér um áhættumat fyrir skíðasvæði. Ákveður hvar óhætt telst að hafa skíðasvæði, lyftur, skála og svo framvegis. Stofnunin virðist ekki hafa teljandi áhyggjur af lang stærsta og fjölmennasta skíðasvæði landsins, þrátt fyrir mikla snjóflóðahrinu undanfarin ár. Í þessu skjóli skákaði framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í viðtali í fréttum eftir stóra flóðið í mars 2014. Sagði flóðið hafa komið „alveg á óvart“ því Veðurstofan teldi Bláfjöl „ekki sérstakt snjóflóðahættusvæði“. Skíðasvæðum höfuðborgarinnar hefur fækkað úr þremur í eitt á síðastliðnum árum. Hengilsvæðið horfið, Skálafell opið örfáa daga og grotnar hratt niður. Í raun Bláfjöllin ein eftir í fullri starfsemi. Þar eru þrjú megin skíðasvæði. Þeim er reyndar verið að loka hægt og rólega. Eldborgarsvæðið (Framsvæðið) hefur verið lokað vegna sparnaðar í nokkur ár. Þar eru stór snjóflóð innan sem utan skíðaleiða vel þekkt. Suðursvæðið er opið síðla dags aðallega fyrir æfinga- og keppnisfólk. Stólalyftan þar (Gosinn) hefur aðeins verið opin örfáa daga síðastliðin ár. Á Suðursvæðinu er snjóflóðahættan sennilega mest og mest óútreiknanleg. Þar falla stöðugt snjóflóð rétt ofan við skíðaleiðirnar þar sem mikil utanbrautarskíðun á sér stað. Mörg síðastliðin ár hafa fallið mjög stór flóð langt niður í skíðabrekkurnar. Ekki bætir úr skák gríðarlega efnismikil hengja beint yfir svæðinu. 400 metra samfelld sprunga sem stundum myndast innan við hengjubrún hefur líka vakið upp spurningar. Vel mætti réttlæta lokun þessa svæðis meðan ákveðin óvissa ríkir um það. Þá er bara eftir Kóngsgilið sem segja má mjög öruggt. Gallinn er sá að helsta stólalyfta svæðisins, Kóngurinn, veitir aðgang að öllu Suðursvæðinu sem er eftirsótt til utanbrautarskíðunar. Einu aðgerðirnar til að losna við snjóflóðahættu hafa verið að fara með troðara og ýta í hluta af hengjubrúninni á Suðursvæðinu, ef tími gefst til. En troðarar komast bara að á mjög takmörkuðu svæði. Og til þess þarf líka veður og skyggni. Ýtingar hafa því takmarkað gildi. Þær vekja jafnframt upp spurningar. Örfáum dögum fyrir stóra snjóflóðið 2014 hafði verið ýtt í brúnina á Suðursvæðinu með troðara. Ekkert gerðist. Hvort þetta ýti hreinlega undir stærri flóð mætti alveg velta fyrir sér. Snjóflóðin stór og smá á og við skíðasvæðið á 10 ára starfstíma mínum þarna má telja í hundruðum. Ég er furðu lostinn yfir þeim losarabrag sem einkennir allt kringum þetta mikilvæga öryggismál. Áhugaleysi Veðurstofu Íslands gegnum árin hefur einnig komið á óvart. Þetta líkist rússneskri rúllettu í mínum augum. Ég lít svo á að öryggi skíðafólks gagnvart snjóflóðum sé langt frá því að vera tryggt í Bláfjöllum. Þó skíðasvæðið sé lokað t.d. vegna veðurs er oft á tíðum mikill fjöldi skólakrakka í gistingu á svæðinu (skíðaferðalög). Þau valsa um brekkurnar oft í vondum veðrum einmitt þegar hættan er hvað mest. Ég hef ekki orðið var við nein viðvörunarorð né eftirlit með þessum hópum. Skíðasvæðið sjálft og nágrenni þess er líklega eitt fjölsóttasta útivistarsvæði landsins. Öflugt snjóflóðaeftirlit og upplýsingagjöf alla daga ætti að vera eðlilegur hlutur. Og snjóflóðamálin eru ekki eina öryggismálið þar sem pottur er brotinn. Það er engin óskastaða að þurfa að skrifa grein sem þessa. Það er hins vegar ábyrgðarhluti að þegja yfir ástandi sem er algjörlega óviðundandi. Til að setja hlutina í samhengi birti ég myndir af nokkrum snjóflóðum í Bláfjöllum á facebook síðu minni undir myndasöfn/snjóflóð.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun