Rex Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa á alþjóðavettvangi þegar hann mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag.
Donald Trump hefur tilnefnt Tillerson sem utanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni sem tekur við völdum eftir níu daga.
Fjöldi þingmenna Repúblikana hafa áður lýst yfir áhyggjum af nánum tengslum Tillerson við stjórnvöld í Moskvu, en þingið þarf að samþykkja skipun hans í embætti. Tillerson starfaði lengi sem framkvæmdastjóri olíufyrirtækisins ExxonMobil.
Brot út ræðu þeirri sem Tillerson mun flytja fyrir þingið hefur hafa verið birt. Fjölmiðlar hafa sagt frá því að Tillerson telji að þrýsta þurfi á stjórnvöld í Kína þannig að hægt verði að tryggja að stjórnvöld í Norður-Kóreu breyti um kúrs.
Tillerson mun jafnframt útskýra af hverju Trump vilji bæta samskipti við stjórnvöld í Rússlandi. „Bandamenn okkar í NATO hafa gilda ástæðu til að óttast endurreist Rússland. En það var vöntun á forystu Bandaríkjanna sem opnaði á þetta,“ mun Tillerson segja og hvetja til hreinskiptinnar og opinnar umræðu við ráðamenn í Moskvu.
Hann mun jafnframt ræða um Barack Obama hafi mistekist að bregðast við ákvörðun Sýrlandsstjórnar að beita efnavopnum gegn eigin fólki. Áður hafi Obama sagt að ef slíkt gerðist hafi verið gengið of langt.
Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa
Tengdar fréttir
Kveðjuræða Obama: „Lýðræðinu ógnað þegar því er tekið sem gefnum hlut“
Barack Obama hélt tilfinningaþrungna þakkarræðu í Chicago í gærkvöldi þar sem hann fór yfir síðustu átta ár sín í Hvíta húsinu.
Sessions sagði að af sér væri gerð skrípamynd
Sessions vék sér fimlega undan erfiðum spurningum bandarískrar þingnefndar um kynþáttafordóma, sem hann hefur áður þótt verða uppvís að. Hann sagði mynd sem dregin hafi verið upp af honum skrípamynd en ekki raunveruleika.
Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump.