Enski boltinn

Arsenal blandar sér í kapphlaupið um Griezmann

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Griezmann ásamt Pogba í landsleik. Verða þeir liðsfélagar eða andstæðingar í enska boltanum á næsta ári?
Griezmann ásamt Pogba í landsleik. Verða þeir liðsfélagar eða andstæðingar í enska boltanum á næsta ári? Vísir/Getty
Arsenal virðist ætla að blanda sér í kapphlaupið um franska landsliðsframherjann Antoine Griezmann sem leikur með Atletico Madrid en Griezmann hefur verið orðaður við Manchester United undanfarnar vikur.

Breskir fjölmiðlar slá þessu upp um helgina en samkvæmt þeim lagði Arsenal fram tilboð í Griezmann síðasta sumar en hann ákvað að skrifa frekar undir nýjan samning hjá Atletico Madrid.

Forráðamenn Manchester United eru sagðir vongóðir um að geta nýtt sér vinsamband Griezmann og Paul Pogba til þess að sannfæra Griezmann um að leika á Old Trafford næstu árin.

Hefur hann hefur einnig verið orðaður við Manchester City og Chelsea en Griezmann lenti nýlega í þriðja sæti yfir bestu leikmenn heimsins árið 2016.

Talið er að félög sem ætli að spyrjast fyrir um Griezmann þurfi að greiða riftunarverðið í samningi hans sem hljómar upp á 85. milljónir punda en Arsenal er sagt vera tilbúið að borga honum 250.000 pund á viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×