Innlent

Ný ferja nægir ekki ein og sér

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn. vísir/óskar
Bæjarstjórn Vestmannaeyja segir að þótt smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju sé nauðsynleg forsenda þess að hægt verði að nýta Landeyjahöfn með auknu öryggi allt árið þá sé hún ekki nægjanleg. Mikilvægt sé að fundin verði varanleg lausn á þeim hluta vandans sem snúi að höfninni sjálfri.

„Þá ítrekar bæjarstjórn þá ósk sína að tryggt verði að núverandi Herjólfur verði áfram til taks fyrstu misserin eftir að nýja ferjan kemur enda hefur reynslan sýnt að hætt er við að upp komi ýmiss konar vandamál með ný skip og við slíka óvissu verður ekki búið þar sem um er að ræða þjóðvegatengsl við næst stærsta byggðakjarna á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir í bókun. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×