Landsréttur fer í fyrra húsnæði Siglingamálastofnunar Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ætlar að leita samþykkis hjá Alþingi fyrir því að húsnæði við Vesturvör í Kópavogi hýsi Landsrétt tímabundið. vísir/stefán Dómsmálaráðuneytið hefur haft til skoðunar gamla húsnæði Siglingamálastofnunar, við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi, sem bráðabirgðahúsnæði fyrir nýja millidómstigið, sem verður kallað Landsréttur. Þetta staðfestir Sigríður Ásthildur Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er húsnæði sem ríkið á og er autt og er ákaflega vel til þess fallið að taka við svona bráðabirgðahlutverki,“ segir Sigríður. Í lögum um Landsrétt, sem samþykkt voru í júní á síðasta ári, kemur fram að þar muni fimmtán dómarar eiga sæti. Gert er ráð fyrir að forseti Íslands skipi dómarana samkvæmt tillögu ráðherra eftir að sérstök fimm manna valnefnd hefur fjallað um hæfi umsækjendanna. Í dómstólalögum er kveðið á um að dómþing skuli haldið í Reykjavík nema sérstök ástæða sé til annars. Málið kom til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar kynnti dómsmálaráðherra frumvarp um breytingar á dómstólalögum sem felur meðal annars í sér að valnefnd, sem fjallar um hæfi umsækjenda um störf dómara í héraðsdómi og Hæstarétti fjalli einnig um hæfi umsækjenda fyrir Landsrétt. Landsréttur á að taka til starfa 1. janúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að skipun dómara verði lokið fyrir 1. júlí næstkomandi og skipunin taki gildi frá næstu áramótum. Í bráðabirgðaákvæði dómstólalaga frá 26. maí síðastliðnum er gert ráð fyrir að þeir sem skipaðir eru hæstaréttardómarar skuli hafa forgang til skipunar í embætti dómara við Landsrétt kjósi þeir það. Sigríður Andersen sagði, daginn eftir að hún tók við ráðherraembætti, að vinnan við nýja millidómstigið væri eitt mikilvægasta verkefnið fram undan. „Það liggur auðvitað fyrir að eitt stærsta verkefni dómsmálaráðuneytisins á þessu ári er að ljúka við undirbúning og hrinda úr vör nýju millidómstigi; landsrétti. Það er komið í alveg ágætan farveg hjá henni Ólöfu [Nordal],“ sagði ráðherrann í samtali við mbl.is. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur haft til skoðunar gamla húsnæði Siglingamálastofnunar, við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi, sem bráðabirgðahúsnæði fyrir nýja millidómstigið, sem verður kallað Landsréttur. Þetta staðfestir Sigríður Ásthildur Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er húsnæði sem ríkið á og er autt og er ákaflega vel til þess fallið að taka við svona bráðabirgðahlutverki,“ segir Sigríður. Í lögum um Landsrétt, sem samþykkt voru í júní á síðasta ári, kemur fram að þar muni fimmtán dómarar eiga sæti. Gert er ráð fyrir að forseti Íslands skipi dómarana samkvæmt tillögu ráðherra eftir að sérstök fimm manna valnefnd hefur fjallað um hæfi umsækjendanna. Í dómstólalögum er kveðið á um að dómþing skuli haldið í Reykjavík nema sérstök ástæða sé til annars. Málið kom til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar kynnti dómsmálaráðherra frumvarp um breytingar á dómstólalögum sem felur meðal annars í sér að valnefnd, sem fjallar um hæfi umsækjenda um störf dómara í héraðsdómi og Hæstarétti fjalli einnig um hæfi umsækjenda fyrir Landsrétt. Landsréttur á að taka til starfa 1. janúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að skipun dómara verði lokið fyrir 1. júlí næstkomandi og skipunin taki gildi frá næstu áramótum. Í bráðabirgðaákvæði dómstólalaga frá 26. maí síðastliðnum er gert ráð fyrir að þeir sem skipaðir eru hæstaréttardómarar skuli hafa forgang til skipunar í embætti dómara við Landsrétt kjósi þeir það. Sigríður Andersen sagði, daginn eftir að hún tók við ráðherraembætti, að vinnan við nýja millidómstigið væri eitt mikilvægasta verkefnið fram undan. „Það liggur auðvitað fyrir að eitt stærsta verkefni dómsmálaráðuneytisins á þessu ári er að ljúka við undirbúning og hrinda úr vör nýju millidómstigi; landsrétti. Það er komið í alveg ágætan farveg hjá henni Ólöfu [Nordal],“ sagði ráðherrann í samtali við mbl.is. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira