Reynt að kúga rafeyri út úr Epal Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Heimasíða Epal varð fyrir tölvuárás og var fyrirtækið krafið um lausnargjald fyrir vefsíðuna. Mynd/Epal Brotist var inn á vefsíðu Epal aðfaranótt fimmtudags og hún tekin í gíslingu tölvuþrjóta. Var fyrirtækið beðið um lausnargjald ef það vildi fá vefsíðuna upp aftur. Það gerði fyrirtækið ekki heldur átti það afrit af síðunni og setti fyrirtækið hana í loftið. Þetta staðfesti Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar Íslands, segir að svona netárásir séu ein algengasta netárás í dag. „Svona árás flokkast í flokkinn sem kallaður er gagnagíslataka,“ segir Hrafnkell. Almennt séu slíkar árásir þannig að óværu sé komið fyrir sem dulriti efni viðkomandi vefs.Hrafnkell V. Gíslasonvísir/vilhelm„Vefur er bara forrit og gögn sem má dulrita. Við það verður vefurinn óaðgengilegur og myndir sem áður sýndu eitthvað fallegt sýna nú eitthvað annað. Þessir glæpamenn sem gera þetta senda svo tölvupóst sem segir að ef eigandinn borgi þá fái hann lykil sem hann getur afdulritað gögnin með og vefsíðan komist í samt lag.“ Venjan er að tölvuglæpamennirnir biðji eigendur vefsíðunnar að borga í Bitcoin-myntinni, sem er órekjanleg mynt. „Ef það er borgað, sem við almennt mælum ekki með, þá er ekki hægt að rekja hvert peningarnir fara,“ segir hann. Hrafnkell segir að þetta sé ekki í fyrsta eða annað sinn sem svona netárás verði hér á landi og ekki í síðasta skipti. „Svona árás er mjög algeng og getur verið útfærð með ýmsum hætti. Það er hægt að dulrita heilt netkerfi ef óværan kemst alla leið inn. Þá er betra að hafa afrit í lagi.“ Hrafnkell bætir við að viðbúnaður fyrir netöryggi hér á landi sé eins virkur og hægt er. „Ég minni á að það hefur verið brotist inn hjá CIA, FBI og NSA. Þetta er mikil barátta alla daga. Almennar ráðleggingar mínar eru að eiga afrit, sem er algjört lykilatriði. Ég hef talað við fólk sem var með margra mánaða vinnu farna í vaskinn. Grunnatriðið er að taka afrit og hafa nýjustu uppfærslu af eldvarnarveggnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Brotist var inn á vefsíðu Epal aðfaranótt fimmtudags og hún tekin í gíslingu tölvuþrjóta. Var fyrirtækið beðið um lausnargjald ef það vildi fá vefsíðuna upp aftur. Það gerði fyrirtækið ekki heldur átti það afrit af síðunni og setti fyrirtækið hana í loftið. Þetta staðfesti Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar Íslands, segir að svona netárásir séu ein algengasta netárás í dag. „Svona árás flokkast í flokkinn sem kallaður er gagnagíslataka,“ segir Hrafnkell. Almennt séu slíkar árásir þannig að óværu sé komið fyrir sem dulriti efni viðkomandi vefs.Hrafnkell V. Gíslasonvísir/vilhelm„Vefur er bara forrit og gögn sem má dulrita. Við það verður vefurinn óaðgengilegur og myndir sem áður sýndu eitthvað fallegt sýna nú eitthvað annað. Þessir glæpamenn sem gera þetta senda svo tölvupóst sem segir að ef eigandinn borgi þá fái hann lykil sem hann getur afdulritað gögnin með og vefsíðan komist í samt lag.“ Venjan er að tölvuglæpamennirnir biðji eigendur vefsíðunnar að borga í Bitcoin-myntinni, sem er órekjanleg mynt. „Ef það er borgað, sem við almennt mælum ekki með, þá er ekki hægt að rekja hvert peningarnir fara,“ segir hann. Hrafnkell segir að þetta sé ekki í fyrsta eða annað sinn sem svona netárás verði hér á landi og ekki í síðasta skipti. „Svona árás er mjög algeng og getur verið útfærð með ýmsum hætti. Það er hægt að dulrita heilt netkerfi ef óværan kemst alla leið inn. Þá er betra að hafa afrit í lagi.“ Hrafnkell bætir við að viðbúnaður fyrir netöryggi hér á landi sé eins virkur og hægt er. „Ég minni á að það hefur verið brotist inn hjá CIA, FBI og NSA. Þetta er mikil barátta alla daga. Almennar ráðleggingar mínar eru að eiga afrit, sem er algjört lykilatriði. Ég hef talað við fólk sem var með margra mánaða vinnu farna í vaskinn. Grunnatriðið er að taka afrit og hafa nýjustu uppfærslu af eldvarnarveggnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira