Hafa áhyggjur af ferðamönnum vegna Kötlugoss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2017 21:30 Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að rýmingaráætlanir vegna Kötlugoss taki ekki til aukins fjölda ferðamanna hér á landi. Auknar líkur eru taldar á Kötlugosi eftir skjálftahrinu síðustu daga. „Það eru breyttir tímar í dag og það sem við höfum mestar áhyggjur af er að þegar þessi fjöll eru að gjósa eru gjarnan ferðamenn að flækjast jafnvel ofan á þeim,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir samkvæmt orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Við Kötlugos geta mikil jökulhlaup ruðst fram Mýrdalssand, Sólheimasand og Markarfljótsaura, allt eftir því hvar staðsetning eldgossins er. Til eru ítarlegar rýmingaráætlanir sem æfðar eru en Oddur hefur áhyggjur af því að þeir endurspegli ekki þann fjölda ferðamanna sem sækja svæðið sem um ræðir heim. „Það er alveg ný staða og þegar rýmingaráætlun Kötlu var gerð voru kannski þrjú til fjögur hundruð manns sem gistu á nóttu til í Vík og með húsnæði til að taka við þeim þegar átti að rýma neðri hluta bæjarins. Nú eru á hverri nóttu yfir vetrarmánuðina kannski ellefu hundruð manns sem eru þarna. Það er orðið mun umsvifameiri rýming sem þarf að fara í,“ sagði Oddur. Unnið er að því að uppfæra rýmingaráætlunina í samræmi við þetta en meðal annars er gert ráð fyrir því að sms-skilaboð verði send á alla gsm-síma á því svæði sem þyrfti að rýma komi til Kötlugoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50 Jarðskjálfti í miðri Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli Enginn gosórói sjáanlegur. 26. janúar 2017 16:05 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að rýmingaráætlanir vegna Kötlugoss taki ekki til aukins fjölda ferðamanna hér á landi. Auknar líkur eru taldar á Kötlugosi eftir skjálftahrinu síðustu daga. „Það eru breyttir tímar í dag og það sem við höfum mestar áhyggjur af er að þegar þessi fjöll eru að gjósa eru gjarnan ferðamenn að flækjast jafnvel ofan á þeim,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir samkvæmt orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Við Kötlugos geta mikil jökulhlaup ruðst fram Mýrdalssand, Sólheimasand og Markarfljótsaura, allt eftir því hvar staðsetning eldgossins er. Til eru ítarlegar rýmingaráætlanir sem æfðar eru en Oddur hefur áhyggjur af því að þeir endurspegli ekki þann fjölda ferðamanna sem sækja svæðið sem um ræðir heim. „Það er alveg ný staða og þegar rýmingaráætlun Kötlu var gerð voru kannski þrjú til fjögur hundruð manns sem gistu á nóttu til í Vík og með húsnæði til að taka við þeim þegar átti að rýma neðri hluta bæjarins. Nú eru á hverri nóttu yfir vetrarmánuðina kannski ellefu hundruð manns sem eru þarna. Það er orðið mun umsvifameiri rýming sem þarf að fara í,“ sagði Oddur. Unnið er að því að uppfæra rýmingaráætlunina í samræmi við þetta en meðal annars er gert ráð fyrir því að sms-skilaboð verði send á alla gsm-síma á því svæði sem þyrfti að rýma komi til Kötlugoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50 Jarðskjálfti í miðri Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli Enginn gosórói sjáanlegur. 26. janúar 2017 16:05 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50