Ómar Ragnarsson: „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga'“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. janúar 2017 23:30 Ómar Ragnarsson er ætíð tilbúinn. Vísir/GVA Í hverju horni má heyra fólk spá og spekúlera hvenær Katla muni gjósa því hún sé svo sannarlega komin á tíma. Reglulega koma fréttir um skjálftavirkni í grennd við Kötlu og landinn setur sig í stellingar. Einn þeirra sem bíður óþreyjufullur eftir því að Katla gjósi er einn ástsælasti fréttamaður og skemmtikraftur þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson. „Ég er eiginlega sonur Kötlu,“ segir Ómar þegar blaðamaður byrjar að spjalla við hann um komandi Kötlugos og vitnar svo í ættartengsl sín við nálæga staði og ömmu sína og afa sem þekktu vel til máttar Kötlu. Ómar segir að hann sé alltaf í viðbragðsstöðu. Hann stefnir á að vera fyrstur á vettvang þegar Katla byrjar að gjósa og nefnir hann að þetta sé eiginlega í fyrsta skipti sem hún hreyfi sig almennilega núna undanfarið.Kötlubílarnir svonefndu eru misstórir eftir aðstæðum hverju sinni. Sá elsti og stærsti er fremstur á myndinni, Range Rover árg. 1973. Aftasti bíllinn er í eigu Ómars og hefur verið notaður á norðurhálendinu, Rússajeppi GAZ 69, árg. 1966.vísir/ómarÞrír Kötlubílar „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga,“ segir Ómar og bendir á að hann eigi þrjá tilbúna Kötlubíla, fulla af vistum, en þó sé best að vera á flugi í svona aðstæðum. Vistirnar eru meðfærilegar og duga honum í nokkra daga. „Það eru margir sem skilja ekki af hverju ég er alltaf með þetta drasl með mér,“ segir Ómar og bendir á að það sé nauðsynlegt í hans starfi að vera alltaf með puttann á púlsinum og alltaf tilbúinn. „Þetta er bara svona, þetta er mjög sérkennilegur lifnaðarháttur en ég hef alltaf verið á vakt, alla daga,“ segir Ómar.Hér má sjá Suzuki Fox árg. 1896, minnsta jöklabíl í heimi, í biðstöðu á Vatnajökli fyrir aftan Toyota Land Cruiser.mynd/ómarSefur í bílunumElsti Kötlubíllinn er 43 ára gamall jöklabíll. Allir Kötlubílarnir eiga sér sína sögu og hefur Ómar eitt ófáum klukkustundum í þeim. Einn þeirra nefnir hann minnsta jöklabíl í heimi og segir hann þann bíl fljóta ofan á snjónum. „Ég er búin að sofa sem samsvarar mörgum mánuðum í þessum bílum,“ nefnir Ómar og metnaður hans skín í gegn. Aðspurður hvað hann geri ef Katla gjósi í nótt svarar Ómar að þá sé hann illa staddur þar sem hann sé á Akureyri en hins vegar sé hann með fullan bílinn af búnaði og tilbúinn í jöklaferðir hvenær sem er. Ómar er hvað þekktastur fyrir að vera alltaf mættur fyrstur á staðinn þegar móðir náttúra sýnir mátt sinn. Sama hverjar aðstæðurnar eru þá er Ómar mættur á svæðið og á hann heiðurinn af einu verðmætasta myndefni sem sögur fara af. Hér má til dæmis nefna myndefni hans af Kröflugosinu 1984 en þar má sjá jörðina klofna í tvennt og hið raunverulega Ísland brýst fram. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Í hverju horni má heyra fólk spá og spekúlera hvenær Katla muni gjósa því hún sé svo sannarlega komin á tíma. Reglulega koma fréttir um skjálftavirkni í grennd við Kötlu og landinn setur sig í stellingar. Einn þeirra sem bíður óþreyjufullur eftir því að Katla gjósi er einn ástsælasti fréttamaður og skemmtikraftur þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson. „Ég er eiginlega sonur Kötlu,“ segir Ómar þegar blaðamaður byrjar að spjalla við hann um komandi Kötlugos og vitnar svo í ættartengsl sín við nálæga staði og ömmu sína og afa sem þekktu vel til máttar Kötlu. Ómar segir að hann sé alltaf í viðbragðsstöðu. Hann stefnir á að vera fyrstur á vettvang þegar Katla byrjar að gjósa og nefnir hann að þetta sé eiginlega í fyrsta skipti sem hún hreyfi sig almennilega núna undanfarið.Kötlubílarnir svonefndu eru misstórir eftir aðstæðum hverju sinni. Sá elsti og stærsti er fremstur á myndinni, Range Rover árg. 1973. Aftasti bíllinn er í eigu Ómars og hefur verið notaður á norðurhálendinu, Rússajeppi GAZ 69, árg. 1966.vísir/ómarÞrír Kötlubílar „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga,“ segir Ómar og bendir á að hann eigi þrjá tilbúna Kötlubíla, fulla af vistum, en þó sé best að vera á flugi í svona aðstæðum. Vistirnar eru meðfærilegar og duga honum í nokkra daga. „Það eru margir sem skilja ekki af hverju ég er alltaf með þetta drasl með mér,“ segir Ómar og bendir á að það sé nauðsynlegt í hans starfi að vera alltaf með puttann á púlsinum og alltaf tilbúinn. „Þetta er bara svona, þetta er mjög sérkennilegur lifnaðarháttur en ég hef alltaf verið á vakt, alla daga,“ segir Ómar.Hér má sjá Suzuki Fox árg. 1896, minnsta jöklabíl í heimi, í biðstöðu á Vatnajökli fyrir aftan Toyota Land Cruiser.mynd/ómarSefur í bílunumElsti Kötlubíllinn er 43 ára gamall jöklabíll. Allir Kötlubílarnir eiga sér sína sögu og hefur Ómar eitt ófáum klukkustundum í þeim. Einn þeirra nefnir hann minnsta jöklabíl í heimi og segir hann þann bíl fljóta ofan á snjónum. „Ég er búin að sofa sem samsvarar mörgum mánuðum í þessum bílum,“ nefnir Ómar og metnaður hans skín í gegn. Aðspurður hvað hann geri ef Katla gjósi í nótt svarar Ómar að þá sé hann illa staddur þar sem hann sé á Akureyri en hins vegar sé hann með fullan bílinn af búnaði og tilbúinn í jöklaferðir hvenær sem er. Ómar er hvað þekktastur fyrir að vera alltaf mættur fyrstur á staðinn þegar móðir náttúra sýnir mátt sinn. Sama hverjar aðstæðurnar eru þá er Ómar mættur á svæðið og á hann heiðurinn af einu verðmætasta myndefni sem sögur fara af. Hér má til dæmis nefna myndefni hans af Kröflugosinu 1984 en þar má sjá jörðina klofna í tvennt og hið raunverulega Ísland brýst fram.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira