„Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2017 12:20 Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna leiksýningarinnar Gott fólk. Vísir Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna leiksýningarinnar Gott fólk. Sýningin var frumsýnd í síðustu viku en hún er byggð á bók Vals Grettissonar en kveikjan að henni var ábyrgðarferli sem rataði í fjölmiðla fyrir nokkrum árum, Samhliða leiksýningunni vann Útvarpsleikhúsið í samvinnu við Þjóðleikhúsið þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli og átti að flytja fyrsta þáttinn á Rás 1 næstkomandi laugardag. RÚV ákvað hins vegar síðastliðinn sunnudag að fresta flutningi þáttanna vegna umræðu um þá á Facebook sem snerist í grófum dráttum um það hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina Í sameiginlegri yfirlýsingu Þjóðleikhússins og RÚV kemur fram að stofnanirnar hafi átt í góðu samstarfi við vinnu að sýningunni og þáttunum og standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina. „Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt. Sú var ekki ætlunin heldur að opna fyrir umræðu um blæbrigði ofbeldis og samfélagslega ábyrgð.“ Í yfirlýsingunni kemur fram að við vinnu að sýningunni og þáttunum hafi verið kallaðir til ýmsir sérfræðingar á þessu sviði og var markmið þáttanna að fylgja eftir þeim þemum sem sýningin vinnur með. „Í ljósi þeirra miklu og áhugaverðu umræðna og viðbragða sem sýningin hefur vakið teljum við mikilvægt að vinna efnið frekar. Það sem sú vinna gæfi skýrari heildarmynd af sýningunni og viðtökum hennar,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Þjóðleikhúsinu og RÚV.Ari Matthíasson, þjóðleikshússtjóri.Vísir/Ernir„Verkið er óumdeilt skáldskapur“ Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir í samtali við Vísi að Þjóðleikhúsið hafi lagt sig sérstaklega fram við að kynna sér málefnið og bakgrunn þess. „Það var gert með því að kalla til kynjafræðing, tvo sálfræðinga, félagsfræðing og heimsspeking,“ segir Ari. Valur Grettisson er sem fyrr segir höfundur bókarinnar Gott fólk en hann vann einnig leikgerðina ásamt Símoni Birgissyni, dramatúrg við Þjóðleikhúsið. Að handritagerðinni komu einnig Una Þorleifsdóttir og Greta Kristín Ómarsdóttir ásamt öllum listamönnum sýningarinnar. „Verkið er óumdeilt skáldskapur og ég veit ekki hvernig við ættum að snúa okkur í því að sjá fyrir ef einhver telur sig vera umfjöllunarefni,“ segir Ari. Í samtali við Vísi í gær sagði Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, að þættirnir yrðu mögulega fluttir í febrúar en það fari eftir því hvernig gengur að vinna þá. Ari Matthíasson segir í samtali við Vísi það vera óumdeilt að þessir þættir verða fluttir. „Þeir verða fluttir en umfjöllunarefni þessarar leiksýningar eru viðbrögð og umfjöllum af samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum og þess vegna er það gríðarlega áhugavert að taka inn í þáttagerðina umfjöllun um ferlið eins og það birtist í samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.“ Tengdar fréttir „Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36 RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna leiksýningarinnar Gott fólk. Sýningin var frumsýnd í síðustu viku en hún er byggð á bók Vals Grettissonar en kveikjan að henni var ábyrgðarferli sem rataði í fjölmiðla fyrir nokkrum árum, Samhliða leiksýningunni vann Útvarpsleikhúsið í samvinnu við Þjóðleikhúsið þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli og átti að flytja fyrsta þáttinn á Rás 1 næstkomandi laugardag. RÚV ákvað hins vegar síðastliðinn sunnudag að fresta flutningi þáttanna vegna umræðu um þá á Facebook sem snerist í grófum dráttum um það hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina Í sameiginlegri yfirlýsingu Þjóðleikhússins og RÚV kemur fram að stofnanirnar hafi átt í góðu samstarfi við vinnu að sýningunni og þáttunum og standa heilshugar á bak við bæði sýninguna og þættina. „Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt. Sú var ekki ætlunin heldur að opna fyrir umræðu um blæbrigði ofbeldis og samfélagslega ábyrgð.“ Í yfirlýsingunni kemur fram að við vinnu að sýningunni og þáttunum hafi verið kallaðir til ýmsir sérfræðingar á þessu sviði og var markmið þáttanna að fylgja eftir þeim þemum sem sýningin vinnur með. „Í ljósi þeirra miklu og áhugaverðu umræðna og viðbragða sem sýningin hefur vakið teljum við mikilvægt að vinna efnið frekar. Það sem sú vinna gæfi skýrari heildarmynd af sýningunni og viðtökum hennar,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Þjóðleikhúsinu og RÚV.Ari Matthíasson, þjóðleikshússtjóri.Vísir/Ernir„Verkið er óumdeilt skáldskapur“ Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir í samtali við Vísi að Þjóðleikhúsið hafi lagt sig sérstaklega fram við að kynna sér málefnið og bakgrunn þess. „Það var gert með því að kalla til kynjafræðing, tvo sálfræðinga, félagsfræðing og heimsspeking,“ segir Ari. Valur Grettisson er sem fyrr segir höfundur bókarinnar Gott fólk en hann vann einnig leikgerðina ásamt Símoni Birgissyni, dramatúrg við Þjóðleikhúsið. Að handritagerðinni komu einnig Una Þorleifsdóttir og Greta Kristín Ómarsdóttir ásamt öllum listamönnum sýningarinnar. „Verkið er óumdeilt skáldskapur og ég veit ekki hvernig við ættum að snúa okkur í því að sjá fyrir ef einhver telur sig vera umfjöllunarefni,“ segir Ari. Í samtali við Vísi í gær sagði Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, að þættirnir yrðu mögulega fluttir í febrúar en það fari eftir því hvernig gengur að vinna þá. Ari Matthíasson segir í samtali við Vísi það vera óumdeilt að þessir þættir verða fluttir. „Þeir verða fluttir en umfjöllunarefni þessarar leiksýningar eru viðbrögð og umfjöllum af samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum og þess vegna er það gríðarlega áhugavert að taka inn í þáttagerðina umfjöllun um ferlið eins og það birtist í samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.“
Tengdar fréttir „Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36 RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Það kemur mér á óvart að RÚV skuli láta undan þrýstingi“ Höfundur leikritsins Gott fólk undrast ákvörðun RÚV að fresta úvarpsseríu um ábyrgðarferli. 10. janúar 2017 14:36
RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Dagskrárstjóri segir vilja til að ná þessari umræðu inn í þættina sem verða þá mögulega fluttir í febrúar. 10. janúar 2017 11:32