Strákarnir okkar án Arons: „Þetta hefur stór áhrif á restina af liðinu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2017 12:46 Nokkrir leikmenn þurfa að stíga upp þar sem Aron er ekki með. vísir/getty/hanna „Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég tel að það hefði ekki verið skynsamlegt fyrir Aron að taka þátt í þessu móti og þeirri ákefð sem fylgir HM eftir að spila ekki handbolta í tvo og hálfan mánuð. Það hefði ekki verið gott fyrir hann.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM í Frakklandi, um þær fréttir að Aron Pálmarsson, hans gamli lærisveinn, verður ekki með Íslandi á HM.Sjá einnig:Strákarnir án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Aron er búinn að glíma við meiðsli síðan í nóvember og fyrr í dag tók læknalið Íslands þá ákvörðun að hann getur ekki spilað. Einar Andri er sammála Gunnari Magnússyni um að nú er Ólafur Guðmundsson orðinn leikmaður númer eitt vinstra megin á vellinum. „Ég myndi telja að Ólafur fái tækifæri til að vera aðalkallinn vinstra megin á þessu móti og vonandi nýtir hann þann séns. Þetta breytir samt ansi miklu fyrir liðið þó að við erum búnir að vera að spila án Arons. Það vonuðust allir eftir því að hann gæti verið að minnsta kosti eitthvað með á HM,“ segir Einar Andri.Haukamaðurinn Janus Daði Smárason fær stærra hlutverk eins og fleiri.Vísir/Vilhelm„Ólafur þarf að taka að sér enn stærra hlutverk en áður og það þurfa Janus Daði og Gunnar Steinn Jónsson einnig að gera. Svo er spurning hvað Arnór Atlason getur gert fyrir okkur. Allir þessi leikmenn þurfa að bera meiri ábyrgð en áður.“ Aron Pálmarsson er langbesti leikmaður íslenska liðsins. Um það verður ekki deilt. Þegar hann er ekki með fer ansi mikið úr liðinu og þarf fleiri en einn til að fylla í hans skarð.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt „Aron í fullu formi á þessu móti er að spila 50-60 mínútur í leik. Þær mínútur koma til með að deilast niður á þessa leikmenn sem ég taldi upp. Aron hefði vanalega verið að taka kannski fimmtán skot og tíu úrslitaákvarðanir í sendingum þannig þetta mun hafa margföldunaráhrif fyrir aðra leikmenn liðsins,“ segir Einar Andri, en hverjar eru þá væntingarnar núna? „Þetta breytir allri heildarmyndinni. Maður vonaðist eftir því að Aron myndi koma inn eftir Spánarleikinn og gefa okkur meiri möguleika á móti Slóvenum í leik tvö. Það er alveg ljóst að leikirnir við þrjú sterkustu liðin; Spán, Slóveníu og Makedóníu, verða enn þá erfiðari án Arons. Þetta breytir stóru myndinni og lækkar væntingarstuðulinn talsvert,“ segir Einar Andri Einarsson. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá Einar Andra fara yfir frammistöðu ungu leikmannanna eftir æfingamótið í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég tel að það hefði ekki verið skynsamlegt fyrir Aron að taka þátt í þessu móti og þeirri ákefð sem fylgir HM eftir að spila ekki handbolta í tvo og hálfan mánuð. Það hefði ekki verið gott fyrir hann.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM í Frakklandi, um þær fréttir að Aron Pálmarsson, hans gamli lærisveinn, verður ekki með Íslandi á HM.Sjá einnig:Strákarnir án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Aron er búinn að glíma við meiðsli síðan í nóvember og fyrr í dag tók læknalið Íslands þá ákvörðun að hann getur ekki spilað. Einar Andri er sammála Gunnari Magnússyni um að nú er Ólafur Guðmundsson orðinn leikmaður númer eitt vinstra megin á vellinum. „Ég myndi telja að Ólafur fái tækifæri til að vera aðalkallinn vinstra megin á þessu móti og vonandi nýtir hann þann séns. Þetta breytir samt ansi miklu fyrir liðið þó að við erum búnir að vera að spila án Arons. Það vonuðust allir eftir því að hann gæti verið að minnsta kosti eitthvað með á HM,“ segir Einar Andri.Haukamaðurinn Janus Daði Smárason fær stærra hlutverk eins og fleiri.Vísir/Vilhelm„Ólafur þarf að taka að sér enn stærra hlutverk en áður og það þurfa Janus Daði og Gunnar Steinn Jónsson einnig að gera. Svo er spurning hvað Arnór Atlason getur gert fyrir okkur. Allir þessi leikmenn þurfa að bera meiri ábyrgð en áður.“ Aron Pálmarsson er langbesti leikmaður íslenska liðsins. Um það verður ekki deilt. Þegar hann er ekki með fer ansi mikið úr liðinu og þarf fleiri en einn til að fylla í hans skarð.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt „Aron í fullu formi á þessu móti er að spila 50-60 mínútur í leik. Þær mínútur koma til með að deilast niður á þessa leikmenn sem ég taldi upp. Aron hefði vanalega verið að taka kannski fimmtán skot og tíu úrslitaákvarðanir í sendingum þannig þetta mun hafa margföldunaráhrif fyrir aðra leikmenn liðsins,“ segir Einar Andri, en hverjar eru þá væntingarnar núna? „Þetta breytir allri heildarmyndinni. Maður vonaðist eftir því að Aron myndi koma inn eftir Spánarleikinn og gefa okkur meiri möguleika á móti Slóvenum í leik tvö. Það er alveg ljóst að leikirnir við þrjú sterkustu liðin; Spán, Slóveníu og Makedóníu, verða enn þá erfiðari án Arons. Þetta breytir stóru myndinni og lækkar væntingarstuðulinn talsvert,“ segir Einar Andri Einarsson. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá Einar Andra fara yfir frammistöðu ungu leikmannanna eftir æfingamótið í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti