Reynt að kúga rafeyri út úr Epal Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Heimasíða Epal varð fyrir tölvuárás og var fyrirtækið krafið um lausnargjald fyrir vefsíðuna. Mynd/Epal Brotist var inn á vefsíðu Epal aðfaranótt fimmtudags og hún tekin í gíslingu tölvuþrjóta. Var fyrirtækið beðið um lausnargjald ef það vildi fá vefsíðuna upp aftur. Það gerði fyrirtækið ekki heldur átti það afrit af síðunni og setti fyrirtækið hana í loftið. Þetta staðfesti Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar Íslands, segir að svona netárásir séu ein algengasta netárás í dag. „Svona árás flokkast í flokkinn sem kallaður er gagnagíslataka,“ segir Hrafnkell. Almennt séu slíkar árásir þannig að óværu sé komið fyrir sem dulriti efni viðkomandi vefs.Hrafnkell V. Gíslasonvísir/vilhelm„Vefur er bara forrit og gögn sem má dulrita. Við það verður vefurinn óaðgengilegur og myndir sem áður sýndu eitthvað fallegt sýna nú eitthvað annað. Þessir glæpamenn sem gera þetta senda svo tölvupóst sem segir að ef eigandinn borgi þá fái hann lykil sem hann getur afdulritað gögnin með og vefsíðan komist í samt lag.“ Venjan er að tölvuglæpamennirnir biðji eigendur vefsíðunnar að borga í Bitcoin-myntinni, sem er órekjanleg mynt. „Ef það er borgað, sem við almennt mælum ekki með, þá er ekki hægt að rekja hvert peningarnir fara,“ segir hann. Hrafnkell segir að þetta sé ekki í fyrsta eða annað sinn sem svona netárás verði hér á landi og ekki í síðasta skipti. „Svona árás er mjög algeng og getur verið útfærð með ýmsum hætti. Það er hægt að dulrita heilt netkerfi ef óværan kemst alla leið inn. Þá er betra að hafa afrit í lagi.“ Hrafnkell bætir við að viðbúnaður fyrir netöryggi hér á landi sé eins virkur og hægt er. „Ég minni á að það hefur verið brotist inn hjá CIA, FBI og NSA. Þetta er mikil barátta alla daga. Almennar ráðleggingar mínar eru að eiga afrit, sem er algjört lykilatriði. Ég hef talað við fólk sem var með margra mánaða vinnu farna í vaskinn. Grunnatriðið er að taka afrit og hafa nýjustu uppfærslu af eldvarnarveggnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Brotist var inn á vefsíðu Epal aðfaranótt fimmtudags og hún tekin í gíslingu tölvuþrjóta. Var fyrirtækið beðið um lausnargjald ef það vildi fá vefsíðuna upp aftur. Það gerði fyrirtækið ekki heldur átti það afrit af síðunni og setti fyrirtækið hana í loftið. Þetta staðfesti Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar Íslands, segir að svona netárásir séu ein algengasta netárás í dag. „Svona árás flokkast í flokkinn sem kallaður er gagnagíslataka,“ segir Hrafnkell. Almennt séu slíkar árásir þannig að óværu sé komið fyrir sem dulriti efni viðkomandi vefs.Hrafnkell V. Gíslasonvísir/vilhelm„Vefur er bara forrit og gögn sem má dulrita. Við það verður vefurinn óaðgengilegur og myndir sem áður sýndu eitthvað fallegt sýna nú eitthvað annað. Þessir glæpamenn sem gera þetta senda svo tölvupóst sem segir að ef eigandinn borgi þá fái hann lykil sem hann getur afdulritað gögnin með og vefsíðan komist í samt lag.“ Venjan er að tölvuglæpamennirnir biðji eigendur vefsíðunnar að borga í Bitcoin-myntinni, sem er órekjanleg mynt. „Ef það er borgað, sem við almennt mælum ekki með, þá er ekki hægt að rekja hvert peningarnir fara,“ segir hann. Hrafnkell segir að þetta sé ekki í fyrsta eða annað sinn sem svona netárás verði hér á landi og ekki í síðasta skipti. „Svona árás er mjög algeng og getur verið útfærð með ýmsum hætti. Það er hægt að dulrita heilt netkerfi ef óværan kemst alla leið inn. Þá er betra að hafa afrit í lagi.“ Hrafnkell bætir við að viðbúnaður fyrir netöryggi hér á landi sé eins virkur og hægt er. „Ég minni á að það hefur verið brotist inn hjá CIA, FBI og NSA. Þetta er mikil barátta alla daga. Almennar ráðleggingar mínar eru að eiga afrit, sem er algjört lykilatriði. Ég hef talað við fólk sem var með margra mánaða vinnu farna í vaskinn. Grunnatriðið er að taka afrit og hafa nýjustu uppfærslu af eldvarnarveggnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira