Enski boltinn

Öruggt hjá Manchester United gegn Wigan | Sjáðu mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Manchester United fagna marki Fellaini.
Leikmenn Manchester United fagna marki Fellaini. vísir/getty
Lærisveinar Jose Mourinho áttu í engum vandræðum með lið Wigan í 32-liða úrslitum enska bikarsins á Old Trafford í dag en leiknum lauk með 4-0 sigri Manchester United sem hefur titil að verja í þessari keppni.

Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik þegar fyrsta mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks en þar var á ferðinni Marouane Fellaini eftir stoðsendingu frá Bastian Schweinsteiger.

Chris Smalling bætti við öðru marki heimamanna á 57. mínútu eftir sendingu frá Anthony Martial en korteri fyrir leikslok gerði Henrikh Mkhitaryan út um leikinn með þriðja marki Manchester United eftir sendingu Martial.

Schweinsteiger sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði Manchester United í vetur gekk endanlega frá leiknum tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði fjórða mark heimamanna.

Manchester United er því komið í 16-liða úrslitin og á því enn von á því að verja titilinn á Wembley í maí en Wigan getur einbeitt sér að Championship-deildinni á ný.

Fellaini kemur heimamönnum yfir: Smalling bætir við marki: Mkhitaryan gulltryggir sigurinn: Schweinsteiger þakkar traustið með fjórða marki heimamanna:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×