Viðskipti innlent

Leifur til Viðskiptaráðs

Haraldur Guðmundsson skrifar
Leifur Hreggviðsson er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands
Leifur Hreggviðsson er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands
Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið Leif Hreggviðsson sem sérfræðing á hagfræðisviði ráðsins. Samkvæmt tilkynningu Viðskiptaráðs um nýja starfsmanninn mun starf hans fyrst og fremst snúa að málefnastarfi ráðsins, svo sem greiningarvinnu og skrifum. Auk þess muni hann taka þátt í útgáfustarfi ásamt öðrum daglegum störfum ráðsins.

„Leifur kemur til liðs við Viðskiptaráð frá Íslandsbanka þar sem hann starfaði á markaðssviði bankans. Þar áður starfaði hann sem ráðgjafi einstaklinga hjá Íslandsbanka. Leifur lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og lýkur hann grunnnámi við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík í vor,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×