Lögregla býst við þúsundum í minningargöngu um Birnu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. janúar 2017 20:30 Ekkert nýtt hefur komið fram í rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur í dag. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa ráðið henni bana voru ekki yfirheyrðir í dag og á Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn málsins, ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir næst fyrr en eftir helgi. Búist er við því að þúsundir manna taki þátt í minningargöngu um Birnu sem fer fram á morgun. Skipuleggjendur göngunnar segjast hafa fengið frábærar viðtökur. Fjölskylda Birnu sé þakklát fyrir framtakið. Það er óhætt að segja mál Birnu Brjánsdóttur, sem hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur þann 14. janúar og fannst látin síðastliðinn sunnudag, hafi snortið marga Íslendinga og er samúð með foreldrum, ættingjum og vinum Birnu áþreifanleg. Um fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Facebook en í samtali við fréttastofu segist lögregla búast við því að þúsundir manna taki þátt. Lögreglan mun loka götum í miðbænum á meðan gangan stendur yfir í samstarfi við Reykjavíkurborg en hér að neðan má sjá kort af þeim götum sem lokað verður.Gangan hefst klukkan fjögur við Laugaveg 116 á móts við Hlemm. Þeir sem vilja geta lagt blóm við laugaveg 31 þar sem Birna sást síðast. Gangan heldur áfram niður Laugaveg, Ingólfsstræti og á Arnarhól þar sem fólk mun kveikja á kertum. Gangan endar í Lækjargötu þar sem verður einnar mínútu þögn til minningar um Birnu. Skipuleggjendur göngunnar, þær Ninna Karla Katrínardóttir, Guðrún Eva Brandsdóttir og Bryndís Ósk Oddgeirsdóttir, segjast hafa tekið málið mjög nærri sér þrátt fyrir að hafa ekki þekkt Birnu. Þær langaði að minnast Birnu og sýna samstöðu með fjölskyldu hennar. Þær hafi vitað að Íslendingar væru harmi slegnir en bjuggust þó ekki við því að svo margir myndu boða koma sína þegar þær stofnuðu viðburðinn. Þær hafa ráðfært sig við lögreglu og borgaryfirvöld og vonast til þess að allt muni ganga vel.Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Reykjavíkurborg Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Ekkert nýtt hefur komið fram í rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur í dag. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa ráðið henni bana voru ekki yfirheyrðir í dag og á Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn málsins, ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir næst fyrr en eftir helgi. Búist er við því að þúsundir manna taki þátt í minningargöngu um Birnu sem fer fram á morgun. Skipuleggjendur göngunnar segjast hafa fengið frábærar viðtökur. Fjölskylda Birnu sé þakklát fyrir framtakið. Það er óhætt að segja mál Birnu Brjánsdóttur, sem hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur þann 14. janúar og fannst látin síðastliðinn sunnudag, hafi snortið marga Íslendinga og er samúð með foreldrum, ættingjum og vinum Birnu áþreifanleg. Um fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Facebook en í samtali við fréttastofu segist lögregla búast við því að þúsundir manna taki þátt. Lögreglan mun loka götum í miðbænum á meðan gangan stendur yfir í samstarfi við Reykjavíkurborg en hér að neðan má sjá kort af þeim götum sem lokað verður.Gangan hefst klukkan fjögur við Laugaveg 116 á móts við Hlemm. Þeir sem vilja geta lagt blóm við laugaveg 31 þar sem Birna sást síðast. Gangan heldur áfram niður Laugaveg, Ingólfsstræti og á Arnarhól þar sem fólk mun kveikja á kertum. Gangan endar í Lækjargötu þar sem verður einnar mínútu þögn til minningar um Birnu. Skipuleggjendur göngunnar, þær Ninna Karla Katrínardóttir, Guðrún Eva Brandsdóttir og Bryndís Ósk Oddgeirsdóttir, segjast hafa tekið málið mjög nærri sér þrátt fyrir að hafa ekki þekkt Birnu. Þær langaði að minnast Birnu og sýna samstöðu með fjölskyldu hennar. Þær hafi vitað að Íslendingar væru harmi slegnir en bjuggust þó ekki við því að svo margir myndu boða koma sína þegar þær stofnuðu viðburðinn. Þær hafa ráðfært sig við lögreglu og borgaryfirvöld og vonast til þess að allt muni ganga vel.Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Reykjavíkurborg
Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39
Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42