Enski boltinn

Rómantíkin lifir í ensku bikarkeppninni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Leikmenn Lincoln fagna sigrinum á Brighton.
Leikmenn Lincoln fagna sigrinum á Brighton. vísir/getty
Utandeildarliðin Lincoln City og Sutton United er á allra vörum eftir að slegið Championship-liðin Brighton og Leeds út úr ensku bikarkeppninni um helgina.

Lincoln leiðir efstu deild utandeildarinnar en Sutton er í 16. sæti sömu deildar. Á milli Lincoln og Brighton eru 72 sæti en 83 sæti skilja að Sutton og Leeds.

Saga Lincoln er afar fátækleg og féll félagið nýverið í utandeildina eftir langa veru í kjallara ensku deildakeppninnar. Félagið á það vafasama met að vera það lið sem lengst hefur verið í ensku deildakeppninni án þess að komast upp í efstu deild. Þjálfari liðsins er hinn 38 ára gamli Danny Cowley en þangað til í sumar starfaði hann sem íþróttakennari samhliða stjórastarfinu. Hann trúði vart sínum eigin augum eftir leikinn.

„Ég sagði fyrir leikinn gegn Ipswich að það væri eins og að klífa fjall,“ sagði Cowley fyrir leikinn. „Að sigra Brighton jafngildir því að fljúga til tunglsins.“

Cowley er kannski ekki á leiðinni til tunglsins en hann getur látið sig dreyma um að mæta stóru strákunum í úrvalsdeildinni í næstu umferð, líkt og kollegi hans hjá Sutton. Rómantík bikarsins lifir.


Tengdar fréttir

Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield

Aðra helgina í röð hljómaði víkingaklappið á Anfield eftir ósigur heimaliðsins fyrir Íslendingaliði. Jón Daði Böðvarsson fékk mikið hrós fyrir innkomu sína gegn Liverpool og var mjög óheppinn að skora ekki. Hjólin hafa losnað undan Liverpool-vagninum í janúar en liðið er án sigurs í deildinni og fallið úr báðum bikarkeppnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×