Um kennara í nýjum stjórnarsáttmála Guðríður Arnardóttir skrifar 11. janúar 2017 10:07 Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir m.a:Nauðsynlegt er að efla kennaramenntun til að bregðast við fækkun kennara og minnkandi aðsókn í kennaranám fyrir leikskóla og grunn- og framhaldsskóla. Ég vil benda á að kennaramenntun á Íslandi er ágæt. Auðvitað má alltaf gera betur en eins og þetta hljómar í stjórnarsáttmálanum má skilja það þannig að til þess að auka aðsókn í kennaranám verið að efla menntunina. Kennaramenntun er að lágmarki 5 ár á öllum skólastigum. Einungis fólk með meistaragráðu í sínu fagi getur hlotið starfheitið leik-, grunn- eða framhaldsskólakennari. Fagmennska í skólastarfi hefur aukist verulega á liðnum árum og þá sérstaklega kennslufræðileg nálgun. Ungir kennarar í dag eru vel menntaðir og hæfir. Það hefur sannarlega gengið illa að manna kennarastöður í leikskólum landsins og hlutfall kennara í starfsliði leikskólanna er langt undir viðmiðum. Að sama skapi má líta til grunnskólans en þar er nýliðun sáralítil. Stéttin eldist hratt og á það við kennara á öllum skólastigum. Ég vil benda nýrri ríkisstjórn á að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi menntunar kennara munu ekki leiða til þess að leysa viðvarandi manneklu í skólakerfinu. Starfsumhverfi og auðvitað fyrst og fremst laun er lykillinn að lausn málsins – verði laun kennara færð til betri vegar og gerð samkeppnishæf við laun stétta með sambærilega menntun er viðbúið að áhugi ungs fólks á kennarastarfinu aukist. Það er nefnilega gaman að vera kennari, reyndar með því skemmtilegra sem hægt er að taka sér fyrir hendur, en eins og launasetning kennara hefur verið fram til þessa sér ungt fólk ekki fram á að geta framfleytt sér á kennaralaununum. Svo ráð mitt til nýrrar ríkisstjórnar er þetta: Hækkið laun kennara, búið vel að skólakerfinu og sjá; vandamálið mun leysast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir m.a:Nauðsynlegt er að efla kennaramenntun til að bregðast við fækkun kennara og minnkandi aðsókn í kennaranám fyrir leikskóla og grunn- og framhaldsskóla. Ég vil benda á að kennaramenntun á Íslandi er ágæt. Auðvitað má alltaf gera betur en eins og þetta hljómar í stjórnarsáttmálanum má skilja það þannig að til þess að auka aðsókn í kennaranám verið að efla menntunina. Kennaramenntun er að lágmarki 5 ár á öllum skólastigum. Einungis fólk með meistaragráðu í sínu fagi getur hlotið starfheitið leik-, grunn- eða framhaldsskólakennari. Fagmennska í skólastarfi hefur aukist verulega á liðnum árum og þá sérstaklega kennslufræðileg nálgun. Ungir kennarar í dag eru vel menntaðir og hæfir. Það hefur sannarlega gengið illa að manna kennarastöður í leikskólum landsins og hlutfall kennara í starfsliði leikskólanna er langt undir viðmiðum. Að sama skapi má líta til grunnskólans en þar er nýliðun sáralítil. Stéttin eldist hratt og á það við kennara á öllum skólastigum. Ég vil benda nýrri ríkisstjórn á að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi menntunar kennara munu ekki leiða til þess að leysa viðvarandi manneklu í skólakerfinu. Starfsumhverfi og auðvitað fyrst og fremst laun er lykillinn að lausn málsins – verði laun kennara færð til betri vegar og gerð samkeppnishæf við laun stétta með sambærilega menntun er viðbúið að áhugi ungs fólks á kennarastarfinu aukist. Það er nefnilega gaman að vera kennari, reyndar með því skemmtilegra sem hægt er að taka sér fyrir hendur, en eins og launasetning kennara hefur verið fram til þessa sér ungt fólk ekki fram á að geta framfleytt sér á kennaralaununum. Svo ráð mitt til nýrrar ríkisstjórnar er þetta: Hækkið laun kennara, búið vel að skólakerfinu og sjá; vandamálið mun leysast.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun